Flugáætlanir:
23.-28. apríl 2025 (6 dagar)
2.-6. júní 2025 (5 dagar)
Með sólbaðsstrendur og einstakan byggingarstíl frá fornum hofum til framúrstefnu Gaudí – Barcelóna er sannkölluð Miðjarðarhafsperla. Borg sem hefur dregið til sín fjölda listamanna vegna fegurðar sinnar og sérstöðu. Barcelóna býður upp á heimsklassa söfn, katalónska matseld, dans og víðfrægt næturlíf.
Tripical býður kennurum og öðru starfsfólki skóla upp á fræðandi og skemmtilega kennaraferð og skólaheimsókn til listaborgarinnar Barcelóna. Þar munum við kynnast frábrugðnu skólakerfi í glæsilegu umhverfi og fræðast um áhugaverða sögu og menningu ásamt góðum skammti af skemmtun. Í skólaheimsóknum okkar leggjum við alltaf áherslu á að heimsækja áhugaverða skóla sem eru leiðandi í kennslu, hver á sínu sviði.
Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og merka staði og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps. Við hjá Tripical viljum einnig að makar séu velkomnir með í kennaraferðir okkar og því bjóðum við mökum upp á sérstaka skemmtidagskrá meðan á skólaheimsóknum stendur svo allir geti notið ferðarinnar sem mest.
Barcelóna er stærsta borg Katalóníu og næst stærsta borg Spánar. Hún var undir Rómaveldi og fjölda annara ríkja áður en að hún öðlaðist sjálfstæði. Þetta hafði þau áhrif að borgin hefur lotið byggingarstíl fjölda mismunandi ríkja og hún er því mjög framandi hvað byggingastíl og arkitektúr snertir. Í Barcelóna má finna mikið af nútíma byggingalist en í borginni eru líka margar ævagamlar og mjög frægar byggingar.
Arkitektúr Barcelóna spannar tvær þúsaldir aftur í tímann. Turnar úr gömlum hofum, gamlir veggir og steinarústir sýna sögu borgarinnar allt frá tímum Rómverja. Gotneska hverfið er 1000 ára gamalt og margar kirkjunar eru frá 15. öld. Það er einnig mikið af nýbyggingum í borginni eftir fræga hönnuði eins og Gaudí. Það má því segja að borgin sé hlaðin sögu og menningu.
Göngugötur Barcelóna eru vinsælar til að rölta um. Frægasta gatan er La Rambla, á henni má finna fjöldan allan af veitingastöðum og verslunum. Í þessari fallegu borg eru útimarkaðir, veitingastaðir, söfn og fallegar kirkjur svo til á hverju strái. Barcelóna er frábær borg fyrir ferðalanga sem hafa gaman af því að rölta um og skoða mismunandi byggingarstíl og upplifa lifandi menningu. Kjarni borgarinnar er í kringum “Ciutat Vella” sem þýðir gamla borgin.
Barceloneta heitir frægasta ströndin í Barcelóna þar sem Miðjarðarhafssólin sleikir gullfallegar strendur og heiðblátt hafið.
Catalonia Sagrada Familia er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Sagrada Família eftir Gaudí og í aðeins 300 metra fjarlægð frá Clot-lestar- og neðanjarðarlestarstöðinni. Gististaðurinn státar af veitingastað, útisundlaug sem er opin hluta úr ári og líkamsrækt.
Catalonia Sagrada Familia býður upp á hefðbundnar, bjartar innréttingar og herbergi með skrifborði, öryggishólfi og litlum ísskáp með ókeypis vatni. Ókeypis WiFi er til staðar.
Öll herbergin eru með snjallsjónvarp með Chromecast-smáforriti.
Veitingastaðurinn framreiðir úrval af katalónskum réttum og réttum frá Miðjarðarhafinu ásamt morgunverðarhlaðborði. Kaffibarinn býður upp á úrval af drykkjum og snarli yfir daginn og það er einnig bar til staðar.
Hægt er að leigja bíl á staðnum. Móttakan á Catalonia Sagrada Familia er opin allan sólarhringinn og starfsfólkið getur veitt upplýsingar um Barselóna og hina fjölmörgu áhugaverðu staði borgarinnar. Hótelið er í 200 metra fjarlægð frá Torre Agbar-turninum.
Clot-neðanjarðarlestarstöðin er fjórum stoppum frá miðbænum og flugvallarlestin stoppar þar einnig.
Hótelið fær heildareinkunn 8,2 og einkunn 8,4 fyrir staðsetningu á booking.com.
Hesperia Barcelona Presidente er við Diagonal-breiðstrætið í Barselóna og býður upp á rúmgóð, loftkæld herbergi með ókeypis WiFi og flatskjá. Líkamsræktarstöð og verönd með útsýni yfir borgina eru til staðar. Þetta hótel er með útsýni yfir borgina.
Hesperia Barcelona Presidente er nálægt verslunarhverfi og aðalskoðunarferðarútan stoppar í aðeins 50 metra fjarlægð frá hótelinu. Vinsæla verslunarmiðstöðin Illa er í 15 mínútna göngufjarlægð. Diagonal-neðanjarðarlestarstöðin er í 10 mínútna göngufjarlægð en þaðan ganga beinar lestir til Plaça de Catalunya. La Pedrera eftir Gaudí og vinsæla breiðstrætið Passeig de Gracia eru í um 15 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 8,4 og einkunn 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.
Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!