Moskva🇷🇺

07.03.2018

Hvað er klukkan????? Skiptir ekki máli í Moskvu!

Það skiptir ekki máli hvað klukkan er, hvaða árstími, né hvernig veðrið leikur við mann. Moskva bregst manni ekki. Öll hennar saga, byggingar, menning og listir halda lífinu gangandi allan sólarhringinn, allt árið í kring. Það ríkir mögnuð tign yfir borginni sem margir Íslendingar munu upplifa nú í sumar. Sjáðu bara hvernig nýjasti hluti borgarinnar hefur þróast! ⬇

Mikilvægasta svæði Moskvu

Mikilvægasti staður og kennileiti borgarinnar (mögulega öllu landinu) er Rauða torgið. Hjarta höfuðborgar Rússlands og að öllum líkindum vinsælasta aðdráttarafl Moskvu. Steinlagt torgið, sem áður var markaðstorg borgarinnar til lok 16. aldar, hefur að geyma einhverjar þekktustu byggingar Evrópu. Kremlin, St.Basil-dómkirkjuna og grafhýsi Leníns svo eitthvað sé nefnt má finna á svæði torgsins. Enda hefur torgið mjög sögulegt, landfræðilegt og andlegt mikilvægi fyrir heimamenn. Þegar þú gengur um þessar slóðir muntu strax finna fyrir því hvað svæðið geymir mikla sögu (sérstaklega ef að leiðsögumaður fer yfir það með þér hehe).

Þekktustu sögur og kennileiti samtímans

Flestir og líklegast allir kannast við sögu Rússlands. Hvernig landið var áður og meðan það var hluti Sovétríkjanna. Öll þau stríð sem háð voru innanlands sem og við önnur ríki. Í Moskvu færðu tækifæri til þess að fá allan þennan fróðleik beint í æð. Minnisvarðar fallna hetja, stórglæsileg söfn og skoðunarferðir gerir sögu landsins mjög áþreifanlega.

Listsýning í heild sinni ????

Hvernig væri að vera smá menningarlegur og skella sér á góða rússneska ballettsýningu eða rafmagnaða rússneska óperu? Alveg eins og hefðarfólkið gerði í denn.

Svo haldið sé áfram í listinni má heldur betur fara aðeins yfir arkitektúr Moskvu. Í borginni kemstu varla hjá því að sjá kúlulöguðu þökin sem minna helst á lauk. Kirkjubjöllurnar hljóma nánast allan daginn enda eru um 600 kirkjur á víð og dreif um Moskvu, margar hverjar glitrandi fallegar og nýlega endurbættar.

Meira um Rússland og Moskvu

Ef þú ert síðan að velta því fyrir þér hvað þurfir fleira að vita áður en haldið er til Moskvu þá er þér velkomið að skoða hér hvaða sjö hluti þú eigir að sjá, skoða og gera í Moskvu eða hér til þess að fá upplýsingar um það hvað gott sé að vita áður en til Moskvu er komið . Við tölum nú ekki um það ef þú villt geta bjargað þér í rússneskunni. Þá myndi ég smella hér!