Fyrirtækjaferðir
Hvert viltu halda og hvað viltu gera, í ferð með þínu fyrirtæki?
Fyrirtæki eru jafn fjölbreytt og mismunandi, og þau eru mörg. Þau eru stór og smá og byggja á starfsfólki sem er alls konar og alla vega. Með þetta í huga bjóðum við hjá Tripical fram okkar sérhæfðu þjónustu í að skapa frábærar fyrirtækjaferðir, sérsniðnar að ykkar þörfum, óskum og væntingum. Okkar markmið er að þið farið í langbestu ferðina, ferð sem veitir gleði, bætir andann og hlýjar hjartanu þegar hún er rifjuð upp. Við viljum að þegar einhver á kaffistofunni segir “manstu?”, þá man einhver annar svo sannarlega, og bros kviknar á vörum beggja. Af því þetta var langbesta ferðin.
Möguleikarnir fyrir skemmtilegar fyrirtækjaferðir eru óþrjótandi og áfangastaðir bíða um allan heim. Hvert viltu fara og hvað viltu gera? Við uppfyllum allar þínar óskir.
Veröldin öll er okkar leikvöllur
Sem dæmi um fyrirtækjaferðir má nefna helgarferðir til stórborga, menningarferðir á sögulega staði, sólarferðir, þematengdar ferðir og áfram mætti telja. Þær eiga þó flestar eitt og annað sameiginlegt. Flestum þeirra fylgir góður matur, drykkir og mögulega smá partý. Eða risapartý. Það er smekksatriði. Við hvetjum ykkur samt til að móta ekki hugmyndir ykkar of mikið út frá því hvað aðrir gera. Hugsið með okkur út fyrir kassann. Kíkið til okkar í kaffi, við elskum að ræða við fólk, og öðruvísi og spennandi fyrirtækjaferðir eru okkar líf og yndi.
Að því sögðu, þá erum við með nokkrar fyrirtækjaferðir í boði hér fyrir neðan. Við sjáum um að finna hentugt flug og gistingu, allt mögulegt annað getum við síðan skipulagt saman. Okkar markmið er bara að allir skemmti sér vel. Stundum er meira að segja svo gaman í ferðunum okkar að fólk kannski man ekki neitt! Það er allt í lagi okkar vegna, svo lengi sem fólk skemmtir sér erum við hæstánægð.
Hvernig er best að byrja?
Þegar skipuleggja á fyrirtækjaferðir getur reynst erfiðast að taka fyrsta skrefið og byrja. Það er fullkomlega eðlilegt, þegar svo margt er í boði. Til að kikkstarta hugmyndafluginu ykkar dálítið, getur þú ýtt á hlekkinn hér að neðan til að sjá allar þær fyrirtækjaferðir sem við erum með í boði:
Ýttu hér til að skoða fyrirtækjaferðir sem eru í boði hjá Tripical!
Við erum semsagt með alls konar og margs konar ferðamöguleika í boði.
Og þegar búið er að stíga fyrsta skrefið, þá er bara að taka það næsta, sem er að hafa samband við okkur! Hittið ferðaráðgjafa Tripical og við förum yfir fyrirtækjaferðina þína saman!
Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í fyrirtækjaferðum!
Að því loknu kemur svo síðasta skrefið, sem er tiltölulega einfalt, nefnilega að hlakka til þess að leggja af stað. Ok jú, það getur alveg verið erfitt að bíða eftir brottfarardeginum, en skipulagsvinnan að ykkar hálfu er lokið, því eftir að hafa mótað hugmyndina með okkur, sjáum við um að koma óskunum ykkar í framkvæmd. Ekkert stress. Bara tilhlökkun.
Tripical gerir ráð fyrir a.m.k. 20 manns í hverja fyrirtækjaferð. Ef fyrirtækið er mjög stórt er minnsta málið að fá leiguflug fyrir hópinn. Ekki amalegt að taka bara einkaflug fyrir mannskapinn!
Ef fyrirtækið þitt er undir 20 manns, er bara eitt í stöðunni. Ráða fleira starfsfólk!
En hvert á að fara?
Eins og við höfum áður nefnt er veröldin öll okkar leikvöllur, og við setjum engin takmörk á mögulega áfangastaði til að heimsækja með vinnufélögunum. Viltu fá dæmi? Hér eru nokkrir staðir sem við teljum fullkomna fyrir fyrirtækjaferðina ykkar!
Berlín – Oft nefnd fjölbreyttasta borg Evrópu.
Riga – Framúrskarandi blanda af því gamla og nýja, dekri, lúxus og gleði.
Barcelona – Miðjarðarhafsperla með undrandi byggingar, strendur, sól og sjó.
Sitges – Frábær stemming og eldheitt næturlíf.
Edinborg – Kastalar, barir, skotapils og sekkjapípur.
Prag – Mögnuð saga og arkitektúr, bjór og hamingja.
Brighton – Strandbærinn frábæri, með sinn flotta miðbæ og fallegu garða.
Dubrovnik – Af mörgum talin með fegurstu borgum heims.
Lissabon – Á mörgum listum sem einn mest spennandi áfangastaður Evrópu.
Haag – Stutt flug, flott strönd og frábær matur!
Þetta eru bara nokkrar hugmyndir. Endilega komdu okkur á óvart með nýjum stað, öðruvísi stað, spennandi stað. Við erum til í allt!
Ástæður fyrir að fara í fyrirtækjaferð
Það er til fjöldinn allur af ástæðum fyrir góðar fyrirtækjaferðir. Hóphristingur, of mikill peningur í starfsmannasjóðnum, titillinn “Vinsælasti starfsmannastjóri sem sögur fara af”. En svo má líka spyrja: Þarf endilega einhverja sérstaka ástæðu til að njóta saman og hafa gaman? Má ástæðan ekki vera: Af því bara!