Hér finnurðu frábæra blöndu af gömlu og nýju, hér er haf, hér eru vötn, skógar og óspillt náttúra. Í Lettlandi eru margir smærri bæir en aðeins ein raunveruleg borg, Riga, höfuðborg landsins.
Á yfirborðinu virðist Riga tiltölulega róleg borg, en ef dýpra er kafað má finna fjölbreytta bari, nútímalistasöfn og fleiri áhugaverða staði. Þá má ekki gleyma veitingastöðunum, sem eru margir hverjir á heimsmælikvarða og bjóða upp á rétti á afar sanngjörnu verði. Borgin er því tilvalinn áfangastaður fyrir hvern þann sem hefur yndi af að njóta ljúffengra veitinga í fögru umhverfi.
Ríga er mikil dekurborg, þekkt meðal annars fyrir magnaðar fegurðarmeðferðir sem finna má á hinum ýmsu snyrtistofum borgarinnar. Og svo er nauðsynlegt að prófa klassískt lettneskt bað! Á meðan aðrar þjóðir taka baðmenningu sína alvarlega, kemst engin á sama stað og Lettar, sem halda fast í fornar hefðir og saunaferðir eru þeim sem heilög stund. Svo má einnig finna skemmtileg bjórböð. Lettar eru mikil bjórþjóð, en þeir láta sér ekki nægja að drekka hann sér til ánægju, þar er einnig vinsælt að baða sig upp úr honum.
Ef þú vilt aðeins komast út fyrir borgina er Riga í stuttri akstursfjarlægð frá bænum Jūrmala (49.000 íbúar), sem hefur að geyma töfrandi hvítar strendur. Ef þú ert hins vegar ekki fyrir sjó og strendur, þá má finna dásamlega óspillta bláberjaskóga rétt utan við borgarmörkin.
Í Lettlandi er mikið og fjölskrúðugt menningarlíf, og Lettar státa sig af því að vera nefndir mesta menningarþjóð af öllum nágrannalöndunum sínum. Því til sönnunar má finna afar fjölbreyttar hátíðir og viðburði í borginni allt árið um kring. Einnig má finna ýmis söfn um sögu lands og þjóðar en Lettar fengu sinn skerf af hörmungum í seinni heimstyrjöldinni, þegar um 14% þjóðarinnar lét lífið.
Fyrir áhugasama um arkitektúr má nefna að Ríga upplifði gullöldina sína í byggingarlist snemma á 20. öld þegar Art Nouveau stíllinn var að komast í tísku, því má finna mikið af byggingum í þeim anda í borginni.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Þessi lýsing á Lettlandi er ekki fjarri lagi. Höfuðborgin Riga er í raun eina borg landsins. 54% af landinu eru skóglendi með nærri 12.000 ám, 3.000 stöðuvötnum og fjölmörgum þjóðgörðum. Lettland er réttnefnd náttúruparadís, Lettar leggja mikla rækt við umhverfið og þar ríkja skýr náttúruverndarlög sem koma í veg fyrir óþarfa átroðning. Hér er víðáttan mikil, og svipað og við þekkjum hér á landi eru íbúar vanir góðu persónulegu rými. Kannski er þetta ástæðan fyrir því að þótt Lettar séu afar vinaleg og hlýleg þjóð, eru þau ekki mikið fyrir óþarfa knús og kjass. Bara pæling.
Í um 20 mínútna fjarlægð frá Ríga er afar fín strandlengja, Jūrmala, sem er tilvalinn staður fyrir góða slökun við sjóinn. Á svæðinu í kring má finna spa, nuddstofur og jafnvel drulluböð! Ströndin er skemmtileg að því leyti að við hana liggur fallegur skógur, svo auðvelt er að sameina sólböð og sandkastalasmíði, ásamt hressandi göngu milli hárra trjáa og grænna grunda. Við mælum hiklaust með þessu.
Einstök blanda af nýju og gömlu. Í Riga er mikið af grjóti, en borgin er að stóru leyti, bæði hús, götur og torg, fagurlega byggð úr grjóti. Riga hefur á sér rólegt yfirbragð, en ef kafað er ögn dýpra birtist glaðlegt mannlíf, fjörugir barir og skemmtistaðir. Ekki má heldur gleyma að í borginni eru heimsklassa veitingastaðir, þar sem hægt er að fá dýrindis rétti á mjög sanngjörnu verði. Ef þú elskar góðan mat, gerðu svo vel og borðaðu á þig gat!
Riga er þekkt fyrir heilsulindir sínar, sem hver um sig bjóða upp á ýmsar leiðir til að njóta afslöppunar og dekurs. Við mælum einnig með heimsókn í klassískt lettneskt baðhús. Þá má nefna að Lettar eru mikil bjórþjóð, og nýta þann eðaldrykk ekki bara til drykkju. Í Riga geturðu skellt þér í fínasta bjórbað!
Ef hugur þinn leitar út fyrir borgarmörkin Ríga, og þú ert ekki endilega stemmd/-ur fyrir hvítum ströndum Jūrmala, þá finnurðu líka, rétt fyrir utan borgina, fallegt gróðurlendi og skóga með einstöku göngusvæði.
Lettland er mikið menningarland. Þar eru fjölmörg söfn, auk þess sem hinar ýmsu hátíðir og listviðburðir eru á dagskrá allt árið um kring. Ríga upplifði gullöld sína snemma á 20. öld, þegar Art Nouveau arkitektúr komst í tísku, og mikið er af byggingum í þeim stíl fyrir áhugasama um arkitektúr.
Staðsett alveg í miðju hins sögulega svæðis Riga. Pullman Riga Old Town er rekið í fyrrum sjálfs Baron Munchausen frá 18. öld.
Gestir fá þetta glæsilega útsýni yfir Bastej-garðinn á meðan þeir slaka á í sundlauginni, líkamsræktinni og gufubaðinu.
Dómkirkjutorg Ríga er í 300 metra fjarlægð ásamt því að vera nálægt flestu öðru merkilegu sem finna má í Ríga.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hótel í hjarta gamla bæjarins.
Herbergi með klassískri nútímalegri hönnun og skreytt í ljósum litum. Sum herbergin bjóða upp á ókeypis aðgang að heilsulindinni, þar á meðal heitum potti, sundlaug og gufubaði.
Lettneska Óperuhúsið er nálægt, sem og háskóla Lettlands. Ekki má gleyma því að Origo verslunarmiðstöðin er í göngufjarlægð frá hótelinu.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Staðsett á skemmtilegum stað, nánast á járnbrautastöðinni. Þarna eru nútímaleg herbergi þrátt fyrir að byggingin sé frá árinnu 1895.
Í nálægð við hótelið er að finna allt það helsta sem hugurinn girnist. Hótelið er sagt vera frábær kostur fyrir ferðamenn sem hafa áhuga á veitingastöðum, sögu og mat!
Sjáðu meira um hótelið hér.