Bæklingur fyrir Árshátíðaferðir 2024

31.10.2023

Bæklingur fyrir Árshátíðaferðir 2024

Við bjóðum nú upp á fjöldi tilboða nýrra og skemmtilegra árshátíðarferða fyrir 2024! Kíktu á bæklinginn okkar þar sem finna má fjölda frábærra áfangastaða, þar á meðal úrval nýrra staða og hugmynda.

 

Hér má sækja bæklinginn í heild sinni: ÁRSH-ferdir-2024-PRENT

Skoðaðu hópferðir fyrir árshátíðarferðina ykkar hérna: Hópferðir Tripical

Meðmæli frá viðskiptavinum

Við hjá Starfsmannafélagi HS Veitna fengum Tripical til að skipuleggja fyrir okkur árshátíðarferð sem farin var vorið 2022. Fyrir valinu varð 5 daga ferð til Dubrovnik í Króatíu, hótelið „Hotel Croatia Cavtat“ var í litlu þorpi öskot frá flugvellinum. Þvílíkur dásemdarstaður!
Boðið var uppá skipulagðar skoðunarferðir í gamla bæinn Dubrovnik og Konavle svæðið, algjörlega frábærar ferðir í alla staði. Veislan sjálf var haldin utandyra á veitingastað hótelsins niður við höfnina í Cavtat, við fluttum með okkur veislustjóra (Bjarna töframann), sem hélt uppi stuðinu allt kvöldið og stemmingin, maturinn og veðrið maður lifandi! 
Ferð sem erfitt verður að toppa! starfsmenn og makar þeirra héldu heim eftir 5 nætur á yndislegu hóteli, með frábærri aðstöðu, skemmtilegu starfsfólki og geggjuðum fararstjórum sem sáu til þess að allt gengi eins og vel smurð vél.
Við vorum tæplega 150 sem fórum í þessa ferð og getum hiklaust mælt með Tripical til að sjá um ferðir af öllum stærðum og gerðum.

– Páll Marcher Egonsson, fyrrverandi forseti Starfsmannafélags HS Veitna

Hafa samband

hallo@tripical.is
Tripical Ísland ehf
+354 519 8900
Kt. 490721-0450
Fiskislóð 31d, 101 Reykjavík