Ogguponsu óþekka en ótrúlega skemmtilega Sitges

20.02.2023

Sitges á Spáni

Strandbærinn Sitges neitar að fara að sofa, þar ríkir gleðirík stemming og dansinn dunar fram undir morgun. Þá er kominn tími á að skella sér á ströndina, þar má slaka á og safna sólbrúnku fyrir sálina og kröftum fyrir næstu nótt. Ef þú er mest fyrir svoleiðis. Ef þú ert hins vegar meira fyrir að vera á fótum og vilt nýta daginn uppréttur þá má gera svo heilmargt annað en að liggja í sólbaði, og vel hægt að eyða deginum í alls konar skemmtilegt, jafnvel óvenjulegt og sérstakt. Ogguponsu óþekka en ótrúlega skemmtilega Sitges bíður eftir þér. Hvernig væri að skella sér núna í vor? Tripical er með allt til reiðu, þú finnur upplýsingar hér:

Skoðaðu hópferð til Sitges hérna.

Almenningsgarðurinn Garraf

Sitges er umkringd fallegum görðum og einn sá fallegasti þeirra er Garraf. Þetta er tilvalinn staður til að flýja mannfjöldann og njóta náttúrufegurðar svæðisins. Hægt er að fara í rólega gönguferð um garðinn og njóta einstaks útsýnis yfir Miðjarðarhafið. Ekki láta þér bregða þótt þú sjáir erni á flugi eða refi og villisvín á vappi, dýralífið í Garraf er dásamlega fjölbreytt.

Kíktu í kirkjugarðinn

Þetta er kannski óvenjuleg uppástunga, en Cementiri Sant Sebastià Sitges er bara annað og meira en við eigum að venjast og enginn venjulegur kirkjugarður. Grafirnar eru skreyttar á einstakan hátt og einkennast af stórbrotinni listrænni hönnun frá hinum ýmsu tímaskeiðum og stíleinkennum þeirra. Við mælum hiklaust með heimsókn.

Tsjúúú tsjúúú!

Museu del Ferrocarril er ómissandi áfangastaður fyrir söguáhugafólk. Safnið er staðsett í gömlu lestarstöðvarhúsnæði og þar má fá innsýn í þróun lesta og áhrif þeirra á samfélagið, allt frá 19. öld og til dagsins í dag. Hér eru eimreiðar, dísillestir og rafmagnslestir. Þarna má líka skella sér í lestarferð og eiga frábæran dag fyrir alla fjölskylduna.

Fegurð í fjölbreyttum myndum

Með heimsókn í Cau Ferrat safnið má slá fleiri en eina moskítóflugu í einu höggi. Fyrst er að nefna sjálfa bygginguna sem hýsir safnið, fallegt hús frá 19. öld. Safnið innandyra samanstendur af verkum listamannsins og rithöfundarins Santiago Rusiñol, sem er þekkt nafn í listasögu Spánverja og átti sitt blómaskeið á fyrri hluta 20. aldar. Hann þótti með myndum sínum og skúlptúrum fanga fádæma vel hið daglega líf Katalóníubúa. Á bak við safnið er svo rúsínan í pylsuendanum, ótrúlega fallegur garður sem er tilvalinn fyrir góða göngu.

Ýttu hér til að skoða fleiri hópferðir sem eru í boði hjá Tripical!

Heilsusamleg skoðunarferð

Það er hressandi og gott að skoða sig um á hjóli í Sitges, njóta töfrandi strandlengju Miðjarðarhafsins og allra helstu merkisstaða sem draga til sín forvitna ferðalanga. Skipulagðar ferðir liggja flestar í gegnum gamla miðbæinn, meðfram ströndinni og að smábátahöfninni, en einnig er hægt að fara í hjólatúra út fyrir bæinn, um fallegar hæðir og víngarða í sveitinni í kring. Hjólaleigur eru fjölmargar í Sitges og auðvelt að finna sér viðeigandi fararskjóta og leggja svo frjáls í skemmtilega og vistvæna ferð og upplifa fegurð og menningu þessa ástsæla strandbæjar.

Kirkja með stórt nafn og mikla sögu

Sant Bartomeu i Santa Tecla kirkjan er staðsett í hjarta gamla bæjarins og er töfrandi dæmi um gotneskan arkitektúr Katalóníu, með sínum flóknu smáatriðum og glæsilegum bjölluturni. Altaristaflan er ótrúlega fallegt listaverk, og einnig má í kirkjunni finna tilkomumikla skúlptúra og önnur trúarleg verk. Kirkjan er sannarlega áhugaverður áningastaður, og minnismerki um ríka sögu og menningararfleifð Sitges.


Og svo tekur nóttin aftur völdin…

Fyrir þau sem vilja fara ,,all in“ í fyrirtaks djammskemmtun er rétt að benda á götuna Calle de Pecado (e. Sin Street). Hér eru nokkrir góðir staðir við Syndarstræti:

Organic Dance Club: Vinsæll næturklúbbur, þekktur fyrir mikið stuð og stemmingu og eðal danstónlist.

Privilege Club: Dálítið snobbaður en samt töff. VIP borð í boði.

Bukkake: Bar og næturklúbbur sem býður upp á fjölbreytta danstónlist – teknó, house- og vinsældarpopp.

Parrot Pub: Mjög vinsæll gay bar með vinalegu andrúmslofti og stórskemmtilegum drag-sýningum.

Queenz Cabaret: Bar og næturklúbbur sem býður upp á fjölbreytta skemmtun, lifandi tónlist, drag- og burlesque sýningar.

 

Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í hópferðum!