Spánn - Tripical

Spánn

Sjá myndir

Spánn

Y Viva España!

Spánn hefur um árabil verið eitt vinsælasta land Evrópu meðal ferðafólks og þangað drífur að mikill fjöldi gesta alls staðar úr heiminum allan ársins hring. Ástæðan er langt frá því að vera ,,af því bara“ – á Spáni er svo margt að sjá og upplifa, fjölbreytileiki landsins er gríðarlegur, auk þess sem þar er auðvitað nóg til af því sem allir elska og þrá, nefnilega sól og blíðu!

Konungsríkið Spánn telur um 46 milljónir íbúa. Það er um það bil 5 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og staðsett á Íberíuskaga (stundum nefndur Pýreneaskagi) syðst í Evrópu, með landamæri að Portúgal til vesturs og Frakklands og smáríkisins Andorra til norðurs. Löng austurströnd landsins snýr að Miðjarjarðahafi, og syðsti oddi Spánar er um leið syðsti oddi meginlands Evrópu.

sitges spánn

Æðislegar strendur, eldhresst næturlíf, sprúðlandi fjölmenning og borgir með afar áhugaverðan bakgrunn og sögu, og stórbrotnar byggingar því til sönnunar – allt þetta hefurðu á Spáni. En landið býr einnig yfir miklum fjölbreytileika í landfræðilegum skilningi, enda æði stórt og mikið. Þar hefurðu fjöll og snjó í norðri, risavaxin mýrlendi og sandflæmi í suðri. Sumrin eru vissulega háannatími í ferðaiðnaði landsins, en þeir sem heldur kjósa minna fjölmenni eða vetrarferðir hafa sannarlega úr mörgu að moða.

Á Spáni eru margar fallegar og spennandi borgir. Fyrst má nefna þær þekktustu, höfuðborgina Madrid með sínum heillandi arkitektúr, fjölbreyttu söfnum og sýningum, og hina mögnuðu Barcelona með sín fjölmörgu ólíku hverfi, stórbrotnu byggingar, blómstrandi menningarlíf, iðandi næturlíf og fyrirtaks sólbaðsstrendur. En þá er langt í frá allt upptalið, því hér höfum við líka borgir eins og Sevilla, Valencia, Granada og Bilbao og fleiri, allt staðir með sína einstöku sérstöðu sem fyllilega má mæla með. Þess utan eru svo minni bæir og þorp, við ströndina eða uppi á landi, sem með sjarma sínum og fegurð draga til sín sólþyrsta gesti í leit að afslöppun og ánægju.

Spánn

Hópferð til Alicante

Alicante er lítil og sjarmerandi borg, staðsett á austurströnd Spánar og þekkt fyrir fallegar strendur, ríka sögu og fjörmikið mannlíf. Þar búa um 340.000 manns. Rætur borgarinnar ná langt aftur í aldir, hér bjuggu Fönikíumenn árþúsundum fyrir Krist, og eftir...
Spánn

Hópferð til Tenerife

Tenerife klikkar ekki! Það þarf ekki að kynna þessa gleðiríku skemmtieyju fyrir Íslendingum. Allir vita af Tenerife, gott ef við fæðumst ekki hreinlega með það í blóði eða genum. Þó er ekki úr vegi að benda á og undirstrika hversu...
Spánn

Hópferð til Madrídar

Höfuðborg Spánar er töff og smart, og full af glamúr og elegans! Menningarsaga Madrid litast mikið af arfleifð spænska konungsveldisins, en borgin var frá upphafi miðpunktur þess. Því má þar finna sjálfa konungshöllina, sem og stórar og miklar byggingar frá...
Spánn

Útskriftarferð til Mallorca☀️

Við hjá Tripical erum iðandi í skinninu og á fleygiferð í undirbúningi að útskriftarferðapakkanum okkar. Bærinn sem verður farið til er Cala Ratjada! Hann er þekktur fyrir geggjaðar strendur, næturlíf og flotta veitingarstaði. Ef þú ert með spurningu fyrir þína útskriftarferð...
Spánn

Hópferð til Mallorca

Leiguflug fyrir 100 manns eða fleiri Mallorca (Mæjorka) hefur einhvern veginn alltaf verið í umræðunni þegar rætt er um sólarlandaferðir okkar Íslendinga, eins og nokkurs konar samheiti fyrir sólarlandastaði almennt. Ömmur og afar fóru með langömmu og langafa til Mæjorka...
Spánn

Hópferð til Bilbao

Leiguflug til Bilbao fyrir 100 manns eða fleiri Undursamlega Bilbao Í Bilbao blandast nútíð og fortíð svo skemmtilega saman að borgin hefur oftar en einu sinni hlotið verðlaun fyrir hönnun sína og skipulag. Þetta er sannarlega ein af áhugaverðustu borgum...
Spánn

Hópferð til Sitges

Fjölbreytileikanum fagnað í suðrænni paradís! Í aðeins 35 km fjarlægð, suð-vestur af Barcelona, stendur hin sólríka og sykursæta Sitges, með sínum girnilegu ströndum, eldheita næturlífi og frábæru festivölum.  Yndislegur staður! Í þessum dásemdar smábæ er fjölbreytileikanum fagnað með dansi og...
Spánn

Fræðsluferð til Barcelóna

Fræðsluferð til Barcelóna! Með sólbaðsstrendur og einstakan byggingarstíl frá fornum hofum til framúrstefnu Gaudí - Barcelóna er sannkölluð Miðjarðarhafsperla. Borg sem hefur dregið til sín fjölda listamanna vegna fegurðar sinnar og sérstöðu. Barcelóna býður upp á heimsklassa söfn, katalónska matseld, dans og...
Spánn

Hópferð til Barcelona

Draumkennd byggingalist Barcelona er stærsta borg Katalóníu og næststærsta borg Spánar. Hún tilheyrði fyrr á öldum meðal annars Rómaveldi, en einnig öðrum ríkjum, áður en að hún öðlaðist sjálfstæði. Þetta skýrir mismunandi byggingarstílinn sem þar er að finna, en borgin...