Svartfjallaland - Tripical

Svartfjallaland

Sjá myndir

Svartfjallaland

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 642.550
  • Stærð að flatamáli: 13,812 km2
  • Opinbert Tungumál: Svartfjallenska
  • Gjaldmiðill: Evra 
  • Hitastig: 10°-35°
  • Tímabelti: 2 tímum á undan Íslandi

Það er nánast ómögulegt að skoða ferðasíður, þar sem Svartfjallaland er ekki nefnt sem eitt af heitustu stöðunum þessi misserin. Og þrátt fyrir að heimsóknum hafi vissulega fjölgað, halda íbúar landsins ró sinni og koma fram við gesti sína fullir einlægri gestrisni og sjarma.

Strandlína landsins er um 300 km löng og þar er að finna  einhvert stórkostlegasta strandútsýni sem finna má í Evrópu. Ofan við strandirnar hvíla svo tignarleg fjöllin og vofa yfir landinu. Gömul þorp hanga í hlíðunum og renna niður að sjónum, rétt eins og þau séu að dífa tánni ofan í tæran sjóinn. Yfir sumartímann bætist svo fjölskrúðugur gróðurinn við þessa dásamlega fallegu mynd, sem ekki er stærri en tveir þriðju hlutar af Wales svo dæmi sé tekið.

Þegar strendurnar eru fullar af fólki er hægt að ganga af stað upp hina fjölmörgu stíga fjallana, heimsækja til dæmi Biogradska Gora skóginn og heimsækja dæmigert þorp, og fylgjast með daglegu hversdagslífi hins venjulega Svarfjallabúa. Farðu í reiðtúr, fjallahjólatúr eða í kayakferð og þú átt mögulega  von á að hafa landslagið í kringum þig alveg útaf fyrir þig.

Allt frá því að rómverska stórveldið leið undir lok og skiptist í tvennt fyrir um 1600 árum síðan, hefur Svartfjallaland legið á landamærum austurs og vesturs. Ever since the Roman Empire split in two 1600 years ago, Montenegro has sat on the borderline between east and west. Hina fjölbreyttu menningarsögu er að finna glæsilegum mósaík byggingum, skrautlega máluðum Orthodox klaustrum, kaþólskum kirkjum og fallegum moskum. Ofan á þetta bætist 50 ára saga þar sem svæðið var hlutlaust kommúnistaríki, óháð bæði austur og vesturblokkinni. Þetta er því sérstaklega áhugaverður staður fyrir fróðleiksfúsa söguunnendur að heimsækja.

Bærinn Tivat er einn sólríkasti staður í Boka Kotrovska flóanum í Svartfjallalandi. Bærinn er staðsettur í miðjum flóanum, umvafinn mildu loftslagi miðjarðarhafsins, með hlýjum vetrum, og hreinum sjó sem freistar gesta út um allann heim. Og alþjóðaflugvöllurinn er örskammt í burtu.
Svartfjallaland

Hópferð til Svartfjallalands

Leiguflug til Svartfjallalands fyrir 100 manns eða fleiri Svartfjallaland (Montenegro) er hluti af hinum mjög svo fallega Balkanskaga sem liggur við Adríahafið. Landið er með  landamæri að Króatíu og Bosníu- Hersegóvínu til norðurs, Serbíu til norð-austurs, Kosovo til austurs og...