Barcelona er stærsta borg Katalóníu og næststærsta borg Spánar. Hún tilheyrði fyrr á öldum meðal annars Rómaveldi, en einnig öðrum ríkjum, áður en að hún öðlaðist sjálfstæði. Þetta skýrir mismunandi byggingarstílinn sem þar er að finna, en borgin er afar fjölbreytileg hvað arkitektúr snertir. Í Barcelona má vissulega finna mikið af nútíma byggingalist en þar er líka mikið af ævagömlum og fornfrægum byggingum, sem sumar hverjar standa sem einstakt listaverk út af fyrir sig.
Barcelona er því frábær staður fyrir ferðalanga sem hafa unun af því að rölta um og skoða mismunandi arkitektúr og upplifa um leið margvíslega menningarstrauma. Þar er einnig að finna skemmtilega útimarkaði og veitingastaði af ýmsum stærðum og gerðum, en eins og annars staðar á Spáni er hér mikið af litlum tapasbörum sem bjóða upp á hina þjóðlegu smárétti.
Turnar af gömlum hofum, aldagamlir veggir og steinarústir minna á hlutverk borgarinnar á hinum merku tímum Rómverja. Gotneska hverfið er um 1000 ára gamalt og víða má finna kirkjur allt frá 15. öld. Þú bara velur á hvaða tímum í sögunni þú vilt spóka þig um á.
Þá eru ónefnd verk hins stórmerka arkitekts Antoní Gaudí (1852-1926) en margar af hans sérstöku húsasmíðum má finna í Barcelona. Þekktust hlýtur að teljast hin stórbrotna kirkja Sagrada Família, en einnig er hin magnaða bygging Casa Batlló vel heimsóknarinnar virði.
Kjarni borgarinnar er í kringum Ciutat Vella, sem þýðir ,,gamla borgin“. Göngugötur Barcelona hafa löngum verið mjög vinsælar, frægust þeirra er La Rambla, rúmlega kílómetra löng og iðandi af skrautlegu mannlífi, staðsett í miðbænum og liggur frá Placa de Catalunia og alveg niður að strönd.
Hér er önnur skemmtileg ástæða til að sækja heim þessa miklu stórborg. Barcelona býður gestum sínum nefnilega, ofan á allt annað, upp á fallega og gyllta strandlengju, þar sem gott er að slaka á og safna í sig d-vítamín forða frá alltumlykjandi sumarsólinni. Strandlengjan er í heild um 4,5 km löng og þar skiptast svæði eftir stemmingu og stuðstigi. Barceloneta ströndin er einna vinsælust og mest sótt, en þeir sem vilja kanna fleiri möguleika geta skoðað þessa ágætu heimasíðu.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Spánn hefur um árabil verið eitt vinsælasta land Evrópu meðal ferðafólks og þangað drífur að mikill fjöldi gesta alls staðar úr heiminum allan ársins hring. Ástæðan er langt frá því að vera ,,af því bara“ – á Spáni er svo margt að sjá og upplifa, fjölbreytileiki landsins er gríðarlegur, auk þess sem þar er auðvitað nóg til af því sem allir elska og þrá, nefnilega sól og blíðu!
Konungsríkið Spánn telur um 46 milljónir íbúa. Það er um það bil 5 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og staðsett á Íberíuskaga (stundum nefndur Pýreneaskagi) syðst í Evrópu, með landamæri að Portúgal til vesturs og Frakklands og smáríkisins Andorra til norðurs. Löng austurströnd landsins snýr að Miðjarjarðahafi, og syðsti oddi Spánar er um leið syðsti oddi meginlands Evrópu.
Æðislegar strendur, eldhresst næturlíf, sprúðlandi fjölmenning og borgir með afar áhugaverðan bakgrunn og sögu, og stórbrotnar byggingar því til sönnunar – allt þetta hefurðu á Spáni. En landið býr einnig yfir miklum fjölbreytileika í landfræðilegum skilningi, enda æði stórt og mikið. Þar hefurðu fjöll og snjó í norðri, risavaxin mýrlendi og sandflæmi í suðri. Sumrin eru vissulega háannatími í ferðaiðnaði landsins, en þeir sem heldur kjósa minna fjölmenni eða vetrarferðir hafa sannarlega úr mörgu að moða.
Á Spáni eru margar fallegar og spennandi borgir. Fyrst má nefna þær þekktustu, höfuðborgina Madrid með sínum heillandi arkitektúr, fjölbreyttu söfnum og sýningum, og hina mögnuðu Barcelona með sín fjölmörgu ólíku hverfi, stórbrotnu byggingar, blómstrandi menningarlíf, iðandi næturlíf og fyrirtaks sólbaðsstrendur. En þá er langt í frá allt upptalið, því hér höfum við líka borgir eins og Sevilla, Valencia, Granada og Bilbao og fleiri, allt staðir með sína einstöku sérstöðu sem fyllilega má mæla með. Þess utan eru svo minni bæir og þorp, við ströndina eða uppi á landi, sem með sjarma sínum og fegurð draga til sín sólþyrsta gesti í leit að afslöppun og ánægju.
Glæsilegt 5 stjörnu hótel, á mjög góðum stað í miðbæ Barcelona. Flott þaksundlaug trónir efst á hótelinu og er opin allt árið.
Öll herbergi hlaðin þægindum, eins og flatskjá, frítt wi-fi, nespresso kaffivél, flottu baðherbergi og hárblásara.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hótelið er staðsett miðsvæðis. Nýtískuleg hönnun, og á þakinu er bar og sundlaug með útsýni yfir borgina.
Stór og rúmgóð herbergi, öll með flatskjá, frítt wi-fi, flott baðherbergi og hárblásara.
La Rambla er í um 2 mínútna göngfjarlægð frá hótelinu.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Chi hótel er eitt vinsælasta hótel Barcelona. Frábær staðsetning, nýleg herbergi sem innihalda flatskjá, frítt wi-fi, flott baðherbergi og hárblásara.
Sjáðu meira um hótelið hér.