Hópferð til Sitges - Tripical
Skip to content
  • Umsagnir
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um okkur
  • Bæklingur 2026
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um okkur
  • Umsagnir
  • 👤 Mín bókun
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Um áfangastað
  • Hótelin okkar

Hópferð til Sitges

Lengd ferðar:
4 dagar / 3 nætur
Land:
Spánn
Gjaldmiðill:
Evra

Í aðeins 35 km fjarlægð, suð-vestur af Barcelona, stendur hin sólríka og sykursæta Sitges, með sínum girnilegu ströndum, eldheita næturlífi og frábæru festivölum.  Yndislegur staður!

Í þessum dásemdar smábæ er fjölbreytileikanum fagnað með dansi og tónlist hvenær sem færi gefst. Íbúar leggja stolt sitt og metnað í að bjóða alla hjartanlega velkomna, hvaðan úr heiminum sem fólk kemur, hvers kyns eða kynhneigðar sem það er. Hér eru allir vinir, og öllum áhyggjum og óþarfa leiðindum er góðfúslega vísað frá.

Litlir götustígar skera bæjarkjarnann þvers og kruss. Alls staðar eru litlar verslanir, skemmtilegir veitingastaðir og krár, þar sem auðvelt er að finna eitthvað við sitt hæfi, milli þess sem lagst er í gott sólbað á einni af þeim 13 ströndum sem tilheyra svæðinu.

Hátíðabær

Sitges er stundum nefnd Festivalabærinn. Árið um kring standa yfir hátíðir af ýmsu tagi. Þekktust er líklega Sitges Carnival, þar sem dans, skrautlegir búningar og sjóðheit suðræn stemming yfirtaka bæinn. Hér er líka árlega haldin alþjóðleg kvikmyndahátíð, kappaksturskeppnir, stórtónleikar, leiklistarhátíðir, ásamt öðrum minni hátíðum og listasýningum. Næturlífið er einstaklega fjörugt og gleðin óstöðvandi allt fram undir morgun.

Svo ótalmargt í boði

Saga bæjarins er aldargömul og margt áhugavert að skoða. Boðið er upp á skemmtilegar gönguferðir með leiðsögn. Við ströndina neðan við bæjarkjarnann stendur hin fallega Bartomeu kirkja frá 17. öld (Església de Sant Bartomeu i Santa Tecla) og setur tignarlegan svip á svæðið.  Í næsta nágrenni við Sitges má finna þó nokkuð af vínræktendum, og rétt að nefna vinsæla hjólreiðatúra til vínbænda sem hróðugir bjóða upp á smakk af framleiðslu sinni. Þá er sjálf Barcelona skammt undan og auðvelt að taka sér dagsferð þangað með lest. Síðast en ekki síst, og það mikilvægasta: Hér er svo gott að liggja í leti og slaka á, tana og njóta, borða, drekka, versla, elska!

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Vinalegt og áhyggjulaust andrúmsloft
  • favorite
    Dásamlegar strendur
  • favorite
    Bartomeu kirkjan
  • favorite
    Stórborgin Barcelona í næsta nágrenni

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka
  • 3 nætur á 4* hóteli
  • Rúta til og frá hóteli
  • 20kg innritaður farangur
  • Morgunmatur

Ekki innifalið

  • Leiðinda þrif
  • Áhyggjur af drykkjaverðum

Frítt skemmtiatriði með í ferðina!🎉

Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.

Skoða frítt skemmtiatriði!

Umsagnir fyrri hópa

Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!

Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:

Umsagnir fyrri hópa Tripical

Spánn

Y Viva España!

Spánn hefur um árabil verið eitt vinsælasta land Evrópu meðal ferðafólks og þangað drífur að mikill fjöldi gesta alls staðar úr heiminum allan ársins hring. Ástæðan er langt frá því að vera ,,af því bara“ – á Spáni er svo margt að sjá og upplifa, fjölbreytileiki landsins er gríðarlegur, auk þess sem þar er auðvitað nóg til af því sem allir elska og þrá, nefnilega sól og blíðu!

Konungsríkið Spánn telur um 46 milljónir íbúa. Það er um það bil 5 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og staðsett á Íberíuskaga (stundum nefndur Pýreneaskagi) syðst í Evrópu, með landamæri að Portúgal til vesturs og Frakklands og smáríkisins Andorra til norðurs. Löng austurströnd landsins snýr að Miðjarjarðahafi, og syðsti oddi Spánar er um leið syðsti oddi meginlands Evrópu.

sitges spánn

Æðislegar strendur, eldhresst næturlíf, sprúðlandi fjölmenning og borgir með afar áhugaverðan bakgrunn og sögu, og stórbrotnar byggingar því til sönnunar – allt þetta hefurðu á Spáni. En landið býr einnig yfir miklum fjölbreytileika í landfræðilegum skilningi, enda æði stórt og mikið. Þar hefurðu fjöll og snjó í norðri, risavaxin mýrlendi og sandflæmi í suðri. Sumrin eru vissulega háannatími í ferðaiðnaði landsins, en þeir sem heldur kjósa minna fjölmenni eða vetrarferðir hafa sannarlega úr mörgu að moða.

Á Spáni eru margar fallegar og spennandi borgir. Fyrst má nefna þær þekktustu, höfuðborgina Madrid með sínum heillandi arkitektúr, fjölbreyttu söfnum og sýningum, og hina mögnuðu Barcelona með sín fjölmörgu ólíku hverfi, stórbrotnu byggingar, blómstrandi menningarlíf, iðandi næturlíf og fyrirtaks sólbaðsstrendur. En þá er langt í frá allt upptalið, því hér höfum við líka borgir eins og Sevilla, Valencia, Granada og Bilbao og fleiri, allt staðir með sína einstöku sérstöðu sem fyllilega má mæla með. Þess utan eru svo minni bæir og þorp, við ströndina eða uppi á landi, sem með sjarma sínum og fegurð draga til sín sólþyrsta gesti í leit að afslöppun og ánægju.

Hótelin okkar

  • add Hotel MiM Sitges & Spa 4 Stjörnur
    Hotel MiM Sitges & Spa er aðeins 120 metrum frá Sitges-ströndinni og býður upp á heilsulind og árstíðabundna þaksundlaug. Stílhrein herbergin eru með nútímalegar innréttingar og sum bjóða upp á sjávarútsýni.
     
    Öll rúmgóðu herbergin á Hotel MiM Sitges & Spa eru með loftkælingu, sjónvarpi og minibar. Hótelið útvegar strandhandklæði gegn endurgreiðanlega tryggingu.
     
    Veitingastaður hótelsins býður upp á úrval af bæði staðbundinni og alþjóðlegri matargerð. Skybarinn á þakinu býður upp á sjávar- og fjallaútsýni.
     
    Heilsulind Hotel MiM Sitges & Spa býður upp á gufubað, eimbað, skynjunarsturtur, afþreyingarsundlaug og upphituð rúm sem þú getur fengið aðgang að með sérstökum afslætti.
     
    Það er 24 tíma líkamsræktarstöð með ókeypis aðgangi fyrir alla gesti.
     
    Sjáðu meira um hótelið hér.
  • add Hotel Calipolis 4 Stjörnur
    Calipolis er staðsett miðsvæðis í Sitges og við ströndina. Það býður upp á sólarhringsmóttöku, útisundlaug, líkamsræktarstöð, herbergi sem eru með loftkælingu og ókeypis WiFi.
    Herbergin á Calipolis eru glæsileg og þau státa af flatskjá og sérbaðherbergi með hárþurrku. 
    Boðið er upp á ókeypis afnot af sundlaugarhandklæðum.
    Veitingastaður hótelsins, Infinity Restaurant, býður upp á Miðjarðarhafsrétti við hliðina á sundlauginni. 
    Það er einnig bar til staðar og sumarverönd með útsýni yfir sjóinn og göngusvæðið.
    Hægt er að leigja hjól í móttökunni.
    Sjáðu meira um hótelið hér.
  • add Melia Sitges 4 Stjörnur
    Melia Sitges er staðsett á rólegu svæði í Sitges, í aðeins 3 mínútna göngufjarlægð frá Balmins- og Aiguadolç-ströndunum. Hótelið er með stílhreinum garði, útisundlaug og veitingastað með verönd.
    Meliá Sitges er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Aiguadolç-smábátahöfninni og í 15 mínútna göngufjarlægð frá líflega miðbænum. Lestarstöðin er í 20 mínútna göngufjarlægð en hún býður upp á tengingar við miðbæinn á aðeins 40 mínútum.
    Öll herbergin á Meliá eru með nútímalegum innréttingum í minimalíksum stíl og loftkælingu. Öll eru með koddaúrval og flatskjá með gervihnattarásum.
    Veitingastaðurinn Saffron Bistrot framreiðir Miðjarðarhafsrétti. Það er einnig til staðar glæsilegur kokkteilbar með nútímalegum sætum í garðinum.
    Sjáðu meira um hótelið hér.

Verð frá 149.990 kr.
(Á mann í tvíbýli)

Fyrirspurn um ferð

  • DD slash MM slash YYYY

Tripical Ísland ehf

Hólmaslóð 4, 4.hæð, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

Vsk nr. 142741

hallo@tripical.is

+354 519 8900

Gott að vita

Skilmálar

Persónuverndarstefna

Algengar spurningar

Hafa samband

Skemmtitékki

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Færeyjar
  • Grikkland
  • Holland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Króatía
  • Lettland
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Pólland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT