Höfuðborg Litháen, Vilníus, er athyglisverð borg með fjölbreytt menningarlíf og fjörugt næturlíf. Barokk kirkjur standa víðsvegar um borgina, þar er mikið af fallegum gömlum húsum sem mynda þröngar götur og torg þar sem finna má gott úrval af fyrsta flokks veitingastöðum. Þetta er skemmtileg borg og fullkominn áfangastaður fyrir góðmenna hópa.
Það er líka staðreynd við Íslendingar erum mjög vinsæl í Vilníus. Við vorum fyrsta þjóðin til að samþykkja sjálfstæði Litháen á sínum tíma og þeirri ákvörðun gleyma Litháar seint. Í borginni eru Íslandsstræti, Íslandsbarir og sitthvað fleira sem tengist okkur Íslendingum. Hér á þér eftir að líða eins og kóngi í ríki sínu.
Vilníus er vönduð nútímaborg, hún er ansi þéttbyggð og samanþjöppuð af höfuðborg að vera og því furðu auðvelt að kynnast henni náið. Hún býður upp á listasöfn á heimsmælikvarða, fallegan arkitektúr í gamla bænum, sem er friðaður af UNESCO, steinlagðar götur og glæsilegar kirkjur, sem ásamt afar líflegu menningarlífi gera hana að frábærum áfangastað fyrir næstu menningarferð þína.
Fyrir utan borgina er að finna minjar frá þeim tíma þegar svæðið tilheyrði Sovétríkjunum fyrrverandi. Þar er meðal annars gamalt kjarnorkuvopnasvæði sem í dag hýsir Kalda-stríðs safn. Einnig má þar finna einn af skúlptúrgörðum fyrrum Sovétríkjanna (Grūtas Park). Við mælum eindregið með heimsókn á þessa staði. Þeir eru athyglisverð áminning um hina dimmu fortíð landsins, á tímum Nasista og Sovétríkjanna. Í borginni má einnig sjá hvernig tímarnir voru í upphafi 20. aldar og í kringum fyrri heimstyrjöldina þegar Vilníus var ein fjölmennasta gyðingamiðstöð Evrópu og af þeirri ástæðu oft kölluð ,,Jerúsalem Litháens”. Þessi merkilega blanda gerir það að verkum að Vilníus er af mörgum talin ein mesta menningarborg Evrópu.
Gamli bærinn: Frábær staður til þess að sjá forna menningu svæðisins, byggingar frá 13. öld, sem og borgarhluta sem Gyðingar landsins nánast áttu. Núna tilheyra þessi hverfi hins vegar heillandi miðborg staðarins.
Uzupis: Hérað byggt af listamönnum og skapandi fólki. Merkilegt svæði vegna þess að íbúar Uzupis lýstu sig sjálfstætt lýðveldi árið 1998 og ,,borgarar” staðarins eiga sinn eigin fána og þjóðsöng!
Áarölt: Í gegnum borgina rennur glæsileg á (Viliya), umvafin grasi og skógum. Við mælum með að eyða góðum eftirmiðdegi í að rölta meðfram ánni og jafnvel að njóta góðrar lautarferðar.
Næturlíf upp á 10:Borgin hefur að geyma virkilega flott næturlíf. Ef tillit er tekið til vinsælda Íslendinga, má gera ráð fyrir að þú eigir eftir að vera fyndnasta og skemmtilegasta manneskjan á svæðinu! Bara af því þú ert Íslendingur! Það er ekki leiðinlegt!
Gediminas turninn: Klifraðu upp á hæðina þar sem áður stóð kastali frá 14. öld. Þar er nú turn sem hýsir safn og ef þú ferð efst upp í turninn upplifirðu fallegt útsýni yfir borgina.
Vilnius Cathedral: Minnir á gríska byggingu. Þessi skínandi hvíta klassíska kirkja er fallegur staður með áberandi stóru torgi fyrir utan, þar sem hægt er að njóta lífsins.
Three Crosses Hill: Flottur staður með mikla sögu. Minnisvarði um samtvinnaða fortíð Litháens og Sovétríkjanna. Svæðið hefur orðið fyrir skemmdum nokkrum sinnum en hefur verið endurbyggt að nýju! Af hæðinni er afar fallegt útsýni í allar áttir. Hún er reyndar í nokkra klukkutíma fjarlægð frá Vilníus, nálægt bænum Siauliai. Sjón er sögu ríkari!
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Litháen má með réttu kalla einn af földum gimsteinum Evrópu. Tenging Íslands við landið er allnokkur, en eins og þekkt er áttu íslensk stjórnvöld mikilvægan þátt í að Litháen öðlaðist sjálfstæði árið 1991. Landið er staðsett syðst af Eystrasaltsríkjunum og á landamæri að Lettlandi í norðri, Hvíta-Rússlandi í austri og Póllandi og Rússlandi í suðri. Litháen býður upp á hina fallegu og sögufrægu höfuðborg Vilníus, en einnig stórbrotna náttúru, skóga og vötn víða um land. Síðast en ekki síst má nefna eitt helsta aðdráttarafl Litháens, glæsilega strandlengjuna, með sínum hvíta sandi sem liggur eins og teppi við Eystrasaltið.
Höfuðborg Litháen er næststærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Hún er í senn afar falleg og skemmtileg, hér og þar rísa tignarlegar kirkjur í barokkstíl og á milli þeirra eru hin ýmsu hverfi – sum aldargömul, önnur ný. Þar má finna glæsilega veitingastaði, líflegar krár og skemmtistaði sem halda stemmingunni gangandi langt inn í nóttina. Vilníus er vönduð nútímaborg, byggð á gömlum grunni. Gamli bærinn er friðaður og skrásettur á heimsminjaskrá UNESCO, og hiklaust hægt að mæla með skoðunarferð um hann.
Litháen var hluti af Sovétríkjunum frá lokum seinni heimsstyrjaldar og allt þar til landið varð fyrst ríkja til að krefjast sjálfstæðis í aðdragandanum á falli kommúnismans. Til eru merkilegar leifar frá þessum tíma. Í Plokstine er meðal annars að finna yfirgefið fyrrum kjarnorkuvopnasvæði, sem nú hýsir safn tileinkað Kalda stríðinu. Safnið er staðsett í hinum fallega Zemaitija þjóðgarði sem er vinsælt göngusvæði og þangað er boðið upp á dagsferðir frá Vilníus, sem mæla má með.
Heimsókn í Grūtas Park (einnig þekktur sem Stalin’s World) er afar sérstök upplifun, en þar er að finna alls kyns styttur og skúlptúra frá Sovéttímanum. Garðurinn er staðsettur í um 130 km fjarlægð frá höfuðborginni.
Einnig er rétt að nefna þá staðreynd að Vilníus var lengi vel ein stærsta gyðingamiðstöð Evrópu og oft nefnd ,,Jerúsalem Litháen“. Vilnius Choral Synagogue er starfrækt í byggingu frá 1903 sem slapp merkilega vel frá ógnum stríðsins og áhugavert er að heimsækja, sem og hið sögulega Jewish Quarter í gamla bænum.
Gamli bærinn: Frábær staður til þess að kynna sér forna menningu þessa svæðis. Þar eru byggingar frá 13. öld og hverfi gyðinga frá þeim tíma þegar vegur þeirra var sem mestur í borginni. Heillandi miðborg sem gaman er að rölta um.
Uzupis: Hverfi innan borgarinnar sem að stórum hluta er byggt af skapandi listafólki, og merkilegt fyrir þær sakir að íbúar Uzupis lýstu yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis árið 1998 og eiga sinn eigin fána og þjóðsöng!
Rölt meðfram ánni: Í gegnum borgina rennur fallega áin Vilnia, með sína grasivöxnu bakka sem gaman er að rölta um, og jafnvel fara í góða lautarferð í skógunum í kring.
Gediminas turninn: Farðu upp á hæðina og skoðaðu leifarnar af þessum virðulega kastala frá 14. öld. Ef þú tekur þrepin upp í toppinn á turninum færðu stórkostlegt útsýni yfir borgina.
Vilnius Cathedral: Þessi skínandi hvíta klassíska kirkja er fallegur staður með áberandi stóru torgi sem gaman er að heimsækja.
Three Crosses Hill: Hæðin er reyndar í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Vilníus, nálægt bænum Siauliai, en við höfum hana með í þessari upptalningu því þetta er áhrifaríkur staður sem geymir mikla fortíð. Þar stendur minnisvarði um samfléttaða sögu Litháens og Sovétríkjanna, og hættuleg mótmæli og baráttu Litháa fyrir sjálfstæði sínu. Svæðið hefur nokkrum sinnum orðið fyrir skemmdun, en ávallt endurbyggt á nýjan leik. Hæðin býður upp á afar fallegt útsýni yfir landið í kring.
Fjöldinn allur af söfnum er í borginni þar sem skoða má allt frá sögu landsins, til hinnar fjölbreyttu listsköpunar sem landið hefur að geyma.
Þetta glæsilega hótel er staðsett í gamla bænum í Vilníus hjá dómkirkjutorginu, fyrir framan hin fræga Gediminas turn. Á hótelinu er slökunarsvæði með böðum, gufum sundlaugum og aðstöðu fyrir nudd.
Kempinski Cathedral Square var byggð fyrir 100 árum en hefur verið uppgert að fullu og hefur aldrei litið betur út.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Þetta 4-stjörnu Congress Avenue hótel er staðsett miðsvæðis við aðalgötu Vilníusar. Rétt hjá er þjóðleikhúsið og ríkisstjórnarhöllinni.
Allar helstu verslanir og bestu barir og veitingastaðir eru í næsta nágreni við hótelið.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hérna höfum við þriggja stjörnu hótelið 15th Avenue. Líklega er þetta eitt besta þriggja stjörnu hótel Vilníus enda staðsett á frábærum stað á aðalgötu miðborgar Vilnóus. Í göngufjarlægð frá dómkirkjunni og öðrum kennileitum borgarinnar.
Á sama svæði og 15th Avenue er eru fullt af verslunum, veitingastöðum, börum, næturklúbbum og annars konar starfsemi. Hótelið er frábært fyrir þá sem vilja upplifa Vilníus á besta hátt en á sem besta verðinu.
Sjáðu meira um hótelið hér.