Ungverjaland - Tripical

Ungverjaland

Sjá myndir

Ungverjaland

Ungverjaland á sér stóra og mikla sögu, og þjóðin hefur gengið í gegnum tímana tvenna. Þetta má sjá í  töfrandi arkitektúr, höllum, kirkjum og öðrum stórbrotnum gömlum byggingum víða um landið. Þannig er höfuðborgin Búdapest sannkölluð nautn fyrir augað.

Landið býr yfir jarðhita, og þar má finna heilsulindir og böð sem nýta sér náttúrulegt hitauppstreymi. Það er ekki alls staðar sem sundglaðir Íslendingar geta fundið aðstöðu í líkingu við það sem þeir eiga að venjast hér heima, en í Ungverjalandi eru hinar fínustu útilaugar, með heitum pottum og alles.

Höfuðborgin Búdapest er sérstakur staður og af mörgum talin einhver mest spennandi og fallegasta borg heims.

Mjá bjóða þér að hlusta á ungverska tónlist meðan á lestri stendur?


Almennar upplýsingar:

  • Fjöldi fólks: 9.797.500
  • Stærð að flatamáli: 93.030 km2
  • Opinbert tungumál: Ungverska
  • Gjaldmiðill: Ungversk fórinta/ 1Ft=0,40kr
  • Hitastig: Yfir sumar 20-25°C að meðaltali. Vetur 8-11°C að meðaltali
  • Tímabelti: 1 klst. á undan Íslandi, 2 klst. yfir sumartímann

OMG byggingarnar!

Það er vel þess virði að fara út fyrir borg og bæi og njóta sín í landslaginu sem þar bíður. Iðjagræn og skógivaxin náttúra, sem róar þandar og þreyttar taugar.

Borgir landsins skrúfa svo VÁ! áhrifin upp í hæsta styrk. Þar eru magnaðar byggingar, allt frá rómverskum rústum til barrokk kirkja, glæsilegar opinberar byggingar, baðhús og skólar. Umhverfi sem gerir þig agndofa. Við erum ekki eingöngu að tala um sjálfa Búdapest. Þú getur  heimsótt staði eins og Szeged eða Kecskemét, Debrecen og Sopron. Þarna mæta þér alls kyns byggingagimsteinar, hvert sem þú snýrð þér. Það er líka mjög gaman að kíkja í minni þorp og bæi, þar eru víða eins og maður hreinlega stígi úr tímavél inn í miðaldir.

Matur og bað

Ungverjar elska heita vatnið sitt og nota það í lækninga- og heilsumeðferðir af ýmsu tagi, og auðvitað líka bara í einfalda slökun og afþreyingu. Það er tilvalið að skella á “to do” listann heimsókn í tyrkneskt baðhús, mörg þeirra eru byggð snemma á 16. öld.

Ungverjar eru einnig afar stoltir af matarmenningu sinni. Þar stendur ofarlega gúllasið, sem löngu er orðið frægt um allan heim.  Heimamenn hika ekki við að halda því fram að það sé hverjum manni nauðsyn að smakka þrenns konar matargerð um ævina: franskan mat, kínverskan og síðast en alls ekki síst þann ungverska.

Búdapest

Höfuðborg Ungverja er sannkölluð paradís. Búdapest að kvöldi til er hreinlega eins og af annarri veröld, svo mikil er fegurðin. Upplýstar hallir, brýr og byggingar. Borgin hefur stundum verið kölluð París Austursins, og stendur fyllilega undir því nafni.

Árið 1987 var Búdapest sett á heimsminjaskrá UNESCO fyrir óumdeilda menningarlega þýðingu sína og gildi í byggingarsögu heimsins.

Stríð og friður

Það hefur ekki alltaf ríkt sátt og friður í þessu einstaka landi. Búdapest og aðrir staðir bera þess merki og víða má finna holur eftir byssukúlur og ummerki eftir sprengjur, bæði frá seinni heimsstyrjöldinni og uppreisninni 1956. Stórbrotin saga í hverju skrefi.

Margt í boði

Það eru margar leiðir að því að uppgötva Búdapest. Hvort sem þú kemur einu sinni eða oftar er alltaf eitthvað nýtt að skoða og upplifa. Böðin, maturinn, byggingarnar, brýrnar, eða komstu aðallega til að versla? Hér er nóg af verslunum, bæði þekktustu merkin og minni búðir, flottar og fönký. Svo er líka bara hægt að slaka, setjast niður á góðu kaffihúsi eða skemmtilegum bar og skoða mannlífið. Þetta er góður kostur bæði á ungversku sumri, eða  köldum kósý vetrardegi.

Ungverjaland

Hópferð til Búdapest

París austursins Búdapest er paradís hinna ferðaglöðu. Stórbrotin borg, mótuð af menningarstraumum liðinna alda. Mögnuð saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning. Á milli þess sem þú dásamar fagrar byggingarnar, geturðu skellt þér í tyrknest baðhús og pústað aðeins, en hitauppstreymi...