Litháen

Sjá myndir

Litháen

Land vatns, skóga og stolts, stolts vegna sjálfstæðis Litháen sem er alltaf meira og meira að verða kunnug fólki sem einn af geimsteinum Evrópu. Staðsett syðst af Eystrasaltsríkjunum og það lítið lýðveldi að það gæti passað í vasann á Rússlandi. Við sjáum landið svolítið fyrir okkur eins og smá blómabarn. Stolt af sjálfu sér og elskar náttúruna og friðinn. Eitt aðal aðdráttarafl Litháens er glæsileg Eystrasaltsströndin þá einna helst einstaka teppalagið af hvítum sandi svæðisins.

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 2.900.787
  • Stærð að flatamáli:  65.300 km²
  • Opinbert Tungumál: Litháíska
  • Gjaldmiðill: Evra
  • Hitastig: Yfir sumar 17°C að meðaltali. Veturnir eru um 0°C að meðaltali
  • Tímabelti: 2 klukkutímum á undan Íslandi, 3 yfir sumartímann

Vilníus

Hefur að geyma fjölbreytt og áhugaverð aðdráttaröfl sem og líflegt næturlíf. Barokkkirkjurnar rísa upp hér og þar sem rétt mynda pláss fyrir glæsilegu veitingastaðina. Skemmtilegt en stundum nokkuð skrýtin, eins og við öll.

Borg lista og sögulegra tíma

Borgin er höfuðborg Litháen, næststærsta borg í Eystrasaltsríkjanna og er frábær fyrir ykkur heimsborgarana þarna úti, vönduð nútímaborg sem er furðu samheldin og því auðvelt að kynnast henni náið. Hún hefur að geyma heimsklassa listamenn, fallegan arkitektúr í gamla bænum, sem er eitt af yfirlýstu friðuðu stöðum af UNESCO, steinlagðar götur og glæsilegar kirkjur sem samhliða líflegu, jákvæðri menningu dagsins í dag gera hana að frábærum áfangastað fyrir næstu menningarferðina þína.

Aðeins fyrir utan borgina er að finna minjar og leifar af sovésku tímum landsins þar sem meðal annars má finna yfirgefið kjarnorkuvopnarsvæði sem nú kalda stríðs safn. Einnig má finna skúlptúrgarða Sovétríkjanna. Við mælum með að skoða þessi sögulegu svæði þar sem að þau eru mögnuð áminningar um hina dimmu fortíð landsins í gegnum tíma Nasista og Sovétmanna. Það má þó jafnframt sjá hvernig tímarnir voru fyrir Fyrri Heimstyrjuöldina, þegar Vilníus var ein stærsta gyðingamiðstöðin í Evrópu og ber því í borgin heitið “Jerúsalem Litháen”. Þessi merkilega blanda gerir það að verkum að Vilníus ein mesta menningarborg Evrópu.

Tökum aðeins saman hluti til þess að sjá í Vilníus

Gamli bærinn: Frábær staður til þess að sjá eldgamla menningu þessa svæðis, byggingar frá 13. öld og síðar meir svæði þar sem Gyðingar landsins nánast áttu. Núna er þetta hins vegar heillandi miðborg borgarinnar.

Uzupis: Hérað byggð af fólki sem vildi vera listamenn eða mjög skapandi fólk. Því mjög listrænt svæði. Merkilegt að því leiti að Uzupis lýsti sig sjálft sem sjálfstætt lýðveldi árið 1998 og “borgarar” svæðisins eiga sinn eigin fána og þjóðsöng!

Áa rölt: Á svæðinu má minna glæsilega á, umvafin grasi og skógum. Við mælum með að eyða góðum eftirmiðdegi í að ráfa um svæðið og njóta í góðri lautarferð.

Gediminas turninn: Klifraðu upp á hæðina til að sjá það sem áður var kastali á 14. öld. Ef þú ferð upp í turninn færðu fallegt útsýni yfir borgina.

Vilnius Cathedral: Minnir á gríska byggingu. Þessi skínandi hvíta klassíska kirkja er fallegur staður með áberandi á stórt torg hjá því sem hægt er að njóta lífssins .

Three Crosses Hill: Flottur staður hefur mikla fortíð. Minnisvarði um sögulega fortíð Litháens og Sovétríkjanna. Svæðið hefur verið skemmd og endurbyggt nokkrum sinnum! Hæðin býður síðan upp á fallegt útsýni yfir svæðið. Þetta er reyndar í nokkra klukkutíma frá Vilníus, nálægt bænum Siauliai, en þetta mótmælismerki samanstendur af óteljandi fjölda krossfestinga frá því þegar Litháen spilaði hættulegt leik í mótmælum við Sovétríkin.

Fjöldinn allur af söfnum er í borginni og má skoða allt frá sögu landsins til þeirra miklu listar sem landið hefur að geyma.

Litháen

Hópferðir til Vilníus

Falinn demantur í austri Höfuðborg Litháen, Vilníus, er athyglisverð borg með fjölbreytt menningarlíf og fjörugt næturlíf. Barokk kirkjur standa víðsvegar um borgina, þar er mikið af fallegum gömlum húsum sem mynda þröngar götur og torg þar sem finna má gott úrval...