Skip to content
  • Umsagnir
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Umsagnir
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Hótel

Hópferð til Haag

Lengd ferðar:
3 dagar / 2 nætur

Hér höfum við hrífandi borg, skreytta gömlum og heillandi hverfum, stórbrotnum byggingum og fjölskrúðugum almenningsgörðum. Þetta er staður sem blómstrar af líflegri menningu, skemmtun og gleði. Hollenska þingið hefur hér aðsetur, sem og Hollandskonungur, Willem-Alexander. Haag er líka þekkt sem dómstólaborg heimsins, þar eru starfræktir Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna (ICJ),  Alþjóða glæpadómstóllinn (ICC), ásamt fjölda annarra alþjóðlegra stofnanna. Haag er þriðja stærsta borg Hollands og þar búa um 500.000 manns, en 700.000 sé héraðið allt tekið með. Ferðamannaiðnaðurinn hefur sótt mikið í sig veðrið síðustu ár, og sífellt fleiri leggja leið sína þangað, enda býr borgin yfir miklum þokka og fegurð.

Haag er í ýmsu ólík stóru systur sinni Amsterdam, sem og öðrum hollenskum borgum. Hún er af mörgum talin sú virðulegasta í landinu. Í stað hinna dæmigerðu endurreisnarhúsa frá 17. öld sem algeng eru í landinu, standa þar 18. aldar stórhýsi í barrok- og klassískum stíl. Í hjarta borgarinnar má finna mikið af sögulegum byggingum frá miðöldum og endurreisnartímanum. Rétt fyrir utan miðbæinn eru svo gríðarlega falleg hverfi í art nouveau stíl. Alls staðar eru svo hugguleg kaffihús og veitingastaðir, breiðar verslunargötur og síðast en ekki síst, gyllt sandströndin að Norðursjó.
Af nægu er að taka í afþreyingu fyrir forvitna og gleðiþyrsta gesti. Elsta gata borgarinnar er Molenstraat, og hana er gaman að ganga og skoða. Til að fá gott útsýni yfir borgina má til dæmis nefna parísarhjólið The Pier Skyview. Einnig má gera sér glaðan dag á Scheweningen ströndinni, hvort sem er í sandi og sjó, eða á hinum fjölmörgu kaffihúsum og veitingastöðum í grenndinni. Bjórinn í borginni er auðvitað fyrsta flokks, við mælum með heimsókn í Kloosterbrouwerij Haagsche Broeder, sem er bjórbruggunarstöð staðsett í munkaklaustri.
Þú getur farið í hressandi spíttbátareisu fyrir utan ströndina, leigt þér hjól og skoðað borgina, farið á einn af stærstu útimörkuðum Evrópu, De Haagse Markt, litið inn á söfn, skoðað gamlar glæsilegar byggingar, og fleira og fleira. Góða skemmtun og gangi þér allt í Haag!

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Fallegar byggingar
  • favorite
    Æðislegur miðbær
  • favorite
    Hávaxnir Hollendingar
  • favorite
    Góður matur

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka með Play
  • Rútur til og frá flugvelli og á áfangastaði
  • 3 nætur á 4-5* hóteli með morgunverði
  • 20 kg innritaður farangur og 8 kg í handfarangur
  • Fararstjórn fyrir hópa stærri en 30 manns

Ekki innifalið

  • Hádegis- eða kvöldverður

Hótelið okkar

  • add Novotel Den Haag World Forum ****

    Novotel Den Haag World Forum er staðsett fyrir ofan World Forum (hollensku ráðstefnumiðstöðina). Auðvelt er að komast á ströndina í Scheveningen og miðbæ Den Haag með almenningssamgöngum.

    Hótelið býður upp á herbergi sem eru þægileg og búin te- og kaffiaðstöðu, minibar, sjónvarpi, síma og tengingu í gegnum mótald.Boðið er upp á takmarkað úrval af heitum réttum á barnum á milli klukkan 17:00 og 22:00. Veitingastaðurinn er eingöngu opinn fyrir morgunverð. Gegn aukagjaldi geta gesti einnig nýtt sér vellíðunaraðstöðuna á hótelinu en þar er að finna gufubað og líkamsræktaraðstöðu. Nuddmeðferðir eru einnig í boði.

    De Fred, fræg verslunargata, er í innan við 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Amsterdam Schiphol-flugvöllurinn er í aðeins 40 mínútna fjarlægð frá hótelinu.

    Sjáðu meira um hótelið hér.

Verð frá 126.990 kr.

Fyrirspurn um ferð

Tripical Ísland ehf

Fiskislóð 31d, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

+354 519 8900

hallo@tripical.is

Gott að vita

Skilmálar

Persónuverndarstefna

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Bandaríkin
  • Búlgaría
  • Grikkland
  • Indland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Kúba
  • Kýpur
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Norður Makedónía
  • Pólland
  • Skotland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Srí Lanka
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT