Slóvenía - Tripical

Slóvenía

Sjá myndir

Slóvenía

Slóvenía er staðsett í sunnanverðir Mið-Evrópu við rætur Alpafjall. Fjalllendi Slóveníu einkennist af köldum vetrum og heitum sumrum en við strandlengjuna við Adríahafið er miðjarðarhafsloftsslag með afskaplega heitum sumrum. Landið er í sjálfu sér ungt, en þau öðluðust sjálfstæði frá Júgóslavíu árið 1991. Landslag Slóveníu er einkum magnað en það er að stórum hluta skógi vaxið.

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 2.061.085
  • Stærð að flatamáli: 20.273 km²
  • Opinbert Tungumál: Slóvenska
  • Gjaldmiðill: Evra 
  • Hitastig: 20°-30° yfir sumartímann
  • Tímabelti: 1-2 tímum á undan Íslandi

Ljubiana

Höfuðborg Slóveníu, og jafnframt stærsta borg landsins, hefur gengt mikilvægu hlutverki fyrir landið síðustu áratugi. Hún er staðsett í miðju landinu, eða á milli Adríahafsins og Danube svæðisins. 2000 árum f.kr. var votlendið í nágrenni Ljubina numið af fólki sem bjó í forsögulegum viðarkofum. Fornleifafræðingar fundu þessa dvalarstaði ásamst ýmsun fornminjum, en merkilegast er elsta viðarhjóli í heiminum. Í dag eru þessir munir á heimsminjaskrá UNESCO. Á tímum Rómaveldis var borgin kölluð Emona en nafnið Ljubiana kom ekki fyrr en á 12. öld.

Bled Vatn

Við rætur Julian Alpanna er að finna Bled vatnið en í kringum það er stórmagnað umhverfi, umvafið fjöllum, fossum og skóglendi. Norðanmegin við vatnið er að finna Bled kastalann frá miðöldum. Í miðju vatninu er að finna eyju, en á henni miðri er gottnesk kirkja frá 17. öld skreytt myndum eftir öllum veggjum. Krikjan er iðulega sótt og er algengur brúðkaupsstaður. Samkvæmt hefð boðar það góða lukku að brúðguminn beri brúðurina upp stigana á brúðkaupsdaginn.