Skotland

Sjá myndir

Skotland

Land sem leynir á sér!

Stór himinn, einmana landslag, frábært sjávarfang og jarðbundnir skotar taka á móti þér með mikilli gestrisni. Þetta, ásamt skotapilsum og óþolandi sekkjapípum eru fyrstu hlutirnir sem þú átt eftir að taka eftir á fyrstu klukkutímum eftir að hafa stígið inn fyrir skosk landamæri.

Njóttu textans með skoskum “ljúfum tónum” á uppáhalds hljóðfæri okkar allra


Almennar upplýsingar:

  • Fjöldi fólks: 5,404,700
  • Stærð að flatamáli: 77,933 km2
  • Opinbert Tungumál: Enska
  • Gjaldmiðill: Breskt Pund
  • Hitastig: Yfir sumar 9-16°C að meðaltali. Veturnir eru um 5-8°C að meðaltali
  • Tímabelti: 0 klukkutímum á undan Íslandi, 1 á undan yfir sumartímann

Úti er ævintýri

Skoska nátturan er sannkallað ævintýri. Skotland hefur að geyma nokkur af stærstu eyðimerkursvæðum sem eru eftir í Vestur-Evrópu. Svæði þar sem þú sérð gyllta örnin svífa yfir vötn og fjöll á norðursvæði landsins og Otra sulla og busla í ám. Ef þú ert svo heppinn þá gætirðu séð Loch Ness skrímslið, ef þú gerir það þá máttu endilega taka mynd af því þar sem allir sem hafa séð skrímslið hafa gleymt því…

Skotland er land með ríka sögu, stað þar sem litið er á landinu má finna einhverja sögu. Hvort sem það gerist á eyðirmerkueyjunum við strendur landsins, svæði sem eitt sinn var vígvöllur í Braveheart eða hellirinn sem faldi Bonnie Prince Charlie.

Ekki má síðan gleyma þeim hundruð kastala í Skotlandi, þú líklegast er ekkert að fara gleyma þeim þar sem þeir eru eitt mesta aðdráttaraflið.

Bragðaðu á Skotlandi

Líklegast færð þú ekki vatn í munninn þegar þú lest þessa undirfyrirsögn, það er hins vegar tímaskekkja! Stærri og stærri fjöldi túrista eru að átta sig á því að veitingastaðir í Skotlandi hafa hrist af sér gamalt og leiðinlegt orðspor í matargerð og þjónustulund. Segja má að Skotinn hafi öðlast nýja virðingu fyrir staðbundu hráefni og er nú hægt að bragða á ferskum sjávarafurðum, veiddum bara fyrr sama dag. Nauta- og hreindýrakjöt sem ræktað er á næsta bæ og grænmeti sem var ræktað af veitingastaðnum! Ekki er síðan verra að skola þessu niður með einföldu viskí. Punkturinn er kannski þessi, gefðu skoskri matargerð séns.

Edinborg

Edinborg er borg sem á skilað að vera uppgötvuð af þér. Kannski hægt að líkja henni við góða bók, eftir þú átt eftir að vilja stingja þér aftur og aftur inn í bókina kynnist henni meira og meira. Við getum, þau sem hafa farið, öll verðir sammála um að Edinborg er ein sú fallegasta í Evrópu. Umvafin og og byggð í kringum hæðir og vatn, þetta er borg í nánu sambandi við landslag sitt.

Ekki láta árstíðina stoppa þig, ef það er vetur þá geturðu bara komið þér vel fyrir á krúttlegum krám eða kaffihúsi og hlýjað þér yfir sekkjapípuspili og viskí. Sumar spyrðu, þá er góður möguleiki að mikið líf verði á götum borgarinnar og þessir fínu klúbbar eiga eftir að taka þér með opnum örmum.

Skíð (e. Isle of Skye)

Við erum að tala um næst stærstu eyju í Skotlands sem og þriðja vinsælasti ferðamannastaðurinn (á eftir Edinborg og Loch Ness vatninu) Hún er nyrsta eyja suðureyjanna í Skotlandi. Byggð hefur verið á henni frá miðsteinöld og stjórnuð í áratugina af fornnorrænum mönnum og í dag búa rúmlega 9 þúsund manns. Eyjan er gullfalleg en þetta er allt saman frekar gamalt, kalt og sérstakt.

Það sem gerir hana svona vinsæla fyrir utan þessa sögu hennar er töfrandi landslag, furðu líflega menning og dýrin sem má finna á svæðinu. Gullörn, krónhjörtur og lax eru meðal dýra sem bú á svæðinu.

Náttúran er mögnuð en þú mátt gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti eigi þokan eftir að hylja svæðið. Engar áhyggjur! Það er heill hellingur kastölum, söfnum notalegum krám og góðum veitingastöðum. Við mælum bara með því að þú komir eins og sannur Íslendingur, tilbúinn í miklar veðurbreytingar.

Aberdeen

Verandi norðarlega er Aberdeen orkuborg, eins og við íslendingar þekkjum vel. Ofan á það er Aberdeen þekkt undir nafninu Granítborgin en nafnið er viðeigandi að tvennu leiti, svæðið er mikið byggt með silfurgrænu graníti sem sem var grafið í nú yfirgefnu Rubislaw Quarry námunni sem eitt sinn var dýpsta manngerða hola í Evrópu. Hin ástæðan fyrir nafninu er sú að fólkið og hugarfar þess er graníthart!

Á góðum sólardegi má sjá borgina glitra vegna endurkasts granítsins. Aftur á móti á lágskýjuðum gráum degi er erfitt að átta sig á því hvar byggingarnar enda og himininn byrjar.

Snilldar blanda af nýju og gömlu

Það sem svæðið hefur með sér að þarna er hrikalega flott einmanalegt landslag og sú staðreynd að Aberdeen er og hefur verið á mikilli uppsiglingu og er að orðin mikil orkuborg, drifinn af olíuiðnaði í Norðursjónum.

Olíupeningurinn hefur gert borgina eins dýra og London og Edinborg. Sem að gerir hana auðvitað á sama tíma að meiri lúxusborg en hún var hér áður fyrr. Hótel, veitingastaðir og klúbbar sem hafa verið byggð með miklum peningum og því virkilega flott og nýtt margt hvað á svæðinu. Nú þar sem það er ekki nóg að vera bera rík og dýr borg með nýjum klúbbum og hvað eina þá býður hún einnig upp á flott úrval af menningarlegum hlutum, lista og sögu söfnum. Stór moll þar sem hægt er að versla eins og brjálæðingur. Síðan má ekki gleyma heimsklassa veitingastöðunum sem elda ofan í þig frábært úrval sjávarfangs (og annað). Ekki má síðan gleyma gestrisninni á svæðinu og hvað þá hinu heilaga skoska viskíið (við bara getum ekki hætt að tala um viskí!!).

Skotland

Hópferð til Edinborgar

Æðislega Edinborg! Edinborg er höfuðborg Skotlands. Þar búa í kringum 450.000 manns, en hátt í 1 milljón í héraðinu öllu. Auld Reekie eins og borgin heitir á skosku (og þýðir Old Smoky), sameinar hið gamla og nýja á sérstæðan hátt...