Hér höfum við hrífandi borg, skreytta gömlum og heillandi hverfum, stórbrotnum byggingum og fjölskrúðugum almenningsgörðum. Þetta er staður sem blómstrar af líflegri menningu, skemmtun og gleði. Hollenska þingið hefur hér aðsetur, sem og Hollandskonungur, Willem-Alexander. Haag er líka þekkt sem dómstólaborg heimsins, þar eru starfræktir Alþjóðadómstóll Sameinuðu þjóðanna (ICJ), Alþjóða glæpadómstóllinn (ICC), ásamt fjölda annarra alþjóðlegra stofnanna. Haag er þriðja stærsta borg Hollands og þar búa um 500.000 manns, en 700.000 sé héraðið allt tekið með. Ferðamannaiðnaðurinn hefur sótt mikið í sig veðrið síðustu ár, og sífellt fleiri leggja leið sína þangað, enda býr borgin yfir miklum þokka og fegurð.
Novotel Den Haag World Forum er staðsett fyrir ofan World Forum (hollensku ráðstefnumiðstöðina). Auðvelt er að komast á ströndina í Scheveningen og miðbæ Den Haag með almenningssamgöngum.
Hótelið býður upp á herbergi sem eru þægileg og búin te- og kaffiaðstöðu, minibar, sjónvarpi, síma og tengingu í gegnum mótald.Boðið er upp á takmarkað úrval af heitum réttum á barnum á milli klukkan 17:00 og 22:00. Veitingastaðurinn er eingöngu opinn fyrir morgunverð. Gegn aukagjaldi geta gesti einnig nýtt sér vellíðunaraðstöðuna á hótelinu en þar er að finna gufubað og líkamsræktaraðstöðu. Nuddmeðferðir eru einnig í boði.
De Fred, fræg verslunargata, er í innan við 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Amsterdam Schiphol-flugvöllurinn er í aðeins 40 mínútna fjarlægð frá hótelinu.
Sjáðu meira um hótelið hér.