10 vinsælustu áfangastaðir fyrir fyrirtækjaferðir
Okkur hjá Tripical langaði að deila með þér 10 vinsælustu áfangastöðum ferðalanga okkar í fyrirtækjaferðum. Þessir staðir hafa allir það sameiginlegt að vera áhugaverðir, bjóða upp á flott hótel og geta komið öllum á óvart hvort sem þeir hafa farið þangað áður eða ekki.
Hér er listi yfir 10 vinsælustu áfangastaði okkar fyrir fyrirtækjaferðir til þessa:
Berlín – Oft kölluð skemmtilegasta borg Evrópu.
Riga – Dásamleg blanda af því gamla og nýja, dekri, lúxus og gleði.
Barcelona – Miðjarðarhafsperla með magnaðar byggingar, strendur, sól og sjó.
Sitges – Sykursæt stemming og eldheitt næturlíf.
Edinborg – Kastalar, pöbbar, skotapils og sekkjapípur.
Prag – Stórbrotin saga og arkitektúr, bjór og gleði.
Brighton – Strandbærinn sjarmerandi, með sinn dásamlega miðbæ og fallegu garða.
Dubrovnik – Af mörgum talin með fegurstu borgum heims.
Lissabon – Á hinum ýmsu listum sem einn mest spennandi áfangastaður Evrópu.
Haag – Stutt flug, flott strönd, góð verð og frábær matur!
Ýttu hér til að skoða fleiri fyrirtækjaferðir sem eru í boði hjá Tripical!
Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi upptalning, og við hvetjum viðskiptavini okkar ávallt til að benda okkur á hvaða áfangastaðir í heiminum eru efst á óskalistanum. Við erum sannarlega til í að koma ykkur þangað, og láta draumaferðina ykkar verða að veruleika. Við sérhæfum okkur í árshátíðarferðum fyrirtækja, sem og ýmis konar hópaferðum, og sjáum til þess að allir njóti ferðalagsins út í ystu æsar.
Hvert sem ferðinni er heitið, tryggjum við að hópurinn þinn komi heim ánægður og reynslunni ríkari!
Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í fyrirtækjaferðum!
.