Hvað þarf ég að vita áður en ég fer til Moskvu?

15.02.2018

Ef við tökum mark á sérfræðingum okkar er Moskva borg sem er á stöðugri hreyfingu. En á nokkuð öðruvísi hátt en fólk á að venjast. Fjöldinn allur af túristum sem heimsækja Rússland koma aftur heim til sín með tilfinningu um að Moskva og íbúar hennar var nokkuð óþægilegt. Aðal ástæða þess, segja þessir sérfræðingar okkar, er sú að fólk skilur og þekkir ekki reglur borgarinnar.

Nú til þess að þú lendir ekki í því sama, að misskilja borgina og jafnvel ekki átta þig á frábærleika hennar  fyrr en of seint. Settum við því upp lista sem hjálpar þér að forðast þann agalega misskyling.

Þú hefur leyfi til þess að prennta þetta út eða krota á hendina þína.


Hvað þarf ég að vita?

1. Vertu tilbúinn til þess að labba, fullt. Venjulegur dagur í Moskvu getur þurft að innihalda nokkra kílómetra labb, þónokkuð mikið upp og niður stiga.


2. Nota almennings samgöngur. Moskva er með einhverja verstu traffík í Evrópu en á sama tíma eru almenningssamgöngur borgarinar frábærar.


3. Undirbúðu þig fyrir það að þurfa pína þig áfram í smá rússneksu lestri. Smelltu hér til að læra aðeins inn á þetta! 


4. Peningar, vertu alltaf með nokkrar Rúblur á þér. Sumstaðar er ekki tekið við kortum.

 


5. Vertu búin að gera þér grein fyrir hvað þú vilt sjá í borginni.


6. Reyndu að forðast innanlandsflug eins og heitan eldinn. Flugin gætu litið út fyrir að vera þægileg og ódýr en það getu snúist upp í andhverfu sína á augabragði! Lestirnar eru lausnin á því.


7. Vertu tilbúinn til þess að gefa vegabréfið frá þér stöku sinnum. Í Rússlandi er það notað í stað ökuskírteini.


8. Byssur, sérstaklega yfir HM. Ekki láta þér bregða þó þú sjáir byssur á öryggisvörðum og lögreglunni. Þetta er gert fyrir þig!


9. Traffíkin, það er í raun bara ein regla þegar kemur að götunum, þegar þú ert búinn að stíga af gangstéttinni ertu á eigin spýtum.