Ókeypis skemmtiatriði - Tripical

Ókeypis skemmtiatriði

Skemmtitékkinn

Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni. *Til að velja suma skemmtikrafta þurfa hópar að vera stærri.

Skoða hópferðir Tripical Hérna

Hvernig ætlar þú að leysa út þinn skemmtitékka?

add
DJ Dóra Júlia

Einn vinsælasti partý-DJ landsins, keyrir upp klikkaða stemmingu og dansæði.

add
Sigga Kling

Hinn óborganlegi gleðigjafi býður upp á bingópartý eða uppistand og spámennsku.

add
Salka Sól

Það verður engin svikinn af því að fá þessa hæfileikaríku og geislandi leik- og söngkonu með í fjörið.

Bjarni Ara

Látúnsbarkinn og sjarmatröllið okkar allra syngur og skemmtir eins og honum er einum lagið.

KK

Okkar ástsæli KK er einfaldlega goðsögn í lifandi lífi og á margar af lagaperlunum sem við öll getum sungið með.

add
Kalli Örvars

Kalli býður upp á sínar þjóðþekktu eftirhermur, uppistand og söng. Hrikalega fyndið stöff!

add
Bjarni Töframaður

Uppistandari, töframaður, veislustjóri, söngvari, DJ... bara nefna það, hann fer á kostum.

add
Hjálmar Örn

Hjálmar mætir með sitt víðfræga Pub Quiz og óborganleg gamanmál. *Hópar þurfa að vera 150 eða fleiri til að velja Hjálmar.

add
Hebbi Guðmundsson

Þennan þarf ekkert að kynna frekar - hinn eini sanni Herbert Guðmunsson! “You cant walk away!”

add
Rikki G.

Einn allra vinsælasti veislustjóri og DJ landsins. Yfir 15 ára reynsla á fremsta sviðinu.

add
Helga Braga

Hún klikkar bara ekki og kemur öllum í svo gott skap að fólk hlær í marga daga eftir hennar uppistand.

Hreimur

Hreimur er snillingur í að ná öllum með í söng og gleði. Svo er hann líka svo skemmtilegur og algjör dúlla!

Gunni Óla

Söngvari hljómsveitarinnar Skítamórall og tekur Skímólögin öll eins og þau leggja sig ásamt vel völdum slögörum.

DJ Atli

Reynslubolti með nokkur þúsund DJ gigg í reynslubankanum, hefur spilað á mörgum árshátíðum og starfsmannapartýum.

DJ Danni Deluxe

Frábær DJ sem rýfur upp stemminguna! DJ Danni Deluxe er maðurinn til að mæta og keyra partyið í gang.

Guðrún Árný

Guðrún Árný hefur stimplað sig inn með sínum marg frægu söngkvöldum. Tónlistarupplifun sem skilur eftir sig bros á vör og lúin raddbönd.

add
Friðrik Agni

Dansari og skemmtikraftur með margra ára reynslu í veislustýra og skemmta. Viltu Bollywood veislu, arabískt partý, Alpafjör, Carnival eða Diskó?

Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs

Hjónin Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs eru heildarpakkinn, tónlistaratriði & veislustjórn - svo eru þau líka fáránlega skemmtileg

Stebbi Jak og Kristín Sif

Gera góða veislu enþá betri með frábærri veislustjórn, gríni, söng og skemmtun. Stebbi Jak er án efa einn besti söngvari/gítarleikari landsins og Kristín hækkar í gleðinni í veislunni þinni!