Skip to content
  • Umsagnir
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Umsagnir
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Um áfangastað
  • Hótelin okkar

Hópferð til Barcelona

Lengd ferðar:
2 nætur
Gjaldmiðill:
Evra

Draumkennd byggingalist

Barcelona er stærsta borg Katalóníu og næststærsta borg Spánar. Hún tilheyrði fyrr á öldum meðal annars Rómaveldi, en einnig öðrum ríkjum, áður en að hún öðlaðist sjálfstæði. Þetta skýrir mismunandi byggingarstílinn sem þar er að finna, en borgin er afar fjölbreytileg hvað arkitektúr snertir. Í Barcelona má vissulega finna mikið af nútíma byggingalist en þar er líka mikið af ævagömlum og fornfrægum byggingum,  sem sumar hverjar standa sem einstakt listaverk út af fyrir sig.

Barcelona er því frábær staður fyrir ferðalanga sem hafa unun af því að rölta um og skoða mismunandi arkitektúr og upplifa um leið margvíslega menningarstrauma. Þar er einnig að finna skemmtilega útimarkaði og veitingastaði af ýmsum stærðum og gerðum, en eins og annars staðar á Spáni er hér mikið af litlum tapasbörum sem bjóða upp á hina þjóðlegu smárétti.

Saga í hverju skrefi

Turnar af gömlum hofum, aldagamlir veggir og steinarústir minna á hlutverk borgarinnar á hinum merku tímum Rómverja. Gotneska hverfið er um 1000 ára gamalt og víða má finna kirkjur allt frá 15. öld. Þú bara velur á hvaða tímum í sögunni þú vilt spóka þig um á.

Þá eru ónefnd verk hins stórmerka arkitekts Antoní Gaudí (1852-1926) en margar af hans sérstöku húsasmíðum má finna í Barcelona. Þekktust hlýtur að teljast hin stórbrotna kirkja Sagrada Família, en einnig er hin magnaða bygging Casa Batlló vel heimsóknarinnar virði.

Rambað um á Römblunni

Kjarni borgarinnar er í kringum Ciutat Vella, sem þýðir ,,gamla borgin“. Göngugötur Barcelona hafa löngum verið mjög vinsælar, frægust þeirra er La Rambla, rúmlega kílómetra löng og iðandi af skrautlegu mannlífi, staðsett í miðbænum og liggur frá Placa de Catalunia og alveg niður að strönd.

Sólþyrstir og strandasjúkir fá líka sitt

Hér er önnur skemmtileg ástæða til að sækja heim þessa miklu stórborg. Barcelona býður gestum sínum nefnilega, ofan á allt annað, upp á fallega og gyllta strandlengju, þar sem gott er að slaka á og safna í sig d-vítamín forða frá alltumlykjandi sumarsólinni. Strandlengjan er í heild um 4,5 km löng og þar skiptast svæði eftir stemmingu og stuðstigi. Barceloneta ströndin er einna vinsælust og mest sótt, en þeir sem vilja kanna fleiri möguleika geta skoðað þessa ágætu heimasíðu.

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Stórbrotnar byggingar
  • favorite
    Æðislegur miðbær
  • favorite
    Úrval af úrvals verslunum
  • favorite
    Dásamleg strönd

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka
  • 2 nætur á hóteli í miðbæ Barcelona
  • 20kg innritaður farangur
  • Morgunmatur
  • D-vítamín

Ekki innifalið

  • Sólarvörn – þú gætir þurft mikið af henni
  • Nudd á ströndinni – engar áhyggjur samt, þér verður pottþétt boðið ódýrt nudd þar
  • Lofthræðslumeðferð fyrir þá sem heimsækja Sagrada Família kirkjuna

Vinsælasta safn Barcelona er fótboltasafn!

Skemmtileg staðreynd um Barcelona

Árið 2011 var FC Barcelona safnið á Camp Nou ekki aðeins mest sótta safn borgarinnar, heldur þriðja vinsælasta safn á Spáni, með 1.629.990 gesti á hverju ári.

Safnið var stofnað árið 1899 af svissneskum, breskum, spænskum og katalónskum fótboltaáhugamönnum.

FC Barcelona er óumdeilanlega eitt af allra vinsælustu knattspyrnuliðum heimsins í dag.

.

Spánn

Spánn

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 46.733.038
  • Stærð að flatamáli: 505,990 km²
  • Opinbert Tungumál: Spænska
  • Gjaldmiðill:  Evra
  • Hitastig: 7°-35°
  • Tímabelti: 1-2 tímum á undan Íslandi

Spánn er merkilegt land sem hefur margt að bjóða. Þar er fjöldi borga, hver með sín einkenni, sem vert er að kynna sér og skoða. Við strendurnar er svo auðvitað fjöldinn allur af skemmtilegum áfangastöðum sem sérhæfa sig í að gera vel við þá sem vilja bara eyða kærkomnu fríi í sól og sælu, og sem mestu af báðu.

Spánverjar eru miklir tjillmeistarar. Þar er ekki vinsælt að fara framúr sér í stressi, enda er bara of heitt yfir miðjan daginn til að vera á einhverjum yfirsnúningi, og þess vegna taka þeir sína alþekktu ,,siestu“. Þeir láta þó ekki þar við sitja. Þeir eru mjög trúaðir, hafa marga dýrlinga sem þeir heita á og fara reglulega í nokkra daga frí til að halda upp á hina og þessa viðburði sem tengjast trúnni. Hér er sko unnið til að lifa og njóta – alls ekki öfugt.

Spánverjar borða fjölbreyttan og góðan mat, mikið af hráefninu rækta þeir sjálfir og því er spænskur matur oftast brakandi ferskur. Sem dæmi um mat sem ræktaður er má nefna ólífur og ólífuolíu, flestar tegundir ávexta og grænmetis og mikið af kjöti. Þeir hafa mjög gaman að því að elda stórar og flottar máltíðir, sitja lengi að snæðingi og gefa sér góðan tíma í hverja máltíð. Það er því mjög gaman (og ekki síður lærdómsríkt) að kynnast matarmenningu Spánverja.

Hótelin okkar

  • add NH Collection Barcelona Gran Hotel Calderón 5 ????

    NH Collection Barcelona Gran Hotel Calderón *****

    Glæsilegt 5 stjörnu hótel, á mjög góðum stað í miðbæ Barcelona. Flott þaksundlaug trónir efst á hótelinu og er opin allt árið.

    Öll herbergi hlaðin þægindum, eins og flatskjá, frítt wi-fi, nespresso kaffivél, flottu baðherbergi og hárblásara.

    Sjáðu meira um hótelið hér.

  • add Iberostar Paseo de Gracia 4 ????

    Iberostar Paseo de Gracia ****

    Hótelið er staðsett miðsvæðis. Nýtískuleg hönnun, og á þakinu  er bar og sundlaug með útsýni yfir borgina.

    Stór og rúmgóð herbergi, öll með flatskjá, frítt wi-fi, flott baðherbergi og hárblásara.

    La Rambla er í um 2 mínútna göngfjarlægð frá hótelinu.

    Sjáðu meira um hótelið hér.

  • add Chi 3 ????

    Chi ***

    Chi hótel er eitt vinsælasta hótel Barcelona. Frábær staðsetning,  nýleg herbergi sem innihalda flatskjá, frítt wi-fi, flott baðherbergi og hárblásara.

    Sjáðu meira um hótelið hér.

Verð frá 129.990 kr.

Fyrirspurn um ferð

Tripical Ísland ehf

Fiskislóð 31d, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

+354 519 8900

hallo@tripical.is

Gott að vita

Skilmálar

Persónuverndarstefna

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Bandaríkin
  • Búlgaría
  • Grikkland
  • Indland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Kúba
  • Kýpur
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Norður Makedónía
  • Pólland
  • Skotland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Srí Lanka
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT