Blæbrigðaríka Brighton bíður eftir þér

01.03.2023

Brighton í Englandi

Brighton er tilþrifamikil gleðiborg sem víbrar af lífsgleði og góðri stemmingu, hvort sem fólk er þar í leit að hressandi og heilsusamlegri útiveru, gáfulegum vangaveltum um listir og sögu eða listasögu, nú eða bara eins og oft vill verða: góðu fjöri! Þetta er einn vinsælasti ferðamannastaður Bretlandseyja og ekki að ástæðulausu, því þar finna allir eitthvað spennandi fyrir öll sín skilningarvit. Eins og er með aðra vinsæla og fjölbreytta staði, má grafa aðeins dýpra ofan í atriðalistann, og finna þar sérstaka og minna þekkta afþreyingu sem gaman er að kynna sér. Auk þess er hin vinsæla Brighton Fringe Festival hátíð í gangi í maímánuði og býður upp á margs konar einstakar og óhefðbundnar sýningar, gamanleiki, tónlist, dans og fleira. Þú veist aldrei hvað þú gætir séð á Brighton Fringe. Blæbrigðaríka Brighton bíður eftir þér! Við hjá Tripical viljum fara með þig þangað núna í vor. Allar nánari upplýsingar finnurðu hér:

Skoðaðu hópferð til Brighton hérna.

 

The Booth Museum of Natural History

Þetta heillandi náttúrugripasafn er tileinkað rannsóknum á fuglum, spendýrum og steingervingum. Safnið var stofnað árið 1874 af náttúrufræðingnum Edward Booth og inniheldur yfir hálfa milljón sýnishorna víðsvegar að úr heiminum, þar á meðal sjaldgæfar og útdauðar tegundir. Vinsæll áfangastaður fyrir náttúruunnendur, vísindamenn, skólahópa og alla sem áhuga hafa á lífríki jarðarinnar.

The Seven Dials

Seven Dials er fjölbreytt og skemmtilegt  íbúðahverfi í hjarta Brighton borgar, uppbyggt dálítið eins og sólin að því leyti að fyrir miðju er hringtorg og út frá því liggja svo sjö götur eins og sólargeislar. Þarna er mikið af verslunum, úrval kaffihúsa og kráa. Þetta fjölbreytta samfélag er vinsælt svæði, bæði hjá heimamönnum og gestum og  þekkt fyrir líflegt andrúmsloft og ýmis konar menningarviðburði.

The Undercliff Walk

Þessi strandganga er falinn gimsteinn sem ekki margir ferðamenn vita um. Göngubrautin teygir sig meðfram strandlengjunni, og var upphaflega lögð á 3. áratug síðustu aldar til að vernda klettana fyrir veðrun og býður upp á töfrandi útsýni yfir hafið, klettana og landslagið í kring. Hún liggur í gegnum nokkur bogagöng og er vinsæll staður til að skokka, hjóla og ganga. Frábær leið til að flýja mannfjöldann í borginni!

The Duke of York’s Picturehouse

Þetta dásamlega kvikmyndahús er eitt af þeim elstu sem starfandi eru í landinu. Það var stofnað árið 1910 og hefur sýnt kvikmyndir síðan. Hönnun hússins er í áberandi art deco stíl og þar er boðið upp á blöndu af blokkbösterum, minna þekktum myndum frá sjálfstæðu senunni, auk erlendra kvikmynda sem vakið hafa athygli. Þar eru einnig haldnir ýmsir viðburðir, þar sem kvikmyndaleikstjórar koma í heimsókn og svara spurningum, eða leiksýningar eru sýndar í beinni útsendingu. Einstaklega notalegur og góður staður fyrir áhugafólk um kvikmyndir.

Ýttu hér til að skoða fleiri hópferðir sem eru í boði hjá Tripical!

St. Ann’s Well Gardens

Fallegt útivistarsvæði staðsett í hjarta Hove úthverfisins, og  frábær staður til að slaka á og njóta útiverunnar. Svæðið er byggt upp af nokkrum görðum, þar er gosbrunnur og tjarnir og einstaklega sjarmerandi brunnhús frá Viktoríutímanum. Þetta er vinsæll áfangastaður fyrir lautarferðir, gönguferðir og útivistaríþróttir, en þar eru einnig haldnir ýmsir viðburðir, eins og tónlistarhátíðir og leiksýningar undir berum himni.

The Old Police Cells Museum

Heillandi safn sem er til húsa í kjallara fyrrum lögreglustöðvar Brighton og býður upp á hrífandi innsýn í glæpasögu borgarinnar og störf lögreglunnar. Hér má finna upprunalega fangaklefa, réttarsal og sýningar á alls kyns lögregluminjum. Gestir geta fræðst um fræg mál, löggæsluaðferðir frá Viktoríutímanum og fleira úr dimmri glæpafortíð borgarinnar. Boðið er upp á leiðsögn.

The Komedia

Þessi gamanklúbbur og tónlistarstaður hefur verið starfræktur í hjarta Brighton í yfir 20 ár, og er þekktur fyrir fjölbreytta blöndu af uppistandi, spuna, kabarett og lifandi tónlistarflutningi. Þar er einn stærri aðalsalur og minna stúdíórými, allt eftir því hversu viðamiklir viðburðirnir eru. Að sjálfsögðu er þar líka skemmtilegur bar og veitingahús. Heimsókn hingað er ávísun á fyrirtaks kvöldskemmtun.

The Brighton Fishing Museum

Þetta litla safn er til húsa í fyrrum sjómannakirkju og er tileinkað sögu fiskveiðiarfleifðar í Brighton. Hér má líta gamla báta og veiðibúnað, auk þess sem gestir geta fræðst um líf sjómanna og fjölskyldna þeirra, mismunandi veiðiaðferðir og mikilvægi fiskveiða fyrir atvinnulíf á staðnum. Eitthvað sem við Íslendingar getum auðveldlega tengt og kannast við. Boðið er upp á leiðsögn.

The Ghost Walk of the Lanes

Þessi ógnvekjandi gönguleið fer með þig í gegnum hið sögulega Lanes hverfi. Uppáklætt leiðsögufólk tekur gesti um þröng húsasund og falda húsagarða, og deilir skelfilegum sögum af draugum, morðum og öðrum kaldrifjuðum leyndardómi. Heimsóttar eru draugakrár og dregnar fram ískaldar frásagnir af myrkri fortíð borgarinnar.

The Brighton Toy and Model Museum

Þetta safn er paradís fyrir leikfanga- og módeláhugafólk, með mikið safn af vintage og nútíma leikföngum, módellestum og fleira frá öllum heimshornum. Safnið er til húsa í viktorískri byggingu og sýnir meðal annars  járnbrautarmódel, dúkkur, bangsa, leikfangahermenn og gamla spilakassaleiki. Safnið hýsir einnig sérstaka viðburði og afþreyingu fyrir börn.

Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í hópferðum!