Prag er miðstöð tékkneskrar menningar og sögu. Miðborgin er einstök upplifun með fjölda vel varðveittra miðaldarstræta og fallegra bygginga sem rekja evrópska listasögu frá gotneskum stíl til módernismans. Prag jafnast fyllilega á við stórborgirnar Róm, París og London enda flykkjast ferðamenn þangað frá öllum heimshlutum til þess að upplifa perluna við Moldá.
Söguleg hverfi Prag hafa varðveist vel enda er öll gamla miðborgin á heimsminjaskrá Unesco. Auðvelt er að ferðast um borgina þar sem áhugaverðustu staðir og hverfi borgarinnar eru öll í göngufjarlægð hvert við annað. Ómissandi er að ganga með mannfjöldanum yfir Karlsbrúna og rölta upp á kastalahæðina og njóta stórfengleika Vítusarkirkjunnar. Við hinn enda Karlsbrúarinnar býður Mala Strana hverfið upp á sögufrægar hallir, kirkjur og fallega garða. Gamla bæjartorg Prag er iðandi af mannlífi umkringt gullfallegum byggingum og fjölbreyttum arkitektúr. Miðstöð verslunar og skemmtanalífs í borginni er við Wenceslas torgið og í Prag er gamalt og sögufrægt gyðingahverfi með elstu starfandi sýnagógu í Evrópu.
Sögufrægur og fallegur arkitektúr er allsráðandi í Prag og bæheimski listheimurinn býður listunnendum upp á fjölda áhugaverðra safna og listaverka. Allt frá gotnesku altarsverkum Agnesarklaustursins til módernísku listaverka súrrealista og kúbista í Veletržní Palác. Prag er samsuða listrænnar tjáningar sem er órjúfanlegur hluti borgarinnar.
Síðan Pilsner Urquell var fyrst bruggaður árið 1842 þá hafa Tékkar verið þekktir fyrir að brugga heimsins bestu bjóra. Lítil brugghús og bjórgarðar hafa sprottið upp um borgina haldið þróun tékknesku risanna, Urqell, Budvar og Starapramen áfram í að þróa einstakar og fjölbreyttar tegundir við allra hæfi.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Tékkland er staðsett í Mið-Evrópu og liggur suðustur af Þýskalandi, að Austurríki í suðri, Póllandi í norðri og Slóvakíu í suðaustri. Þótt landið taki ekki mikið pláss á kortinu á það sér afar mikla og viðburðaríka sögu. Þar hafa frá örófi alda hinar ýmsu þjóðir farið með völd, og oftar en einu sinni í sögunni var landið sannkallað stórveldi. Víða má finna fornar minjar, virðuleg stórhýsi, kastala og klaustur, og jafnvel heilu bæjarfélögin, byggð af slíkri kostgæfni að tíminn hefur ekki náð að vinna á þeim.
Þetta er magnaður fjársjóður frá liðnum tíma, og ekki sakar dásamlegt umhverfið allt í kring, en í Tékklandi eru hinir myndarlegustu skógar og fjöllin einstaklega tignarleg. Höfuðborgin Prag er af mörgum talin sú fegursta í Evrópu, en aðrar borgir landsins hafa einnig upp á heilmargt að bjóða, glæsilegar byggingar, gómsætar veitingar og stórskemmtilega menningu. Niðurstaðan af öllu þessu hlýtur að vera þessi: Ferð til Tékklands er ávísun á eitthvað alveg stórkostlegt!
Líkt og víða í Evrópu gekk mikið á í Tékklandi á síðustu öld, og landið fékk sannarlega að kenna á heimsstríðunum báðum. Í lok þeirrar seinni náðu kommúnistar völdum og héldu þeim í rúm 40 ár, allt til ársins 1989 þegar tékkneska þjóðin reis upp með sinni friðsömu Flauelsbyltingu og átti með henni stóran þátt í þeirri miklu hreyfingu sem felldi kommúnísk ríki Austur-Evrópu hvert á fætur öðru, og við tók tími frelsis og uppbyggingar. Reyndar eru margir Tékkar lítt hrifnir af því að vera stöðugt nefndir með öðrum austurevrópskum ríkjum, og hafa sitthvað til síns máls. Tékkland er nefnilega staðsett eins mikið í miðri álfunni og hægt er.
Ekki bara Prag
Algengt er að ferðafólk láti sér nægja að heimsækja hina dásamlegu höfuðborg Prag, og svo sem ekkert nema gott um það að segja, þar er aldeilis nóg við að vera. En Tékkland býður upp á svo margt fleira að sjá og skoða. Þar eru til að mynda 4 þjóðgarðar, sem hver um sig veita aðgang að einstakri náttúrufegurð. Þetta eru Krkonoše National Park, Šumava National Park, Bavarian Forest National Park og Podyjí National Park. Tékkar elska góðar gönguleiðir og nánast alls staðar í sveitum landsins er að finna skipulagða og vel merkta göngustíga.
Hið svokallaða Macocha Abyss, nálægt borginni Brno er gríðarmikið jarðsig, þar sem finna má stórt hellakerfi og neðanjarðarfljót. Óvenjulegar bergmyndanir og risahella eins og þessa má finna víða um landið.
Ef áhugi er á gömlum byggingum þá skipta sögulegir kastalar og hallir fyrri alda hundruðum. Og það þarf ekki að fara langt, til dæmis má nefna Karlštejn kastalann sem staðsettur er við bakka Vltava árinnar, rétt fyrir utan Prag, og laðar að sér forvitna ferðamenn með sínum stórbrotna gotneska arkitektúr.
Fyrir þau sem vilja kynna sér aðrar borgir og þéttbýli, má af handahófi nefna Telč, sem er fullkomlega varðveittur bær frá endurreisnartímanum, umkringdur sérlega fallegum stöðuvötnum. Korlovy Vary er sömuleiðis staður með fornan uppruna og vinsæll heilsulindarbær, Kutná Hora er miðaldarbær og á lista Heimsminjaskrár UNESCO og Pilsen (Plzeň) er heimaborg Pilsner Urquell bjórsins vinsæla.
Matur er manns og konu gaman
Hefðbundinn tékkneskur matur er mjög girnilegur, en nokkuð þungur. Þetta eru matarmiklar súpur, kjötmeti og súrkál, og hin saðsamasta máltíð. Með tímanum hefur léttari matargerð þó rutt sér til rúms og yngri kynslóðir velja miklu frekar meira af grænmeti og leggja áherslu á hollari fæðu. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að fátt fer betur með frábærum tékkenskum bjór en hinir gömlu hefðbundnu réttir; kröftug súpa, svínakjöt, önd eða gæs, matreitt upp á gamla mátann.
Það er sagt að Tékkar ranghvolfi augum þegar þeir heyra Þjóðverja og Belga státa sig af bjórunum sínum, því Tékkum finnst sinn bjór bestur af öllum. Reyndar sýna kannanir að tékkneska þjóðin drekkur mest af bjór í heiminum öllum, eða um 160 lítra á mann á ári! Hvað sem öllum samanburði eins og þessum líður, getum við fyllilega mælt með að fara á notalega tékkneska krá í kvöldmat og bjór. Þar er tímanum sannarlega vel varið.
Radisson Blu Hotel Prague er staðsett á milli gamla bæjarins í Prag og nýja bæjarins, 300 metrum frá Wenceslas-torginu og í 2 mínútna göngufjarlægð frá Karlovo namesti-neðanjarðarlestarstöðinni. Hótelið býður upp á veitingastað og líkamsræktaraðstöðu. Hótelið er í 4 samliggjandi, sögulegum byggingum. Hótelið hefur farið í gegnum mikla endurnýjun árið 2019 þar sem öll almenningssvæði, herbergi og svítur, veitingastaður, bar og fundarherbergi voru endurnýjuð að fullu.
Hægt er að skoða heimasíðu hótels hér.