Frábær ferð með Tripical til Haag
Hópur frá skrifstofu Vinnslustöðvarinnar fór í skemmtiferð til Haag með ferðaskrifstofunni Tripical í maí 2025, og upplifunin var hreint út sagt fullkomin. Fyrirvarinn á ferðinni var mjög góður eða 14 mánuðir. Tripical sá um að bóka flug, hótel og rútu, og buðu upp á marga valkosti fyrir hótel. Við vildum það besta á besta stað, og það gekk eftir því við vorum á frábæru hóteli í hjarta borgarinnar. Hjá Tripical var í boði aðstoð við að bóka viðburði og veitingastaði, þar sem við fengum úr mörgu að velja og gátum deilt tillögum með hópnum. Þessi viðbótar þjónusta gerði allt skipulag þægilegra og sparaði okkur mikinn tíma og fyrirhöfn í samskiptum. Allt ferðalagið gekk hnökralaust og stóðst fullkomlega væntingar okkar. Ég hvet alla sem eru á leið í hópaferðir til að nýta sér þjónustu Tripical. Þau einfalda allt utanumhald, auka öryggi og tryggja að ferðin gangi áfallalaust fyrir sig.
Starfsmannafélagið á skrifstofu Vinnslustöðvarinnar


