- Tripical

[soliloquy id=”7213″]

Vertu í sambandi við sérfræðinga okkar í hópferðum fyrirtækja varðandi ALLT sem þarf að vera á hreinu fyrir þína ferð. Skilaboð á hallo@tripical.com og þú er svo gott sem á leiðinni á vit ævintýranna!

Það er alltaf eitthvað. Eitthvað sem gerir ferð erlendis eftirminnilega. Sem betur fer er það nú í lang flestum tilfellum eitthvað gott, eitthvað skemmtilegt, einhver upplifun sem gaman er að rifja upp aftur og aftur. Þeir eru óteljandi staðirnir sem koma til greina en hér eru þeir sem alltaf eru okkar viðskiptavinum ofarlega í huga.

Við erum svo á tánum að fylgjast með framboði í flugi og gistingu. Stundum sjáum við tækifæri sem ekki er hægt annað en að stökkva á. Það er því miklar líkur á því að við eigum áhugaverðar hugmyndir sem þú getur notið góðs af ef þinn hópur á kost á að vera sveigjanlegur.

Sannarlega er hugmyndin um eftirminnilega borg eitthvað sem fólk leggur mismunandi skilning í en margir eru sammála um að fyrir ýmissa hluta sakir hafa allar þessar eitthvað til að bera sem gerir þær spennandi. Lista okkar viðskiptavina prýða Bath, Belfast, Moskva, St. Pétursborg, Kraká, Hamborg, svæðið í kringum Alicante, Budva, Helsinki, Varsjá, Wroklow og Þórshöfn í Færeyjum. En auðvitað þarftu að skoða aðra möguleika líka.

Vinsælar
Framúrskarandi
Góðar
Iðandi