Brighton er enskur strandbær í klukkutíma fjarlægð með lest frá London, og mjög vinsæll fyrir dagsferðir frá höfuðborginni. Þar er löng strandlengja, mjög áhugaverður skemmtigarður og margar fallegar 18. aldar byggingar. Brighton er auk þess þekkt fyrir mjög fjörugt næturlíf, fjölmörg listagallerý eru í bænum og fjölbreytt úrval verslana.
Stór hluti af aðdráttarafli bæjarins eru byggingar og garðar frá Viktoríutímanum. Má þar nefna Metropole hótelið (núna Hilton Grand Hótel), Vesturhöfnina (West Pier) og Brighton Palace höfnina (Brighton Palace Pier). Brighton tók góðan vaxtarkipp á 20. öldinni og færðist smám saman í það horf sem bærinn er nú.
Brighton er mjög vinsæll ferðamannastaður. Þar ríkir vinaleg og friðsamleg afstaða til samkynhneigðra og borgin oft nefnd óopinber höfuðborg samkynhneigðra í Englandi. Verslunarhverfin þykja nútímaleg, þau eru öðruvísi og töff, og tónlistar- og listasenan er einstaklega lifandi og skemmtileg. Þess má geta að Brighton hefur líka verið kölluð mest hip og kúl borg Bretlandseyja, sem og þeirra hamingjuríkasti staður að búa á.
Í Brighton er að finna dásamlegan garð, sem er vinsæll áningarstaður gesta, og í honum miðjum er hin einstaka bygging The Royal Pavilion, fyrrum bústaður konungsfjölskyldunnar, sem einnig er vert að skoða. Garðinum er haldið í 18. aldar stíl, og hópur sjálfboðaliða sér um að halda honum í góðu standi. Þeir veita gestum einnig upplýsingar um staðinn, sögu hans og þær plöntur sem þar er að finna. Einstakur staður til að liggja í grasinu, njóta fullkominnar afslöppunar og hlaða batteríin.
Brighton’s Lanes er eitt fallegasta og um leið sögufrægasta hverfi borgarinnar. Þröngar götur frá þeim 18. aldar fiskibæ sem Brighton var forðum, blandast hér skemmtilega við nútímalegar smáverslanir og kaffihús. Stórgóð blanda af því gamla og nýja.
Hægt er að bóka ferðir um svæðið með úrvals leiðsögn, þar sem gestir geta meðal annars upplifað eftirfarandi:
Þegar Brightonbúar eru spurðir til vegar, er líklegt að þeir noti kennileiti til að vísa þér á réttan stað. Klukkuturninn (Clocktower) er vinsælt kennileiti, en hann stendur sunnan við lestarstöðina við enda Queen’s Road, efst á West Street. Þaðan liggur Western Road til vesturs, sem er stór verslunargata, og North Street til austurs. Ef þú gengur hálfa leið niður North Street, ertu með The Lanes samliggjandi á hægri hönd og North Lane á vinstri hönd. Ef þú gengur North Street til enda kemurðu að Royal Pavilion garðinum til vinstri. Gatan endar svo á opnu svæði við sjávarsíðuna, Old Steine, þar sem finna má Palace Pier. Auðvelt er að rata til Kemptown þaðan, sem og að fallegum almenningsgarði sem kallaður er The Level. Svo er auðvitað alltaf bara hægt að Gúggul Mappa, ef maður er í einhverjum vafa.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Almennar upplýsingar:
Fjöldi fólks: 65.640.000
Íbúatala á Bretlandi er í kringum 65 og hálf milljón. Bretlandi og íbúum þess má skipta í fjóra parta sem eru eftirfarandi:
Englendingar eru mjög blönduð fjölmenningarþjóð og þannig hefur það verið um aldir. Eins og víða annars staðar má þar finna fólk sem er óvinveitt erlendum gestum, en landið er þó þekkt fyrir að vera eitt af vinsamlegri löndum gagnvart útlendingum og rasismi er þar t.a.m. í miklu lágmarki samanborið við ýmsar aðrar þjóðir. Reglan hér er: Brostu, vertu kurteis, og ekki riðjast. Þá eru þér allir vegir færir á Bretlandseyjum öllum.
Þótt oft sé gert grín að enskri matargerð og því haldið fram að hún sé alls ekki góð, eiga Englendingar nokkra fræga rétti sem matreiddir eru víða um heim. Þar má nefna Beef Wellington og Steak and Kidney Pie, og svo auðvitað gamla góða samlokan! England er þó í dag svo fjölmenningarlegt samfélag að auðvelt er að hafa upp á stöðum sem bjóða upp á fyrsta flokks rétti hvaðan æva að úr heiminum. Hér eru æðislegir indverskir og ítalskir veitingastaðir, og auk þess endalaust úrval af asískum stöðum.
Eitt af fallegri hótelum Brighton, byggt í hinum gamla stíl Viktoríutímans, í bland við nútíma arkitektúr. Hótelið er á frábærum stað, alveg við ströndina og í 10 mínútna fjarlægð frá Brighton bryggjunni.
Herbergin eru öll innréttuð með hágæða húsgögnum sem voru sérvalin inn í hvert einasta herbergi. Á hverju herbergi má finna Wi-fi og flatskjá.
Hótel Spa-ið er einstaklega flott og nýtur mikilla vinsælda á meðal hótelgesta.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Þetta hótel hefur verið byggt í gömlum antík stíl, en með nútímalegu ívafi í hönnun. Það stendur við stöndina og mjög nálægt verslunargötunum frægu „The Lanes.“
Það eru 2 góðir veitingastaðir á hótelinu, bar sem býður upp á fantagóðan G&T, og líkamsrækt með innisundlaug og Spa.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Staðsett í miðbæ Brighton og í 12 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Hótelið er nútímalegt og bíður upp á „hip“ stemmingu. Herbergin eru öll nýtískuleg með Wi-fi, hárblásara og sjónvarpi.
Það má finna fjölda veitingastaða og kráa í næsta nágrenni. Fullkomið hótel fyrir fólk sem vill kynnast miðbæ Brighton.
Sjáðu meira um hótelið hér.