Frábær árshátíðarferð VHE til Haag í Hollandi
Við vorum að fara í okkar fyrstu árshátíðarferð erlendis og þar sem við erum með tvær stórar starfsstöðvar á landinu, þurftum við líka að hugsa fyrir því að koma hluta af fólkinu okkar á milli landshluta áður en það kæmist erlendis.
Það er því óhætt að segja að uppleggið var ekki það einfaldasta. En í stuttu máli sagt, þá gekk allt saman upp eins og í sögu. Öll samskipti og þjónusta við Tripical var með eindæmum jákvæð og þægileg. Innanlandsflug og gisting, flug út og rútur á hótelið stóðst allt. Hótelið sem þau völdu fyrir okkur var uppá 10 bæði er varðar gæði og staðsetningu. Það var mjög faglegt starfsfólk á hótelinu sem lagði sig fram við að aðstoða okkur og þjónusta. Þá var staðsetningin alveg niður í miðbæ og það var greinilegt að fólkið okkar kunni vel að meta það.
Þá var starfsfólk Tripical mjög hjálplegt við að hjálpa okkur við skipulagninu á árshátíðarviðburðinum sjálfum, bæði hvað varðar val og uppsetningu á stað og líka skipulag á skemmtikröftum en við nýttum okkur skemmtikrafta á vegum Tripical og þeir voru algjörlega frábærir. Bjarni töframaður sem veislustjóri og skemmtikraftur og Danni Dj sem sá um að halda dansgólfinu pökkuðu allan tíman.
Það var greinilegt að starfsmenn Tripical lögðu sig fram við að setja sig í okkar spor og vönduðu sig við að draga fram þá upplifun sem við vorum að sækjast eftir.
Við áttum frábæra ferð í alla staði og mælum svo sannarlega með Tripical til að sjá um svona ferða- og skemmtipakka fyrir stóra hópa.
