Menningarsaga Madrid litast mikið af arfleifð spænska konungsveldisins, en borgin var frá upphafi miðpunktur þess. Því má þar finna sjálfa konungshöllina, sem og stórar og miklar byggingar frá einveldistímanum, ásamt risavöxnum dómkirkjum og öðrum glæsilegum miðaldararkitektúr. Madrid er þó afar nútímaleg, og kapp er lagt á að fylgja nýjustu straumum í útliti og uppbyggingu, samgöngum og skemmtun. Hún þykir einnig ólíkt mörgum stórborgum, vera áberandi hrein og snyrtileg. Þetta er eitt af metnaðarmálum yfirvalda, og þú munt eflaust rekast oft á borgarstarfsfólk í skærgulum vestum með kústa á lofti að hreinsa stræti og torg.
Næstum alla vinsælustu staði fyrir ferðamenn að skoða, má finna í miðbænum. Þangað er auðvelt að komast, hvar sem þú ert í borginni, þökk sé mjög einföldum og þægilegum lestarsamgöngum. Miðbærinn er auk þess stútfullur af veitingastöðum og krám, en barir og skemmtistaðir er ansi víða. Madrid státar nefnilega af því skemmtilega meti, að hafa fleiri bari en nokkur önnur evrópsk borg, miðað við höfðatölu (uppáhalds mælikvarði okkar Íslendinga). Næturlífið er mjög fjörugt og stendur fram á morgun. Þar gefst gott tækifæri til að kynnast heimamönnum, sem kalla sig í daglegu tali Madrileños, eða (og þetta er ekki eins algengt) gatos, sem þýðir kettir.
Madríd hefur risið upp frá auðmjúkum rótum matargerðar sinnar til einnar af stórfenglegustu borgum matarargerðarlistar í Evrópu. Borgin hefur meðtekið með opnum örmum sköpunarkraft og nýbreytni spænsku matargerðarbyltingarinnar með samsuðu við hefðir og siði spænskrar matseldar. Tapasbarir, matarmarkaðir og mathallir bjóða upp á rétti frá öllum héruðum Spánar.
Madríd er sem sagt lifandi stórborg með fjölda markaða, torga og víðfrægt næturlíf. Þar er fjöldi verslana og markaða, allt frá víðfeðmum flóamörkuðum til spænskrar hátísku- og hönnunarverslana, og gnægð er af sælkeravörum. Borgin iðar af lífi í hverju af fjölmörgum torgum borgarinnar og fyrir fótboltaáhugamenn er úr tveimur stórliðum að velja til að sækja stórleiki á heimavöllum. Þar býr fjölbreytt menning og afþreying við allra hæfi.
Borgin er því tilvalinn áfangastaður sem hentar fjölbreyttum hópum. Hvort sem þú vilt fræðast um áhrifaríka sögu og menningu Spánar, njóta spænskrar listar og listhefðar, dansa flamengó á götum borgarinnar eða einfaldlega æfa spænskukunnáttuna í konunglegu umhverfi, þá er Madríd borgin fyrir þig.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Spánn hefur um árabil verið eitt vinsælasta land Evrópu meðal ferðafólks og þangað drífur að mikill fjöldi gesta alls staðar úr heiminum allan ársins hring. Ástæðan er langt frá því að vera ,,af því bara“ – á Spáni er svo margt að sjá og upplifa, fjölbreytileiki landsins er gríðarlegur, auk þess sem þar er auðvitað nóg til af því sem allir elska og þrá, nefnilega sól og blíðu!
Konungsríkið Spánn telur um 46 milljónir íbúa. Það er um það bil 5 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og staðsett á Íberíuskaga (stundum nefndur Pýreneaskagi) syðst í Evrópu, með landamæri að Portúgal til vesturs og Frakklands og smáríkisins Andorra til norðurs. Löng austurströnd landsins snýr að Miðjarjarðahafi, og syðsti oddi Spánar er um leið syðsti oddi meginlands Evrópu.
Æðislegar strendur, eldhresst næturlíf, sprúðlandi fjölmenning og borgir með afar áhugaverðan bakgrunn og sögu, og stórbrotnar byggingar því til sönnunar – allt þetta hefurðu á Spáni. En landið býr einnig yfir miklum fjölbreytileika í landfræðilegum skilningi, enda æði stórt og mikið. Þar hefurðu fjöll og snjó í norðri, risavaxin mýrlendi og sandflæmi í suðri. Sumrin eru vissulega háannatími í ferðaiðnaði landsins, en þeir sem heldur kjósa minna fjölmenni eða vetrarferðir hafa sannarlega úr mörgu að moða.
Á Spáni eru margar fallegar og spennandi borgir. Fyrst má nefna þær þekktustu, höfuðborgina Madrid með sínum heillandi arkitektúr, fjölbreyttu söfnum og sýningum, og hina mögnuðu Barcelona með sín fjölmörgu ólíku hverfi, stórbrotnu byggingar, blómstrandi menningarlíf, iðandi næturlíf og fyrirtaks sólbaðsstrendur. En þá er langt í frá allt upptalið, því hér höfum við líka borgir eins og Sevilla, Valencia, Granada og Bilbao og fleiri, allt staðir með sína einstöku sérstöðu sem fyllilega má mæla með. Þess utan eru svo minni bæir og þorp, við ströndina eða uppi á landi, sem með sjarma sínum og fegurð draga til sín sólþyrsta gesti í leit að afslöppun og ánægju.
Hotel Madrid Chamartín Managed by Meliá Hotels International er með veitingastað, útisundlaug sem er opin hluta af árinu, bar og garð í Madríd. Þetta 3-stjörnu hótel býður upp á sólarhringsmóttöku og upplýsingaborð ferðaþjónustu. Ókeypis WiFi er í boði og einkabílastæði eru í boði gegn aukagjaldi.
Morgunverðarhlaðborð í boði alla morgna.
Paseo de la Castellana er 2,1 km frá Hotel Madrid Chamartín og Santiago Bernabéu-leikvangurinn er 2,9 km frá gististaðnum. Næsti flugvöllur er Adolfo Suarez Madrid-Barajas-flugvöllur, 24 km frá gististaðnum.
Hótelið fær 8,0 í heildareinkun á booking.com og 8,3 fyrir staðsetningu.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hotel Santo Domingo er staðsett í hjarta Madríd, í innan við 150 metra fjarlægð frá Gran Via og Santo Domingo-neðanjarðarlestarstöðinni. Það er með sólþakverönd með sundlaug og útsýni yfir borgina. Herbergin eru sérinnréttuð og bjóða upp á ókeypis WiFi.
Eignin samanstendur af tveimur samtengdum svæðum, aðalbyggingu og viðbyggingu. Gestir geta slakað á á veröndinni okkar, sem er opin allt árið um kring, á meðan þeir njóta kokteils og töfrandi útsýnis yfir Madríd.
Hin fræga Puerta del Sol er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Hotel Santo Domingo, en Plaza Mayor-torgið og konungshöllin eru í innan við 800 metra fjarlægð frá gististaðnum. Prado-safnið, Retiro-garðurinn og Santiago Bernabeu-leikvangurinn eru allir í innan við 15 mínútna fjarlægð frá hótelinu með neðanjarðarlest.
Hótelið fær 7,5 í heildareinkun á booking.com og 9,4 fyrir staðsetningu
Sjáðu meira um hótelið hér.
Meliá Castilla býður upp á þægileg gistirými, aðeins metra frá Paseo de la Castellana. Hótelið státar af klassískum innréttingum og er með árstíðabundna útisundlaug, líkamsrækt og Caroli Wellness Centre.
Veitingastaðurinn L’Albufera býður upp á úrval af ljúffengum hrísgrjónum og paella. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð með miklu úrvali af ferskum vörum.
Herbergin eru rúmgóð og eru með sérbaðherbergi og loftkælingu. Fjölbreytt úrval fjölskylduherbergja er í boði, fullkomið fyrir fjölskyldugátt í Madríd.
Sundlaugin er aðeins opin yfir sumartímann (vinsamlegast athugaðu opnunartíma og daga hjá hótelinu).
Cuzco-neðanjarðarlestarstöðin er í 200 metra fjarlægð frá hótelinu. Nálægar hraðbrautir bjóða upp á greiðan aðgang að IFEMA, Palacio Municipal de Congresos og Adolfo Suarez Madrid-Barajas flugvellinum. Santiago Bernabeu leikvangurinn í Real Madrid er í 10 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær 8,9 í heildareinkun á booking.com og 8,7 fyrir staðsetningu.
Sjáðu meira um hótelið hér.