Mexíkó

Sjá myndir

Mexíkó

Hola Amigo, bienvenido a Mexico!

Þvílík paradís sem Mexíkó er, guðdómlegar strendur, ylvolgur sjórinn, gufukenndir frumskógar og hátíðir í borgum í landinu öllu. Mexíkó kann svo sannarlega að krydda upp veröldina, alveg jafn mikið og þeir kunna að krydda matinn. Enda erum vð að tala um lands sem kynnti okkur fyrir súkkulaðinu! Við sjáum það á þér að Mexíkó er strax farið að vekja upp villta drauma þína um ferð til landsins. Menningin í Mexíkó er alltaf lífleg, hvort sem það er í neðanjarðar dansklúbbunum og götulistadönsum í Mexíkóborg eða bara handverk frumbyggja í Mexíkó.

Komdu þér strax til Mexíkó með því að spila lagið á spilaranum!


Almennar Upplýsingar:

  • Fjöldi fólks: 119,530,753
  • Stærð að flatamáli: 1,972,550 km2
  • Opinbert Tungumál: Spænska
  • Gjaldmiðill: Mexíkóskur Pesó / 1 $=5,46kr
  • Hitastig: Fer eftir svæðum! 5°-40°
  • Tímabelti: 8 til 5 tímum á undan Íslandi

Skelltu á þig sombreróinn og kíktu út!

Með steikjandi frumskógum, snjókeldum eldfjöllum, kaktusfylltum eyðimörkum og 10.000 km af strandlengjum með lónum rík af dýralífi og brimið við strendurnar fær þig til þess að vilja taka upp brimbrettið, jafnvel þó þú hafir aldrei farið á brimbretti! Mexíkó er endalaust ævintýri fyrir skynfærin þín þar sem lífið er lifað til fulls.

 

Farðu út að borða við Kyrrahafsströndina eða labbaðu um nýendugötur Guanajuato. Farðu jafnvel í göngu um Oaxaca skóginn eða snorklaðu í heitum karabísku rifum.

 

Kíktu aftur til fortíðar

Skoðaðu aldagömlu minjar um sögu siðmenningar í Mexíkó, fornminjar sem eru meðal þeirra flottustu í heimi. Við erum að tala um píramíta Teotihuacans og hin stórkostlegu Maya-musteri í Palenque. Spænska nýlendutímabilið skyldu eftir sig gullfallega bæi sem eru fullir af ríkulegum skúlptúr steinkirkjum og glæsihúsum. Ef þú nennir ekki að ferðast á alla þessa staði til þess að kynnast sögu Mexíkó má finna topp klassa söfn þar sem saga landsins er skjalfest með minjum og sögum um landið.

Tips & Tricks

Hvernig þú ferðast um og gistir í Mexíkó er algjörlega í þínum höndum. Svo við tökum létt dæmi og ráð þegar kemur að gistingum á svæðum í landinu. Á meðan dvöl þinni stendur á austurströndinni geturðu gist á glæsilegum lúxus hótelum sem fara temmilega vel með budduna þína. Sparaðu síðan smá með því að gista í krúttlegum strandarskálum við Kyrrahafið, og þegar þú ert kominn lengra inn í landið, gistu í nýlendutíma höfðingjasetri þar sem þú átt það skilið eftir að hafa svitnað í skógum landsins.

 

Að komast frá A til B er auðvelt með þægilegum rútum sem virðast vera nánast alls staðar. Ef þú vilt síðan dekra við þig er umfangsmikið innanlandsflugnet einnig til staðar fyrir þig. Þegar kemur að Borðaðu gæða mat frá flottum veitingastöðum eða bara úr eldhúsinu hjá ömmunni í næsta húsi, gæðin verða í hvoru fyrir sig geggjuð!

Þú munt sjaldan finna mexíkana sem er eitthvað annað en kurteis. Þeir eru jákvæðir heillandi og vita hvernig á að þóknast gestum og sýna þeim landið sitt þar sem að þeir eru virkilega stoltir af landinu sínu.

Mexíkóborg

Mjög heillandi Mexíkóborg er að vakna þessa daganna. Endurnýjun er að eiga sér stað þessa daganna og almenningsrými er að vakna til lífs síns og borgin að verða einn öruggasti staður í Mexíkó.

Mundu að Mexíkóborg er, og hefur alltaf verið, sólin í mexíkóska sólarkerfinu. Rölta í gegnum svala miðbæinn sem sýnir söguþráð höfuðborgarinnar, frá forn-rómönskum grunni hennar til glæsileika útlit hennar frá nýlendutímanum og alveg yfir í nútímavædd svæði.

Cancún

Cancún er saga tveggja borga. Annars vegar er það glæsilegt hótel svæði með frægu hvítu sandströndunum, frábær partý svæði. Háklassa sjávarfangs veitingastaðir. Hin hluti Cancún er raunverulega borgin, þar ertu kominn meira til “Mexíkó” ef svo má segja, þar sem þú getur komist meira inn í menningu Mexíkó og þeirra staðbundna mat eins og, tja, taco búllan á svæðinu.

Þetta er það sem gerir Cancún áhugaverða. Ef þú ert kominn með leið á því að liggja á lúxus hótelinu geturðu tekið leigubíll fyrir kúk og kanil og tekið einn salsa dans um stræti borgarinnar. Eða jafnvel betra, farðu út og skoðaðu meira af Quintana Roo svæðinu. Aðeins dagsferð í burtu frá Cancún. Síðan er hinn óspillti þjóðgarður Isla Contoy sem laðar fólk til sín með fjölbreyttu fugla- og plöntu lífi. Og í norðri bíður svo strandlengjan Isla Holbox, þar sem sund með gríðarlegum hvalahákörlum hefur orðið vinsælt sport.

Síðan erum við með hið magnaða Museo Subacuático de Arte á svæðinu sem er samansafn af meira en 500 skúlptúrum á botni sjávar sem er til þess ætlaður að fá fólk til þess að kafa og skoða það fremur en að skemma kóralrifið á svæðinu. Þetta er í 5-7 metra dýpi og því fullkomið fyrir byrjendur.