Lettland - Tripical

Lettland

Sjá myndir

Lettland

Borg í risastórum garði!

Þessi lýsing á Lettlandi er ekki fjarri lagi. Höfuðborgin Riga er í raun eina borg landsins. 54% af landinu eru skóglendi með nærri 12.000 ám, 3.000 stöðuvötnum og fjölmörgum þjóðgörðum. Lettland er réttnefnd náttúruparadís, Lettar leggja mikla rækt við umhverfið og þar ríkja skýr náttúruverndarlög sem koma í veg fyrir óþarfa átroðning. Hér er víðáttan mikil, og svipað og við þekkjum hér á landi eru íbúar vanir góðu persónulegu rými. Kannski er þetta ástæðan fyrir því að þótt Lettar séu afar vinaleg og hlýleg þjóð, eru þau ekki mikið fyrir óþarfa knús og kjass. Bara pæling.

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi íbúa: 1,953,200
  • Stærð að flatarmáli: 64,589 km2
  • Opinbert tungumál: Lettneska
  • Gjaldmiðill: Evra
  • Hitastig: Yfir sumar 24-34°C að meðaltali. Á veturna um 10-15°C að meðaltali
  • Tímabelti: 2 klukkutímum á undan Íslandi, 3 tímum yfir sumartímann

Hvítar strendur – grænir skógar

Í um 20 mínútna fjarlægð frá Ríga er afar fín strandlengja, Jūrmala, sem er tilvalinn staður fyrir góða slökun við sjóinn. Á svæðinu í kring má finna spa, nuddstofur og jafnvel drulluböð! Ströndin er skemmtileg að því leyti að við hana liggur fallegur skógur, svo auðvelt er að sameina sólböð og sandkastalasmíði, ásamt hressandi göngu milli hárra trjáa og  grænna grunda. Við mælum hiklaust með þessu.

Riga

Einstök blanda af nýju og gömlu. Í Riga er mikið af grjóti, en borgin er að stóru leyti, bæði hús, götur og torg, fagurlega byggð úr grjóti. Riga hefur á sér rólegt yfirbragð, en ef kafað er ögn dýpra birtist glaðlegt mannlíf, fjörugir barir og skemmtistaðir. Ekki má heldur gleyma að í borginni eru heimsklassa veitingastaðir, þar sem hægt er að fá dýrindis rétti á mjög sanngjörnu verði. Ef þú elskar góðan mat, gerðu svo vel og borðaðu á þig gat!

Dekraðu við þig

Riga er þekkt fyrir heilsulindir sínar, sem hver um sig bjóða upp á ýmsar leiðir til að njóta afslöppunar og dekurs. Við mælum einnig með heimsókn í klassískt lettneskt baðhús. Þá má nefna að Lettar eru mikil bjórþjóð, og nýta þann eðaldrykk ekki bara til drykkju. Í Riga geturðu skellt þér í fínasta bjórbað!

Ef hugur þinn leitar út fyrir borgarmörkin Ríga, og þú ert ekki endilega stemmd/-ur fyrir hvítum ströndum Jūrmala, þá finnurðu líka, rétt fyrir utan borgina, fallegt gróðurlendi og skóga með einstöku göngusvæði.

Blómstrandi menning

Lettland er mikið menningarland. Þar eru fjölmörg söfn, auk þess sem hinar ýmsu hátíðir og listviðburðir eru á dagskrá allt árið um kring. Ríga upplifði gullöld sína snemma á 20. öld, þegar Art Nouveau arkitektúr komst í tísku, og mikið er af byggingum í þeim stíl fyrir áhugasama um arkitektúr.

Lettland

Fræðsluferð til Riga 2025

Flugáætlanir: 4.-9. júní 2025 6.-11. júní. 2025 Menningarborgin við Eystrasaltið!  Hér finnurðu frábæra blöndu af gömlu og nýju, hér er haf, hér eru vötn, skógar og óspillt náttúra. Í Lettlandi eru margir smærri bæir en aðeins ein raunveruleg borg, sjálf...
Lettland

Hópferð til Ríga

Lúxushlaðin helgarferð! Hér finnurðu frábæra blöndu af gömlu og nýju, hér er haf, hér eru vötn, skógar og óspillt náttúra. Í Lettlandi eru margir smærri bæir en aðeins ein raunveruleg borg, Riga, höfuðborg landsins. Á yfirborðinu virðist Riga tiltölulega róleg...