Sjö hlutir til þess að sjá, skoða og gera í Moskvu

09.01.2018

Það styttist óðfluga í HM og er fyrsti leikur Íslands í Moskvu á móti Argentínu. Fyrir þá sem ætla sér á þann leik eða eru að íhuga það að skella sér vildum við taka saman smá lista af því sem skemmtilegt væri að sjá og skoða á meðan dvölinni stendur. Ef þú ert ein/n af þeim sem ert að spá í að skella þér mælum við því að þú smellir hér.

Tökum saman nokkra gullmola frá Moskvu:


1. Rauða torgið

Hjarta höfuðborgar Rússlands! Rauða torgið er að öllum líkindum vinsælasta aðdráttarafl Moskvu. Steini lagða torgið, sem var markaðstorg til í lok 16. aldar, er núna umkringt ógleymanlegum stöðum eins og Kremlin, St.Basil-dómkirkjunni, grafhýsi Leníns og öðrum stórmerkilegum manvirkjum.

Torgið er því staður þar sem flestar sögur borgarinnar og landsins hafa þróast, enda eru fleiri hlutir þessa lista á þessu svæði.


2. Grafhýsi Leníns

Kennileiti Moskvu sem fólk ýmist hatar eða elskar. Inn í byggingunni má finna glerkassa ef svo má segja með líkama rússneska byltingarkenndu goðsögninni Lenín.

Svæðið opnaði fyrst fyrir almenning í ágúst 1924. Í dag dregur grafhýsið um 2,5 milljónir gesta til sín á hverju ári.


3. Kremlin

Stærsta virka virkið í Evrópu. Kremlin í Moskvu býður upp á svo mikið að það tæki þig viku að kanna allt svæðið.

Þegar þú ferð á bak við 2.235 metra löngu Kreml veggina eru fimm torg og 18 byggingar til þess að kanna og 20 turnar til þess að læra nöfnin á. Sömuleiðis má þar finna stærstu bjöllu heims sem og fallbyssu. Vá.

 


4. Izmailovsky garðinum

Stærsti garðurinn í Moskvu. Í rauninni er hann eins konar Central Park Moskvu. Þar má finna frábæran minjamarkað sem enginn má missa af.

Hótelin sem sjá má á myndinni fyrir neðan (hægra megin) eru einmitt hótel sem gestir Tripical gista á á meðan dvöl þeirra stendur í Moskvu. Ertu kannski farinn að hlakka til?


5. Neðanjarðar lestarstöðvarnar

Hver hefði trúað því, en neðanjarðar lestarstöðvarnar eru gull fallegar! Hver stöð er einstök og áhugaverð. Fallega skreyttar og mikið í þær lagt.

Stöðvarnar eiga að endurspegla vináttu og tengsl borgarinnar við aðrar borgir í nágrenninu, iðnað á svæðinu og sögufræga rússa.

 


6. Miðbær Moskvu

Þar má finna stærstu skrifstofubyggingar í Evrópu. 16 risastórum byggingum er dreift á tiltölulega lítið svæði sem gerir það svolítið sérstakt í útliti.

Þarna má þó finna stór moll þar sem nóg er af verslunum og ef þú kíkir upp í einn turnanna er hægt að fá besta mögulega útsýni yfir borgina. Frekar næs.

 


7. Dýragarður Moskvu

Fyrir dýravinina. Þar má finna yfir 6.000 dýr og yfir 1.000 tegundir dýra.

Garðurinn er eitt vinsælasta aðdráttarafl borgarinnar og jafnvel fín tilbreyting frá öllu þungu sögulegu byggingunum.