- Tripical

[soliloquy id=”7213″]

Vertu í sambandi við sérfræðinga okkar í hópferðum fyrirtækja varðandi ALLT sem þarf að vera á hreinu fyrir þína ferð. Skilaboð á hallo@tripical.com og þú er svo gott sem á leiðinni á vit ævintýranna!

Það er persónubundið hvað fólki finnst gera fyrirtækjaferð framúrskarandi. Það vitum við. Þó að það sé algengara að áhuginn beinist að því sem kannski kostar minna koma alltaf spurningar tengdar hugmyndum um staði sem fólk dreymir um að heimsækja. Við erum boðin og búin til að skoða alla möguleika með þér og þínum hópi og hvetjum auðvitað alla að hugsa um fleira en það augljósa. Nokkrir áfangastaðir bjóða upp á upplifun sem í huga fólks er mun verðmætari en önnur. Ásamt þvi að vera sveipaðir einhverjum töfrandi ljóma eru þessir staðir oft betur til þess fallnir til þess að halda árshátíð eða vandaðri mannfögnuði, sérstaklega fyrir stærri hópa.

Við erum á tánum að fylgjast með framboði í flugi og gistingu. Stundum sjáum við tækifæri sem ekki er hægt annað en að stökkva á. Það er því miklar líkur á því að við eigum áhugaverðar hugmyndir sem þú getur notið góðs af ef þinn hópur á kost á að vera sveigjanlegur.

Í dag setjum við Aþenu, Möltu, Dubrovnik, Sikiley, Tivat í Svartfjallalandi, að ógleymdri ævintýraeyjunni Tenerife,  í flokk framúrskarandi áfangastaða en auðvitað hvetjum við þig til að skoðað líka aðra möguleika:

Vinsælar
Góðar
Iðandi
Eftirminnilegar