Morgunblaðið með svipmynd af Viktori okkar

23.10.2023

Viktor framkvæmdastjórinn okkar var í svipmynd hjá Morgunblaðinu fyrir stuttu og fór lauslega yfir þær áskoranir og þann innblástur sem fylgir því að leiða hina óvenjulegu ferðaskrifstofu Tripical. Viktor hefur hvergi unnið annars staðar en hjá Tripical enda er hann einn stofnenda fyrirtækisins sem sérhæfir sig í dag í útskriftar- og árshátíðarferðum, fræðsluferðum og starfs- og endurmenntunarferðum.

Tripical hóf starfsemi 2015 og er frumkvöðull í sínum geira ferðaþjónustunnar en hópaferðir okkar hafa notið mikilla vinsælda. Við leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar skynji að ferðir með Tripical séu meira virði en almennt gerist.

Viðtalið má lesa hér á PDF, með góðfúslegu leyfi Morgunblaðsins.