Um Tripical

Við urðum til árið 2015, þó svo að hugmyndin um okkur hafi verið til lengur. Með nýjum áfangastöðum, öðruvísi ferðalögum og ferskri nálgun á ferðaþjónustu bjóðum við Íslendingum að upplifa eitthvað alveg nýtt. Í dag erum við ekki mörg sem störfum hér en við höfum vaxið hratt og örugglega síðan við byrjuðum. Við bjóðum ævintýraförum okkar upp á góða og persónulega þjónustu, með megin áherslu á að setja upp ævintýraferðir, hreyfiferðir og hópaferðir fyrir fjölskyldur, fyrirtæki og skólahópa

Tripical sérhæfir sig aðallega í hópaferðum. Hópaferðir Tripical eru fyrir 10 manns eða fleiri.

Það eiga allir sína drauma, þeir eru bara misstórir. Tripical er ung og fersk ferðaskrifstofa sem hjálpar ævintýragjörnum ferðalöngum að láta drauma sína rætast, sama hver stærðargráðan er. Tripical útfærir og skipuleggur ferðir fyrir þá sem njóta þess að fara á nýja staði, kynnast annars konar menningu, smakka nýjan mat og upplifa annað umhverfi. Við erum í raun bara með eitt markmið: að gera ferðalagið þitt að ógleymanlegu ævintýri.

Á tímum hnattvæðingar verður heimurinn sífellt minni og minni og það verður stöðugt einfaldara að ferðast. Stundum snýst þetta bara um að kýla á hlutina, hoppa upp í vél og halda á vit ævintýranna. Við hjá Tripical erum ævintýragjörn, uppátækjasöm og við elskum að ferðast. Við viljum nálgast íslenska ferðaþjónustu á alveg nýjan hátt og hjálpa fólki að láta alla sína villtustu ferðadrauma rætast. Þess vegna erum við svo miklu meira en bara ferðaskrifstofa, við erum ævintýramiðlun.

Hafir þú áhuga á ótrúlegri lífsreynslu og að skapa minningar sem endast hafðu þá samband við okkur og við setjum saman draumaferðina. Þú getur sent okkur skilaboð, hringt í okkur eða komið við á skrifstofum okkar í Borgartúni 8.

Starfsfólk

Viktor Hagalín

519 8905

Elísabet Agnarsdóttir

519 8902

Styrmir Elí Ingólfsson

519 8904

Víkingur Kristjánsson

519 8909

Petra Dögg Þórðardóttir

519 8900

Mira Mihaylova

519 8900

Margrét Guðmundsdóttir

519 8900

Auður Kristín Ebenezersdóttir

519 8900

Nala skrifstofuhundurinn

519 8902

Gunnlaugur V. Guðmundsson

519 8900

Höfuðstöðvar

Tripical / THOMSEN TRAVEL

Borgartúni 8, 108 Reykjavík

+354 519 8900

hello@tripical.is

Hafðu samband