Borgin þar sem allir finna eitthvað sér til hæfis. Berlín er höfuðborg Þýskalands og þar búa tæplega fjórar milljónir manna. Borgin er suðupottur af menningu og listum og endalaust margt hægt að sjá og gera, hvort sem heillar þig frekar, nútímalist sem finna má í gallerýjum um alla borg, eða gömul klassísk list. Berlín er þekkt fyrir stórbrotna sögu og gamlar byggingar ásamt því að vera mjög framalega í nútíma byggingarstíl og list. Borginni var skipti upp í austur- og vesturhluta á kaldastríðs árunum. Á nokkrum stöðum má sjá sjá leifar af Berlínarmúrnum, sem lá þvert í gegnum borgina, ásamt öðrum kennileitum sem sýna hve borgarhlutarnir voru í raun ólíkir. Berlínarborg man tímana tvenna og það er einstök upplifun að heimsækja þennan stórbrotna stað.
Í Berlín er auk þess hægt að skoða fjöldann allann af söfnum frá seinni heimsstyrjöldinni og upplifa spennuþrungna og dramatíska sögu Þjóðverja.
Í Berlín er nokkuð skýr hverfaskipting og hefur hvert svæði sinn sjarma. Úrval kaffihúsa, kráa og veitingastaða er óvíða jafn fjölbreitt, auk þess sem hægt er að finna ansi marga mjög sérstaka veitingastaði sem gera “út að borða” upplifunina ferska og óvenjulega. Þannig var Berlínarborg einna fyrst til að bjóða upp á veitingastaði í algjöru myrkri, þú getur farið á veitingastað þar sem grænmetið á diskinn vex inni á staðnum, eða skellt þér á einn fínan ítalskan sem er staðsettur í þv0ttahúsi. Þá geta þeir sem fíla gott kebab glaðst því þú færð hvergi betra kebab en hér!
Eins og áður sagði er fjölbreytileikinn mikill í þessari stórbrotnu menningarborg og afar auðvelt að finna þar alls kyns afþreyingu. Hér má til dæmis finna vinsælasta dýragarð Evrópu. Áður eru nefnd hin óteljandi gallerý og fornar byggingar. Næturlífið er einstaklega fjölkrúðugt og skemmtilegt, og stendur alveg þar til sól rís á ný. Og mannlífið á götum borgarinnar er engu líkt.
Eftir að Þjóðverjar slökuðu á innflytjendalögum flutti talsverður fólksfjöldi til borgarinnar. Nú búa þar um hálf milljón innflytjenda í því sem kallað hefur verið alþjóðlegasta borg Þýskalands. Þrátt fyrir þetta fjölþjóðlega menningarsamfélag er háþýska aðal tungumálið sem talað er. Sehr gut, ja!
Frægt er þegar John F. Kennedy lét þessa fleygu setningu falla í einni af frægustu ræðu sinni, sem hann flutti í Vestur-Berlín 1963. Lengi vel var því haldið fram að Kennedy hefði mismælt sig og borið setninguna fram á þann hátt að hún þýddi “Ég er Berlínarbolla” og að viðstaddir hefðu hlegið mikið af misskilningnum. Hið rétta er að Kennedy flutti þessa ræðu sína, og umrædda setningu, án nokkurs misskilnings og hlaut einróma lof og fagnaðarlæti fyrir, enda ein þekktasta ræða um mannúð og frið á milli þjóða, sem þjóðhöfðingi hefur haldið í sögunni.
Almennar upplýsingar
Frábært hótel á besta stað, við Alexander Platz. 3 veitingastaðir. Líkamsræktarstöð, sauna, nuddstofa. Frítt net. Og staðsetningin frábær, stutt í alla ferðamöguleika, hvort sem þú vilt nota strætó, trammið eða neðanjarðarlestirnar.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Einstaklega glæsilegt hótel, aðeins í 10 mínútna göngufjarlægð frá Potsdamer Platz. Mjög vinsælt fyrir hópa hvers konar sem ferðast saman.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Rótgróið snyrtilegt 4 stjörnu hótel í hinu sívinsæla Mitte hverfi. Björt og rúmgóð herbergi. Þekkt fyrir afar góða þjónustu. Stutt í fjölbreytt veitingahúsa- og krárhverfi.
Sjáðu meira um hótelið hér.