Hvað eru fyrirtækjaferðir?

13.11.2017

Fyrirtækjaferðir

Nú spyrð þú, hvað eru fyrirtækjaferðir?

Svarið er einfalt, „hvað viltu að fyrirtækjaferðir séu?”

Við hjá Tripical áttum okkur á því að fyrirtæki eru eins fjölbreytt og mismunandi eins og þau eru mörg, bara rétt eins og snjókornin sem knúsa gangstéttina þessa daganna. Við áttum okkur líka á því að ferðirnar þurfa að vera sérsniðnar og sérdekraðar fyrir hvern og einn hóp.

Langar, mjóar, feitar og flottar, hvað má bjóða þér?

Fyrirtækjaferðir geta verið góðar helgarferðir til stórborga, menningarferðir, sólarferðir o.s.frv. Oftast fylgir þó dass af  mat, drykk og kannski smá partý. Ekki láta þessa hluti móta hugmyndir þínar of mikið. Hugsaðu með okkur út fyrir kassann og kíktu til okkar í kaffi. Við elskum að ræða við fólk sem vill gera eitthvað öðruvísi.

Að því sögðu, þá erum við með nokkrar fyrirtækjaferðir í boði hér fyrir neðan. Við púslum saman flug og gistingu, en síðan getum við skipulagt allt mögulegt saman. Okkar markmið er bara að allir skemmti sér vel. Stundum verður þetta það skemmtilegt að fólk man kannski ekki neitt! Það er allt í lagi okkar vegna, ef fólk skemmtir sér erum við glöð.

Hvernig byrja ég ferlið segiru?

Enn á ný, mjög góð spurning! Það verður að viðurkennast að þú sért með mjög góðar spurningar. Hvernig eigi að vinna fyrirtækjaferðir getur vafist fyrir fólki, fullkomnlega eðlilega.

Svona til að byrja með, og til þess að koma hugmyndafluginu af þá eru hérna tvö dæmi um mögulegar fyrirtækjaferðir, mjög mismunandi að flestu leiti, en eiga það sameinginlegt að jú, geta báðar verið fyrirtækjaferðir.

Dæmi!

Fyrirtækjaferð til Póllands

Nú eða eitthvað allt annað!

Road trip um suðurríki Bandaríkjanna

Síðan erum við með fullt af fleiri stórskemmtilegum ferðum. Þú þarft bara að pakka góða skapinu með! Önnur dæmi má finna hér.

Næsta skref í ferlinu er bara að hafa samband við okkur! Hittu ferðaráðgjafa Tripical og förum yfir fyrirtækjaferðina þína saman!

Þá er komið að síðasta skrefinu í ferlinu, það er einfalt, að bíða og hlakka til ferðarinnar. Meiri vinna er það ekki fyrir þig, ekkert stress, bara kósý. Eftir að hafa mótað hugmyndina með okkur þá er nánast ekkert meira fyrir þig að gera en að hlakka til.

Tripical gerir ráð fyrir a.m.k. 10 manns í hverja fyrirtækjaferð. Ef fyrirtækið er mjöög stórt er minnsta málið að fá leiguflug fyrir hópinn (Yay! Einkaflug!).

Ef fyrirtækið þitt er undir þessum fjölda þá er bara eitt í stöðunni. Ráða fleira starfsfólk!

En hvert á ég að fara?

Til er heill hellingur af borgum og bæjum til þess að skella sér til með vinnufélögunum. Til þess að einfalda þér lífið viljum við nefna nokkra áfangastaði sem við teljum fullkomna fyrir svona hópferð!

Byrjum á þessu klassíska

New York – London – París – Chicago – Berlín – Amsterdam – Boston – Róm –Kaupmannahöfn – Stokkhólmur – Helsínki – Washington D.C. – Madríd –Dublin – Glasgow

Meira út fyrir kassann?

Búdapest – Aberdeen – Gautaborg – Dubrovnik – Dallas – Brighton – Ríga –Vilníus – Kraká

Langt langt út fyrir kassann?

Las Vegas – Sydney – Dubai – Hong Kong – Moskva – Hawaii – Tokyo – Cancún

Þetta var bara svona rétt til að gefa þér hugmyndir um hvert sé hægt að fara!

Ástæður fyrir að fara í fyrirtækjaferð

Það eru fjöldinn allur af ástæðum til þess að fara í fyrirtækjaferðir. Hóphrisstingur, of mikill peningur í starfsmannasjóðnum, verða vinsælasti starfsmannastjóri sem sögur fara af. Nú eða bara lengja helgina þína og skoða drauma borgina. Engar áhyggjur, við dæmum ekki.


Þú gerir þér ekki grein fyrir hvað við hlökkum mikið til þess að hitta þig! Vá!