Alicante er lítil og sjarmerandi borg, staðsett á austurströnd Spánar og þekkt fyrir fallegar strendur, ríka sögu og fjörmikið mannlíf. Þar búa um 340.000 manns. Rætur borgarinnar ná langt aftur í aldir, hér bjuggu Fönikíumenn árþúsundum fyrir Krist, og eftir það Grikkir og Rómverjar. Víða má sjá og skoða fornar menjar og rústir, sumar allvel varðveittar. Þau sem þyrstir í meira af slíku má einnig benda á hið vandaða fornminjasafn MARQ – Archaeological Museum of Alicante.
Helsta kennileiti Alicante er Santa Bárbara kastalinn (frá 9. öld), sem rís efst á Benacantil hæðinni, og veitir víðáttumikið útsýni yfir næsta nágrenni. Þau sprækustu geta gert sér góða göngu þangað, en þeim sem ekki eru alveg nógu hress fyrir þess háttar púl má benda á að hægt er að taka kláf upp að kastalanum. Í bænum sjálfum eru líka margar fallegar gamlar byggingar, til dæmis gotneska Santa Maria kirkjan frá 16. öld, og 17. aldar safnið Casa de l’Asegurada. Gamli bærinn (El Barrio) býður upp á þröngar götur, litrík hús og heilan helling af tapasbörum og veitingastöðum, þar sem heima- og ferðafólk blandast saman og gæða sér á ljúfengri spænskri matargerð.
Strandlengja Alicante er auðvitað eitt helsta aðdráttarafl staðarins. Ár eftir ár fá strendur hér viðurkenningu fyrir hreinlæti og gæði. Þær vinsælustu eru San Juan og Postiguet, en einnig má nefna Almadraba, La Albufereta og Saladares-Urbanova. Fyrir ofan þær er svo göngusvæðið Explanada de España, með sínum mósaíkskreyttu stígum, pálmatrjám og ýmis konar skemmtitækjum og afþreyingu, ásamt fjölda veitingastaða og kráa.
Hér er líka aldeilis hægt að sjoppa heil ósköp, ef sá gállinn er á. Borgin á sína eigin Römblu, Rambla de Méndez Núñez, þar sem finna má öll helstu vörumerki og verslanir. Einnig er talsvert af skemmtilegum búðum í gamla bænum. Fyrir þau sem finnst gaman að heimsækja verslunarmiðstöðvar má benda á Centro Comercial Plaza Mar 2, sem er stærst og vinsælust, en einnig Centro Comercial Gran Vía, en hún er í um 10 mín. akstursfjarlægð frá miðbænum.
,,La marcha alicantina“ er hún kölluð, stemmingin sem vaknar í borginni þegar kvölda fer. Það er gaman að skemmta sér og djamma í Alicante. Mikið er af börum og skemmtistöðum í kringum gamla bæinn, sem og Calle Castaños og nærliggjandi götur. Þá eru líka skemmtilegir barir við smábátahöfnina, og við San Juan ströndina. Hvert sem leiðin liggur er ljóst að nóttin helst ung langt frameftir, gleðin tekur öll völd og þú getur skemmt þér fram undir morgun.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Spánn hefur um árabil verið eitt vinsælasta land Evrópu meðal ferðafólks og þangað drífur að mikill fjöldi gesta alls staðar úr heiminum allan ársins hring. Ástæðan er langt frá því að vera ,,af því bara“ – á Spáni er svo margt að sjá og upplifa, fjölbreytileiki landsins er gríðarlegur, auk þess sem þar er auðvitað nóg til af því sem allir elska og þrá, nefnilega sól og blíðu!
Konungsríkið Spánn telur um 46 milljónir íbúa. Það er um það bil 5 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og staðsett á Íberíuskaga (stundum nefndur Pýreneaskagi) syðst í Evrópu, með landamæri að Portúgal til vesturs og Frakklands og smáríkisins Andorra til norðurs. Löng austurströnd landsins snýr að Miðjarjarðahafi, og syðsti oddi Spánar er um leið syðsti oddi meginlands Evrópu.
Æðislegar strendur, eldhresst næturlíf, sprúðlandi fjölmenning og borgir með afar áhugaverðan bakgrunn og sögu, og stórbrotnar byggingar því til sönnunar – allt þetta hefurðu á Spáni. En landið býr einnig yfir miklum fjölbreytileika í landfræðilegum skilningi, enda æði stórt og mikið. Þar hefurðu fjöll og snjó í norðri, risavaxin mýrlendi og sandflæmi í suðri. Sumrin eru vissulega háannatími í ferðaiðnaði landsins, en þeir sem heldur kjósa minna fjölmenni eða vetrarferðir hafa sannarlega úr mörgu að moða.
Á Spáni eru margar fallegar og spennandi borgir. Fyrst má nefna þær þekktustu, höfuðborgina Madrid með sínum heillandi arkitektúr, fjölbreyttu söfnum og sýningum, og hina mögnuðu Barcelona með sín fjölmörgu ólíku hverfi, stórbrotnu byggingar, blómstrandi menningarlíf, iðandi næturlíf og fyrirtaks sólbaðsstrendur. En þá er langt í frá allt upptalið, því hér höfum við líka borgir eins og Sevilla, Valencia, Granada og Bilbao og fleiri, allt staðir með sína einstöku sérstöðu sem fyllilega má mæla með. Þess utan eru svo minni bæir og þorp, við ströndina eða uppi á landi, sem með sjarma sínum og fegurð draga til sín sólþyrsta gesti í leit að afslöppun og ánægju.
Glæsilegt hótel staðsett á milli hafnarinnar og Postiguet-strandarinnar og býður upp á útisundlaug ásamt ókeypis WiFi hvarvetna. Öll herbergin eru með verönd og sum eru með sjávarútsýni.
Öll herbergin á Melia Alicante eru rúmgóð og eru með loftkælingu, flatskjá með gervihnattarásum, minibar og öryggishólf. Baðherbergin eru nútímaleg og eru með snyrtivörum og hárþurrku.
Veitingastaður hótelsins, Trasluz, sérhæfir sig í hrísgrjónaréttum og ferskum fiski. Það er einnig til staðar snarlbar við sundlaugina og glæsilegur setustofubar.
Hótelið býður einnig upp á persónumiðaða The Level-þjónustu í sumum af herbergjum hótelsins. Þetta er aðeins ætlað fullorðnum og innifelur fjölbreytta úrvalsþjónustu og aðstöðu eins og einkamóttöku, flýti inn- útritun, aðgang að einkasundlaug með stórkostlegu sjávarútsýni, aðgang að opnum bar með ókeypis drykkjum og snarli o.s.frv.
Hótelið snýr í átt að spilavítinu í Alicante og er í aðeins 50 metra fjarlægð frá snekkjuklúbbnum og smábátahöfninni. Santa Barbara-kastalinn og fornminjasafnið eru í aðeins 800 metra fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,2 og 9,4 fyrir staðsetningu.
Sjáðu meira um hótelið hér.