Það þarf ekki að kynna þessa gleðiríku skemmtieyju fyrir Íslendingum. Allir vita af Tenerife, gott ef við fæðumst ekki hreinlega með það í blóði eða genum. Þó er ekki úr vegi að benda á og undirstrika hversu fjölbreytt hún er, og býður sannarlega upp á sitthvað fleira en sínar ómótstæðilegu strendur og tæran sjó að busla í.
Tenerife er sannkölluð paradísareyja. Þar finnurðu þéttvaxna skóga, litríka náttúru og hið fjölskrúðugasta dýralíf. Hér hefurðu auk fagurra stranda, gyllta eyðimerkursanda og tignarlegustu fjöll. Þar á meðal er hið stórbrotna eldfjall El Teide, sem rís tæpa 4000 metra frá sjávarmáli, og býður gestum upp á toppinn með þar til gerðum kláfum. Um skeið var boðið upp á ferðir ofan í gýg fjallsins, en því hefur nú verið hætt af öryggisástæðum. Heimsókn á fjallið er þó vel þess virði, því útsýnið þaðan er einstakt. Suðurhluti eyjunnar er tileinkaður almennri ferðaþjónustu, en sé farið á norðurhlutann má finna meira af grænum svæðum, þar er menningin meira lókal og þú færð spænskar hefðir og venjur beint í æð.
Eyjan var á árum áður fátækleg bananarækt, allt þar til á 6. áratug síðustu aldar að ákveðið var að nýta einstaka veðursæld hennar og fagra náttúru fyrir ferðaþjónustu. Hótel voru byggð og veitingastaðir opnuðu. Þetta var ansi fín ákvörðun, því þar hefur verið mikið um að vera æ síðan. Bæir hafa stækkað, hótelum fjölgað og ýmis konar afþreying bæst við til að gera heimsókn til eyjunnar sem besta. Þar er nefnilega heilmargt að gera, fyrir þá sem ekki hafa endalausa þolinmæði í sólböð og strandagleði. Þá nýtur Tenerife ákveðinna sérréttinga í skattlagningu, sem gerir að verkum að þar er bæði tóbak og áfengi mun ódýrara en annars staðar í Evrópu. Það fussar enginn við því!
Sem dæmi um öðruvísi afþreyingu má nefna ýmislegt. Hinn dularfulli pýramídi Güímar er talinn byggður af frumbyggjum eyjunnar og hann er gaman að skoða. Loro Parque er skemmtilegur dýragarður með alls kyns sýningum og sérstaklega þekktur fyrir fjölbreytt safn páfagauka. Hraunhellarnir Cueva del Viento eru afar forvitnilegir. Parque Rural de Anaga er frábært svæði fyrir góðar gönguferðir. Fullt af góðum leiðum, fallegt umhverfi og frábært útsýni. Þá þekkja margir Siam vatnagarðinn og allar hans fjörugu rennibrautir og laugar. Þannig mætti lengi telja. Svo er líka bara hægt að eyða heitum sólardögum á ströndinni, iðka alls kyns vatnasport, eða bara það sem alltaf er vinsælast: að tana á Tene.
Eitt er víst, Tenerife klikkar ekki og er gulltryggður áfangastaður fyrir góða ferð.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Spánn hefur um árabil verið eitt vinsælasta land Evrópu meðal ferðafólks og þangað drífur að mikill fjöldi gesta alls staðar úr heiminum allan ársins hring. Ástæðan er langt frá því að vera ,,af því bara“ – á Spáni er svo margt að sjá og upplifa, fjölbreytileiki landsins er gríðarlegur, auk þess sem þar er auðvitað nóg til af því sem allir elska og þrá, nefnilega sól og blíðu!
Konungsríkið Spánn telur um 46 milljónir íbúa. Það er um það bil 5 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og staðsett á Íberíuskaga (stundum nefndur Pýreneaskagi) syðst í Evrópu, með landamæri að Portúgal til vesturs og Frakklands og smáríkisins Andorra til norðurs. Löng austurströnd landsins snýr að Miðjarjarðahafi, og syðsti oddi Spánar er um leið syðsti oddi meginlands Evrópu.
Æðislegar strendur, eldhresst næturlíf, sprúðlandi fjölmenning og borgir með afar áhugaverðan bakgrunn og sögu, og stórbrotnar byggingar því til sönnunar – allt þetta hefurðu á Spáni. En landið býr einnig yfir miklum fjölbreytileika í landfræðilegum skilningi, enda æði stórt og mikið. Þar hefurðu fjöll og snjó í norðri, risavaxin mýrlendi og sandflæmi í suðri. Sumrin eru vissulega háannatími í ferðaiðnaði landsins, en þeir sem heldur kjósa minna fjölmenni eða vetrarferðir hafa sannarlega úr mörgu að moða.
Á Spáni eru margar fallegar og spennandi borgir. Fyrst má nefna þær þekktustu, höfuðborgina Madrid með sínum heillandi arkitektúr, fjölbreyttu söfnum og sýningum, og hina mögnuðu Barcelona með sín fjölmörgu ólíku hverfi, stórbrotnu byggingar, blómstrandi menningarlíf, iðandi næturlíf og fyrirtaks sólbaðsstrendur. En þá er langt í frá allt upptalið, því hér höfum við líka borgir eins og Sevilla, Valencia, Granada og Bilbao og fleiri, allt staðir með sína einstöku sérstöðu sem fyllilega má mæla með. Þess utan eru svo minni bæir og þorp, við ströndina eða uppi á landi, sem með sjarma sínum og fegurð draga til sín sólþyrsta gesti í leit að afslöppun og ánægju.
Frábært hótel staðsett í garði, 550 metra frá Fañabe-strönd. Hótelið býður upp á einstakt sjávarútsýni, 6 sundlaugar með fossi, og herbergi með svölum.
Herbergin eru rúmgóð, með loftkælingu og gervihnattasjónvarp. Öll eru þau með minibar og fullbúið baðherbergi.
Hótelið býður einnig upp á opið eldhús og vikulega þemakvöldverði. Sundlaugarbarinn framreiðir snarl allan daginn og gestir geta notið drykkja við píanóbarinn.
Líkamsræktarstöð, tennisvellir, borðtennisaðstaða og íþróttasvæði.
Hotel Best Jacaranda er í 3 mínútna göngufjarlægð frá göngusvæði þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir nálægu eyjuna La Gomera.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Flott hótel sem er í aðeins 50 metra fjarlægð frá La Enramada-ströndinni og býður upp á stórar útisundlaugar, heitan pott og heilsulind.
Hótelið býður upp á ókeypis skutluþjónustu að Playa de las Americas, í 4 km fjarlægð. Costa Adeje-golfvöllurinn er í innan við 2 km fjarlægð.
Despacio Spa Centre er íburðarmikil heilsulind sem býður upp á upphitaða innisundlaug, líkamsræktaraðstöðu og tyrkneskt bað. Gestir geta einnig bókað heilsu- og snyrtimeðferðir.
Á hótelinu er boðið upp á marga veitingavalkosti, þar á meðal veitingastaði með hlaðborði og á la carte. Bar við sundlaugarbakkann.
Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com
Sjáðu meira um hótelið hér.