Ísrael

Sjá myndir

Ísrael

Miðausturlönd, hér kem ég!

Fyrir okkur Íslendinga hljómar Ísrael eins og framandi og fjarlægur staður, bæði landfræðilega og menningarlega. Þar með höfum við kannski ekki verið nægilega dugleg við það að gera okkur ferð þangað sem er þvílík synd! Þar sem að fáir staðir á jörðinni kveikja í eins mikla ástríðu í fólki eins og Ísrael gerir. Stórkostleg fegurð fjalla og dala, ótrúleg kyrrð Dauðahafsins, marglitaða Makhtesh Ramon gljúfrið og fornu hliðar Nasaret og Jerúsalem. Labbaðu um í gömlu borg Jerúsalem og hlustaðu á rólegu bænir Gyðinga við hin heilaga Grátmúr Gyðinganna.

Njóttu textans með ísraelskri tónlist!


 

 

Almennar Upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 8.760.920
  • Stærð að flatamáli: 20,770–22,072 km2
  • Opinbert Tungumál: Hebreska og Arabíska
  • Gjaldmiðill: Nýi ísraelski sjegelinn / 1 ₪ =30kr
  • Hitastig: Yfir sumartímann um 25°- 32°
  • Tímabelti: 2-3 tímum á undan Íslandi

Landsvæði með 1,5 milljón ára gamla sögu

Ísrael sjálft var stofnað árið 1948, eftir helförina á stríðsárunum. Fyrir það hefur verið byggð í tugi alda. Meira að segja má finna elstu fornleifar frummanna í Evrópu. Frá þeim tíma hefur Jesú labbað slóðir Jerúsalem og Nasaret og þarna verið byggð mögnuð mannvirki.

Verandi eitt af Miðausturlöndunum og þá hluti af svæði sem nær frá botni Miðjarðarhafsins og með fram Rauðahafsins að Arabíuskaganum er það hluti af þessu stórglæsilegt svæði sem hefur því miður orðið fyrir áföllum síðari ára. Að fara til Ísrael er því að okkar mati góð leið til þess að skoða menningu og landslag Mið-Austurlandanna, sem hafa verið í mikilli umfjöllun í gegnum tíðina, á sem öruggasta hátt.

Ísrael er eina frjálslynda lýðræðisríki Mið-Austurlandanna en þrátt fyrir það verður það líklega erfitt fyrir þig að heimsækja landið án þess að upplifa hversu flókin stjórnmál landsins eru, en það er bara hluti af menningarupplifuninni! Þegar kemur að slökun eru fjölmargar leiðir til þess að vera slaggur að njódda og liffa. Barir og strendur við Tel Aviv og Haifa eru draumur í dós. Þegar þú ert staddur á ströndinni geturðu hljómað voða klár og sagt frá þeirri staðreynd að í Dauðahafinu má finna lægst punkt jarðar (um 400m). Áhugamenn um vín geta skoðað víngerðir í Galíleu. Hvergi í heiminum, miðað við höfðatölu, eru jafn mörg söfn í heiminum og þrátt fyrir þessa miklu sögu og útlitið landsins sem minnir á forna tíma er hvergi annars staðar, nema í Kísildalnum (e.Silicon Valley), að finna fleiri tæknifyrirtæki (fleiri en 3000 talsins). Fyrir hin forvitna ferðalang á Ísrael ekki eftir að vera í erfiðleikum með að espa forvitni þína, koma þér á óvart og jafnvel veita þér áskorun af einhverju tagi. forvitinn gestur, Ísrael tekst aldrei að áskorun og rugla, hrifsa og koma á óvart. Okkur þykir því líklegt að Ísrael eigi eftir að skilja eftir varanlegar minningar sem lifa löngu eftir heimkomuna.

Tel Aviv-Yafo

Líklega einhver dýrasta borg heimsins en jafnframt líklega ein sú flottasta. Enda hefur hún ósjaldan verið kölluð Manhattan Miðjarðarsvæðisins. Þess vegna gæti Tel Aviv ekki verið mikið frábrugðnari en eldri nágrannar hennar eins og Jerúsalem. Besta lýsingu á Tel Aviv er að hún sé nútímavædd, lifandi og heimsborgaraleg. Í borginni ríkir sældarhyggja, skulum bara orða það þannig að þeir leggja mikið upp úr ánægju. Á hebresku merkir nafn borgarinnar “Hlíð Vorsins“ vegna þess að loftið í borginni er alltaf í stöðugri endurnýjun. Allt um borgina blómstra blóm, nýir veitingastaðir opna, og við fullvissum þig um að það er einhver að halda gott teiti á svæðinu.

Á svæðinu má finna flottar strendur, vel útbúnar með veitingastöðum sem eru bæði vinsæl hjá heimamönnum og ferðamönnum. Ekki láta þér bregða ef að þú sérð hóp fólks dans reglulega á bryggjunni. Borgin hefur að geyma fjölbreytt söfn sem þar sem allir eiga möguleika að finna eitthvað við sitt hæfi. Nokkrir dagar í borginni geta gert ferðina frábæra, vika þarna og þú gætir vel orðið fyrir opinberun!

 

 

Jerúsalem

Hin eldgamli bær, Jerúsalem, er andlegur griðastaður, heilagur Gyðingum, múslimum og kristnum! Verður fyrir flóði pílagríma til að tilbiðja á stöðum sem eru nátengdir grundvelli trúar þeirra. Þegar þú labbar um borgina ekki láta bregða þér ef að þú heyrir í kirkjubjöllum, bænakalli og tónum úr hornum Gyðinga hafa rafmögnuð áhrif á andrúmsloftið. Ilmur af reykelsi, kaffi og kertum streyma um bæinn. Ef þú nærð ekki jarðtengingu þarna þykir okkur leitt að tilkynna þér að það mun líklegast aldrei gerast.

Dauðahafið
Fyrst þú ert kominn lengra inn í Ísrael með heimsókn þinni til Jerúsalem þá mælum við hiklaust með því að þú fikrir þig aðeins lengra inn landið og skoðir Dauðahafið. Lægsti punktur jarðar, ónátturulega fallegt svæði með aldagamalli sögu en einnig nútímalegum steinefnaböðum. Nafn hafsins kemur til vegna rosalegs saltmagns í sjónum. Einnig má finna mikið að olíum og steinefnum hafinu. Allt um kringum hafið eru þessir glæsilegu dalir og gljúfur. Í gegnum tímana hefur fólk á svæðinu unnið að því að byggja mannvirki eins og Masada og Qumran á forntímum. Á síðari árum hafa síðan verið byggð lúxus hótel, göngu- og hjólaleiðir og heimsfræga grasagarða.