Ætlarðu með okkur til Rússlands?

07.11.2017

Við erum á leiðinni til Rússlands…

…og við bjóðum þér að koma með!

Ýttu á play áður en þú heldur áfram!

Eftir 2-0 sigur á Kósovó á Laugardalsvellinum 9. október tryggði íslenska karlalandsliðið sér pláss meðal 32 landa í riðlakeppni HM í Rússlandi 2018. Keppt verður í 11 borgum, en keppnin hefst 14. júní í Moskvu og stendur til 15. júlí.

Dregið verður í riðla á HM 1. desember næstkomandi og kemur þá í ljós hvar og hvenær Ísland keppir.

 

Skráðu þig á HM póstlista Tripical hérna og fylgstu með!

 

Hvernig kaupi ég miða á leikina?

5. desember hefst miðasala fyrir staka miða, stuðningsmannamiða (ST) og stuðningsmannamiða með ákvæðum (CST). Hægt verður að sækja um þessa miða til 31. janúar 2018.

Hægt verður að kaupa  „follow your team“ miða en ef liðið dettur úr leik, þá færðu ekki fleiri miða á mótinu og þá borgar þú aðeins fyrir þá leiki sem þú mætir á og því hagstæðasti kosturinn fyrir þá sem ætla sér á alla leikina.

Síðustu miðarnir fara svo í sölu 18. apríl – 15. júlí, en við mælum með því að fólk sæki um miða í desember/janúar, ætli fólk með okkur til Rússlands!

Þú getur keypt miðana á vefsíðu FIFA.

 

Ekki er þörf á vegabréfsáritunum.

Ekki er þörf fyrir stuðningsmenn að fá vegabréfsáritun til að ferðast til Rússlands.

Þeir stuðningsmenn sem koma með okkur til Rússlands næsta sumar þurfa aðeins sækja um sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“, á vefsíðunni www.fan-id.ru

Með skírteininu má viðkomandi stuðningsmaður ferðast sér að endur­gjaldslausu með sérstökum lestum á milli keppnisborga og sömuleiðis með almenningssamgöngum á keppnisdegi. Ákveðin skilyrði gilda þó um stuðningsmannaskírteinin. Gott er þó að taka það fram að Rússneska lögreglan hefur rétt til að biðja vegfarendur um vegabréf eða önnur skilríki.

Tripical hvetur farþega sína að skoða reglurnar sem gilda fyrir stuðningsmannapassana vel og leita til sendiráðs Rússlands ef spurningar vakna.

Hægt er að hafa samband við sendiráð Íslands í Rússlandi í síma +7 (495) 956-7604 ef eitthvað kemur upp á. Það er mjög sniðugt að vista númerið.

Lestu meira um Rússland hérna!

En hvernig kemst ég á milli staða?

Jarðlestakerfi er aðgengileg í Moskvu, Sankti Pétursborg, Kazan, Nizhny Novgorod, Samara og Katrínarborg. Einnig eru lestasamgöngur á milli borga en í þeim má finna strætóa og leigubíla. Klukkustund í leigubíl kostar u.þ.b. 2000 kr.

Til þess að leigja bíl þarf ökumaður a.m.k. hafa náð 21 árs aldri og haft bílpróf í ár. Hægt er að leigja bíla á öllum alþjóðaflugvöllum Rússlands.

Sextíu kílómetra hámarkshraði er flest allstaðar innanbæjar en níutíu  utanbæjar. Þó getur verið allt að 130 kílómetra hámarkshraði á hraðbrautum. Flestir vegir í Rússlandi eru tollalausir. Á einungis átta vegum í öllu ríkinu þarf að greiða vegtolla.

Gjaldmiðill Rússlands er Rúbla en hægt er að greiða með greiðslukorti nær alls staðar í borgunum, hvort sem það er í verslunum, veitingastöðum eða börum. Engin lágmarksupphæð þarf að vera á kaupunum til þess að hægt sé að nota greiðslukort.

Almennar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðunni Welcome 2018, en þú getur einnig náð í appið þeirra í snjallsímann þinn!

Borgirnar ellefu

 

Moskva

Allir þekkja Moskvu, höfuðborg Rússlands, en henni má skipta upp í tólf(an) parta. Fótbolti er mikilvæg íþrótt í Moskvu en stærstu liðin eru CSKA, Sparatk, Dynamo og Lokomotiv.

Helstu kennileiti:

  • Rauða torgið
  • Kreml
  • Sankti Basils dómkirkjan
  • Gorkygarðurinn (segðu þetta 5x í röð án þess að mismæla þig)

Stór bjór á bar: 170 kr

 

Sankti Pétursborg

Næst stærsta borg og jafnframt fyrrum höfuðborg Rússlands, sunnan við landamæri Finnlands. Borgin hefur ósjaldan skipt um nafn en heitir nú þessu þjála nafni í höfuðið á Pétri mikla sem setti borgina á stofn á sínum tíma. Pétursborg er talin nútímavæddasta borg Rússlands og er jafnframt menningarhöfuðborg landsins með þar af leiðandi mjög öflugt menningar- og listalíf.

Helstu kennileiti:

  • Hermitage-safnið
  • Peterhof-höll
  • Vetrarhöllin
  • Dómkirkja Sankti Ísaks
  • Rússneska listasafnið
  • Hallartorgið

Stór bjór á bar: 218 kr

Kazan

Miðstöð trúar, efnahags og menningar og kölluð þriðja höfuðborgin. Borgin er ein sú fjölmenningarlegasta í Rússlandi en þar má finna múslima, réttrúnaðarkristna, gyðinga og kaþólikka. Kazan er staðsett austan við Novgorod og er þekkt fyrir að vera mikil íþróttaborg. Kazan hefur vaxið í vinsældum á síðustu árum og ferðamannastraumurinn þar aukist til muna, oftar en ekki vegna íþróttamenningarinnar sem þar ríkir. Ekki láta djúpsteikta bakkelsið chak-chak fram þér fara ef þú átt leið hjá.

Helstu kennileiti:

  • Qolsarif moskan
  • Þúsaldargarðurinn
  • Þjóðmenningarsafnið
  • Svartavatn
  • Kazan Kreml

Stór bjór á bar: 106 kr

 

Sochi

Lítil og falleg Svartahafs strandborg staðsett við landamæri Rússlands og Georgíu í mikilli nálægð við Kákasusfjöllin. Í borginni búa um 350.000 íbúar sem gerir borgina vinsælustu og stærstu sólarstrandarborg Rússlands og er ein af mjög fáum stöðum í Rússlandi þar sem heittempraðabeltisloftslag finnst með heitum sumrum og mildum vetrum. Í stuttri vegalengd frá borginni má finna skíðasvæði þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir árið 2014.

Helstu kennileiti:

  • Grasagarður borgarinnar
  • Höfrungagarðurinn Riviera
  • Orlinye Skaly-klettar
  • Sögusafnið í Sochi

Stór bjór á bar: 199 kr

Volgograd

Volgograd hét áður Stalíngrad og er að minnsta kosti 400 ára gömul. Borgin er, eins og nafnið gefur til kynna, við ánna Volgu. Miðborgin er miðpunktur mannlífsins má þar finna flesta garða, söfn og leikhús borgarinnar.

Helstu kennileiti:

  • Styttan “Móðurlandið kallar
  • Hús Pavlovs
  • Skipaskurðurinn
  • Mamayev Kurgan-hæðin

Stór bjór á bar: 127 kr

 

Katrínarborg

Fjórða stærsta borg Rússlands staðsett við landamæri Evrópu og Asíu, rétt austan við Úralfjöll. Í borginni búa um 1,4 miljónir íbúa og er hún ein mikilvægasta efnahagsborg landsins með aukinni innspýtingu í fjárhag borgarinnar á síðari árum. Þar má því finna stærstu skýjakljúfa Rússlands. Katrínarborg er eina borg mótsins sem er í Asíu. Borgin stendur við ánna Iset og Gorodskoy Prud-vatn.

Helstu kennileiti:

  • Dýragarður borgarinnar
  • Sögutorgið
  • Jarðfræðisafnið
  • Safn Boris Jeltsíns forseta

Stór bjór á bar: 102 kr

Kaliníngrad

Kalíníngrad liggur við Eystrasaltið og er aðskilin öðrum hlutum Rússlands af Eystrasaltslöndunum og Hvíta-Rússlandi. Borgin var á sínu tíma stofnuð af Þýskum riddurum og hefur verið prússnesk, þýsk og rússneskt borg frá stofnum. Borgin kom ílla út úr seinni heimsstyrjöldinni og flúðu íbúar borgarinnar ýmist eða hrektir á brott þegar borgin varð Rússnesk og nú búa um 500.000 manns í borginni. Saga hennar er því mikil, merkileg og jafnvel átakanleg. Kaliníngrad er vestasti hluti Rússlands.

Helstu kennileiti:

  • Dómkirkjan
  • Kastali borgarinnar
  • Dýragarðurinn

Stór bjór á bar: 145kr 

 

Nizhny Novgorod

Staðsett 400 km austur af Moskvu með íbúafjölda kringum 1,3 miljónir. Novgorod er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem vilja ferðast og skoða árnar þar um kring, en borgin er staðsett á skurðpunktum nokkurra stórra áa í Rússlandi. Borgin er mikilvæg efnahags-, samgöngu-, vísinda-, mennta- og menningarmiðstöð í Rússlandi. Í sögulegum hluta borgarinnar er fjöldi leikhúsa, safna og kirkja. Nizhny Novgorod var stofnuð árið 1221 og var á fjórtándu öld sjálfstætt borgríki sem hafði álíka ítök og Moskva. Borgin hét Gorky á tímum Sovétríkjanna.

Helstu kennileiti:

  • Svissneski garðurinn
  • Limpopo-dýragarðurinn
  • Nizhny Novgorod Kreml
  • Ríkislistasafnið

Stór bjór á bar: 181 kr 

Rostov-On-Don

Gullfalleg hafnarborg við Svartahafið með um milljón íbúa. Yfir sumartímann er meðal hitinn í borginni um 28 gráðurnar og því hægt að sóla sig vel um í borginni, við ána Don sem rennur þar í gegn eða legið við strendurnar í nágrenninu. Borgin er þekkt fyrir auðveldar samgöngur og er því oft sögð vera hliðið að Kákasus. Sem er svæðið milli Svartahafs og Kaspíahafs og Kákasusfjöllin þar um kring. Borgin var stofnuð árið 1749, en Nasistar réðust á borgina í seinni heismstyrjöld og var hún nærri gereyðilögð í stríðinu. Það tók um áratug að byggja borgina á ný.

Helstu kennileiti:

  • Dýragarður borgarinnar
  • Druzhba-garður
  • Gorkygarðurinn (aftur?)

Stór bjór á bar:  145 kr

 

Samara

Borgin er með stærri borgum Rússlands með um 1,2 miljónir íbúa. Samara er áar / hafnarborg en sér jafnframt um mikið af millilendingarflugum í Rússlandi sem gerir borgina að sterkri samgönguborg. Kaldir vetur og heit sumur einkenna borgina. Var borgin eins konar varahöfuðborg Sovétríkjanna. Geimfar Júrís Gagarín var byggt í borginni sem og fyrsti gervihnötturinn Spútnik.

Helstu kennileiti:

  • Gagarín garðurinn
  • Neðanjarðarbyrgi Stalíns
  • Dýragarðurinn

Stór bjór á bar: 113 kr

 

Saransk

Saransk er höfuðborg Mordóvíu og þar býr um þriðjungur þjóðflokksins Mordóva. Því er Mordóvíska annað opinbert tungumál héraðsins og er hún kennd í skólum. Borgin stendur við ánna Insar og var stofnuð árið 1641.

Helstu kennileiti:

  • Zoopark
  • Listasafn Mordóvíu
  • Lenínstyttan

Stór bjór á bar: 116 kr

 

Sjáumst í Rússlandi!