- Tripical

[soliloquy id=”7213″]

Vertu í sambandi við sérfræðinga okkar í hópferðum fyrirtækja varðandi ALLT sem þarf að vera á hreinu fyrir þína ferð. Skilaboð á hallo@tripical.com og þú er svo gott sem á leiðinni á vit ævintýranna!

Stundum kemur maður á staði og finnur samstundis fyrir sterkri tengingu. Allt um kring er eitthvað spennandi að gerast. Menningin hellist yfir mann, listin umvefur og mannlífið sendir frá sér einhverja ósýnilega orku sem er nánst hægt að setja sig í samband við. Þannig líður okkur í borgunum sem við kjósum að kalla iðandi. Mörg ykkar kunnið að hafa orðið fyrir svipuðum hughrifum á þessum áfangastöðum sem margir eiga langa sögu sem einmitt iðandi miðpunktur menningar, stjórnmála, átaka, byltingar eða mikilvægra framfara.

Við erum svo á tánum að fylgjast með framboði í flugi og gistingu. Stundum sjáum við tækifæri sem ekki er hægt annað en að stökkva á. Það er því miklar líkur á því að við eigum áhugaverðar hugmyndir sem þú getur notið góðs af ef þinn hópur á kost á að vera sveigjanlegur.

Flest okkar eigum við uppáhalds iðandi borg en meðal okkar viðskiptavina virðast þessar oftast koma upp: Vínarborg, Prag, Berlin, Amsterdam, Manchester og Munchen. Skoðaðu líka aðra möguleika.

Vinsælar
Framúrskarandi
Góðar
Eftirminnilegar