Með sólbaðsstrendur og einstakan byggingarstíl frá fornum hofum til framúrstefnu Gaudí – Barcelóna er sannkölluð Miðjarðarhafsperla. Borg sem hefur dregið til sín fjölda listamanna vegna fegurðar sinnar og sérstöðu. Barcelóna býður upp á heimsklassa söfn, katalónska matseld, dans og víðfrægt næturlíf.
Tripical býður kennurum og öðru starfsfólki skóla upp á fræðandi og skemmtilega kennaraferð og skólaheimsókn til listaborgarinnar Barcelóna. Þar munum við kynnast frábrugðnu skólakerfi í glæsilegu umhverfi og fræðast um áhugaverða sögu og menningu ásamt góðum skammti af skemmtun. Í skólaheimsóknum okkar leggjum við alltaf áherslu á að heimsækja áhugaverða skóla sem eru leiðandi í kennslu, hver á sínu sviði.
Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og merka staði og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps. Við hjá Tripical viljum einnig að makar séu velkomnir með í kennaraferðir okkar og því bjóðum við mökum upp á sérstaka skemmtidagskrá meðan á skólaheimsóknum stendur svo allir geti notið ferðarinnar sem mest.
Barcelóna er stærsta borg Katalóníu og næst stærsta borg Spánar. Hún var undir Rómaveldi og fjölda annara ríkja áður en að hún öðlaðist sjálfstæði. Þetta hafði þau áhrif að borgin hefur lotið byggingarstíl fjölda mismunandi ríkja og hún er því mjög framandi hvað byggingastíl og arkitektúr snertir. Í Barcelóna má finna mikið af nútíma byggingalist en í borginni eru líka margar ævagamlar og mjög frægar byggingar.
Arkitektúr Barcelóna spannar tvær þúsaldir aftur í tímann. Turnar úr gömlum hofum, gamlir veggir og steinarústir sýna sögu borgarinnar allt frá tímum Rómverja. Gotneska hverfið er 1000 ára gamalt og margar kirkjunar eru frá 15. öld. Það er einnig mikið af nýbyggingum í borginni eftir fræga hönnuði eins og Gaudí. Það má því segja að borgin sé hlaðin sögu og menningu.
Göngugötur Barcelóna eru vinsælar til að rölta um. Frægasta gatan er La Rambla, á henni má finna fjöldan allan af veitingastöðum og verslunum. Í þessari fallegu borg eru útimarkaðir, veitingastaðir, söfn og fallegar kirkjur svo til á hverju strái. Barcelóna er frábær borg fyrir ferðalanga sem hafa gaman af því að rölta um og skoða mismunandi byggingarstíl og upplifa lifandi menningu. Kjarni borgarinnar er í kringum “Ciutat Vella” sem þýðir gamla borgin.
Barceloneta heitir frægasta ströndin í Barcelóna þar sem Miðjarðarhafssólin sleikir gullfallegar strendur og heiðblátt hafið.
Hotel Cram is set in
’s central Eixample district, a 10-minute walk from Plaza Catalunya. It features a with city views and Michelin-starred Angle Barcelona restaurant. All rooms have free WiFi and large flat-screen TVs.The Cram Hotel is located in a building that dates back to 1892 and features a modernist façade, and a
, elegant interior. Rooms boast advanced lighting and access control technology.The air-conditioned rooms at Cram Hotel feature a private bathroom with a hairdryer. A bathrobe and slippers are available upon request. Rooms feature beds by Treca de Paris, and elegant curtains by Gastón y Daniela. Some rooms have a private balcony.
Skoða heimasíðu hótels hér.
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni og því er hér eingöngu um tillögu að dagskrá að ræða.
Dagskrá sem er innifalin í fræðsluferðum Tripical eru skólaheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hópsins. Að auki útbúum við eftir óskum skemmtidagskrá fyrir maka meðan á skólaheimsókn stendur.
Við bjóðum einnig upp á að skipuleggja fjölbreytta viðbótardagskrá eftir séróskum hvers skólahóps. Hvort sem það eru ferðir á söfn, viðburði, tónleika, íþróttaleiki, leiðsögn um borgina eða sameiginlegur kvöldverður og árshátíðarskemmtun, þá erum við ávallt tilbúin til þess gera ferðina ykkar eins eftirminnilega og skemmtilega og mögulegt er.