Lettland

Sjá myndir

Lettland

Stór garður með aðeins einni borg!

Góð fimm orða lýsing á landinu. Nokkuð lítið land með mikið persónulegt rými, þar sem að fólk er miklu persónulegu rými skaltu ekkert reyna að knúsa þá allt of mikið… Nei við segjum svona.
Þetta varðandi að Lettland sé eins og stór garður, það er ekkert grín. Við erum að tala um að Ríga er eina borg landsins. 54% af landinu er síðan bara skógar með 12,000 ám og 3,000 vötnum. Náttúruparadís myndi einhver segja og þeir hugsa vel um náttúruna með fjöldann allan af þjóðgörðum og náttúruverndarlögum.

 

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 1,953,200
  • Stærð að flatamáli: 64,589 km2
  • Opinbert Tungumál: Lettneska
  • Gjaldmiðill: Evra
  • Hitastig: Yfir sumar 24-34°C að meðaltali. Veturnir eru um 10-15°C að meðaltali
  • Tímabelti: 2 klukkutímum á undan Íslandi, 3 yfir sumartímann

Hvítar stendur með fjölskyldunni

Bara rétt 20 mínútum frá Ríga er þessi fína strandlengja sem er frábær staður fyrir góða slökun við sjóinn. Á því svæði má finna spa, nuddstofur og jafnvel drulluböð! Merkileg strönd að því leiti þar sem að skógur er bara rétt fyrri aftan ströndina. Mælum með.

Ríga

Frábær blanda af nýju og gömlu. Sjór, vötn og skógar. Við myndum lýsa Lettlandi sem litlu landi með mikið af óspilltri náttúru með aðeins einni raunverulegri borg, Ríga, höfuðborg landsins.

Nú Ríga einkennist af steinum og menningu. Steinum í þeirri merkingu að borgin er að miklu leiti byggð með grjóti. Svona heilt yfir er þetta róleg borg, allvegana fyrir utanaðkomandi, ef þú kafar síðan aðeins inn í borgina gætirðu fengið að kynnast börunum, nútímalistasvæðum og fleiri flottum stöðum. Ekki má síðan gleyma þeirri staðreynd að borgin hefur að geyma heimsklassa veitingastaði sem hægt er að fá mat á mjög sanngjörnu verði. Þannig ef þú elskar góðan mat þá er þetta flott svæði til þess að borðað á sig gat af góðum mat.

 

Dekraðu við þig

Ríga elskar gott dekur. Þekkt fyrir magnaðar spa meðferðir fegurðarmeðferðir. Þú getur látið dekra við af gríð og erg. Eitt sem við höfum heyrt, í Ríga, þá verður einn að prófa klassískt lettneskt baðs! Lettar eru miklir bjórmenn og ef þú ert heppinn geturu lent á að finna bjórspa, og skellt þér í bjórbað.

Ef þú vilt aðeins komast út fyrir borgina er Ríga í stuttri akstursfjarlægð frá standsvæðinu Jūrmala, eins og áður kom fram, sem hefur að geyma töfrandi hvítan sand. Ef þú ert hins vegar ekki sjávarmanneksja þá er óspillt umhverfi í bláberja-fylltum skógum rétt fyrir utan borgarmörkin.

Menning á við fimm lönd!

Ef þú ert síðan eitthvað að stressa þig á hvort að Lettland sé menningarland, engar áhyggjur, Lettland er sú sögð vera sú mest menningarlega af öllum nágrannalöndunum sínum. Þeir vilja líka meina að þér sé fremstir í flokki þegar kemur að því og reyna þeir að sanna mál sitt með fjölmörgum hátíðum og viðburðum allt árið í kring. Menningin er glæsileg að mestu, það er þó sár blettur í sögu Letta frá seinni heimsstyrjuöldinni þegar um 14% þjóðarinnar lét lífið.

Ríga upplifði gullöldina sína snemma á 20. öld þegar Art Nouveau arkitektúr var að koma í tísku og því mikið af byggingum í þeim stíl fyrir áhugasama um arkitektúr.

Lettland

Hópferð til Ríga

Lúxushlaðin helgarferð! Hér finnurðu frábæra blöndu af gömlu og nýju, hér er haf, hér eru vötn, skógar og óspillt náttúra. Í Lettlandi eru margir smærri bæir en aðeins ein raunveruleg borg, Riga, höfuðborg landsins. Á yfirborðinu virðist Riga tiltölulega róleg...