Má bjóða þér á Iceland Airwaves Off Venue?

17.10.2017

Við hjá Tripical ætlum að fá að byrja Iceland Airwaves (Off Venue) í ár og ætlum að bjóða þér að vera með!

Þar sem veturinn, myrkrið og kuldinn er að ganga í garð og fólk vill flýja land værum við til í að bjóða ykkur öllum erlendis, en því miður getum við það ekki að svo stöddu, skoðum það bara síðar. Það sem við getum þó gert er að safna saman frábæru úrvali af tónlistarfólki, halda opnunartónleika Iceland Airwaves og skemmta gestum og gangandi.

Viljum við hjá Tripical því ekkert meira en að fá þig til okkar og byrja helgina með stæl????????.

Hátíðin fer fram í Glerskálanum, Höfðatorgi, frá 17:00 til 22:00 föstudaginn 27. október og ætlum við að byrja ballið á rólegu nótunum með nokkrum kokteilum við hönd, kúpla sig inn í helgina, spjalla við kollega og vini.

Hafið samt engar áhyggjur! Á staðnum verður danssvæði og ef tekið er mið af því tónlistarfólkinu sem mætir á svæðið þá eiga hlutirnir eftir að þróast út í frábært partý þegar líður á kvöldið. Mun Bjórgarðurinn síðan sjá um að halda gleðinni gangandi í eftirfögnuði að hátíðinni lokinni.

Vínveitingasala verður á staðnum fyrir þá sem hafa náð 20 ára aldri????.

Frítt inn og allir velkomnir????????.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Starfsfólk Tripical!