Rússland

Sjá myndir

Rússland

Stórasta land í heimi!

Margir Íslendingar telja sig vita eitthvað um Rússland. Til dæmis að Rússland sé stærsta land í heimi að flatamáli, næstum tvöfalt stærra en Kanada, að hluti landsins sé í Austur-Evrópu og hin í Norður-Asíu, og jafnvel að Rússland nær allt frá Noregs og til Norður-Kóreu (vó!).

Hversu margir Íslendingar hafa samt komið til Rússlands? Líklega ekkert allt of margir. Við hjá Tripical viljum því bjóða þér upp á fjölda mögulegra áfangastaða í Rússlandi, svo þú getir sagt á næsta ættarmóti að þú hafir nú heldur betur skoðað Rússland.

Þetta heimsins stærsta land og það áttunda fjölmennasta í heiminum bíður upp á fjölbreytta og skemmtilega áfangastaði. Allt frá menningarlegum skoðunarferðum til vodka fullra kvöldstunda. Víggirt virki, glitrandi hallir (með þökum sem minna hreinlega á lauk) og óreglulaga kirkjur einkenna margar borgirnar.

Fyrir bestu mögulegu upplifun, spilaðu lagið á spilaranum!


Almennar Upplýsingar:

  • Fjöldi íbúa: 143.600.000
  • Stærð að flatarmáli: 17.075.400 km²
  • Opinbert tungumál: Rússneska
  • Gjaldmiðill: Rússnesk Rúbla / 1₽=1,83kr
  • Hitastig: Í evrópska hluta Rússlands rokkar hitastigið allt frá -30° til +30°
  • Tímabelti: 2 til 12 tímum á undan Íslandi – 11 tímabelti

Sjáðu heildarmyndina

Þar sem miklar landfræðilegar vegalengdir eru í Rússlandi og þar með menningarlegur munur á milli staða er hver borg einstök. Maður áttar sig eiginlega ekki á Rússlandi nema maður flakki svo lítið um þetta risastóra land. Ef þú villt ekki fara beint til Moskvu geturðu íhugað að að fljúga beint til svæðisstöðva eins og Rostov-Don, Yekaterinburg eða Samara og jafnvel leggja í ferðalag milli þessara borga, hvort sem það er á hestvagni, lest, mótorhjóli eða jafnvel bara flugi. Upplifðu af eigin skinni sögu og menningu Rússlands sem er óumdeilanlega stórmerkileg!

Stórborgirnar tvær: Moskva og Sankti Pétursborg

Moskva

Moskva er höfuðborg Rússlands með um 12 miljónir íbúa og dregur nafn sitt ánni Moskvu staðsett á vesturhluta Rússlands til miðju. Borgin er ein mikilvægasta borg Rússlands vegna pólitísks, efnahags- og menningarlegar mikilvægar hennar. Fyrstu heimildir um borgina ná hvorki meira né minna allt frá árinu 1147 og sagan því mikil. Borgin er hvað þekktust fyrir heimsfrægan arkitektúr sinn. St. Basil dómkirkjan, Rauða torgið og Kreml eru líklegast með þekktustu kennileitum borgarinnar. Í Moskvu búa flestir milljarðarmæringar heimsins, þremur fleiri heldur en í New York t.d., eða 74 talsins, engin önnur borg toppar það $$$

Sankti Pétursborg

Næst stærsta borg og jafnframt fyrrum höfuðborg Rússlands með um 5 miljónir íbúa staðsett í norðvestur Rússlandi, sunnan við landamæri Finnlands. Borgin hefur ósjaldan skipt um nafn en heitir nú þessu þjála nafni í höfuðið á Pétri mikla sem setti borgina á stofn á sínum tíma. Pétursborg er talin nútímavæddasta borg Rússlands og er jafnframt menningarhöfuðborg landsins með þar af leiðandi mjög öflugt menningar- og listalíf.

Kalíníngrad

Kalíníngrad liggur við Eystrasaltið og er merkileg að því leyti að hún er aðskilin öðrum hlutum Rússlands af Eystrasaltslöndunum og Hvíta-Rússlandi. Borgin var á sínu tíma stofnuð af Þýskum riddurum og hefur verið prússnesk, þýsk og rússneskt borg frá stofnum. Borgin kom ílla út úr seinni heimsstyrjöldinni og flúðu íbúar borgarinnar ýmist eða hrektir á brott þegar borgin varð Rússnesk og nú búa um 500.000 manns í borginni. Saga hennar er því mikil, merkileg og jafnvel átakanleg.

Rostov-on-Don

Gullfalleg hafnarborg við Svartahafið með um milljón íbúa. Yfir sumartímann er meðal hitinn í borginni um 28 gráðurnar og því hægt að sóla sig vel um í borginni, við ána Don sem rennur þar í gegn eða legið við strendurnar í nágrenninu. Borgin er þekkt fyrir auðveldar samgöngur og er því oft sögð vera hliðið að Kákasus. Sem er svæðið milli Svartahafs og Kaspíahafs og Kákasusfjöllin þar um kring.

Sochi

Lítil og falleg Svartahafs strandborg staðsett við landamæri Rússlands og Georgíu í mikilli nálægð við Kákasusfjöllin. Í borginni búa um 350.000 íbúar sem gerir borgina vinsælustu og stærstu sólarstrandarborg Rússlands og er ein af mjög fáum stöðum í Rússlandi þar sem heittempraðabeltisloftslag finnst með heitum sumrum og mildum vetrum. Í stuttri vegalengd frá borginni má finna skíðasvæði þar sem Vetrarólympíuleikarnir voru haldnir árið 2014.

Volgograd

Volgograd er milljón manna borg staðsett ekki langt frá landamærum Rússlands og Kasakstan. Borgin er á vesturbakka Volgu sem er lengsta stórfljót í Evrópu og þar liggja mestu innanlands siglingaleiðir í Rússlandi. Vegna sögu og tenging borgarinnar við Joseph Stalín og stríðstíma 20. aldarinnar, hét borgin áður Stalíngrad fram að breytingu árið 1961. Borgin fékk að finna fyrir seinni heimsstyrjöldinni með miklum skemmdum vegna loftárása Þjóðverja. Í dag er borgin mikilvæg iðnaðarborg þar sem framleiðsla málma og olíu ræður ríkjum. Í gegnum hana liggur lengsta lestaleið Evrópu sem tengir saman Calais í norður Frakklandi við austurhluta Kasakstan.

Yekaterinburg

Fjórða stærsta borg Rússlands staðsett við landamæri Evrópu og Asíu, rétt austan við Úralfjöll. Í borginni búa um 1,4 miljónir íbúa og er hún ein mikilvægasta efnahagsborg landsins með aukinni innspýtingu í fjárhag borgarinnar á síðari árum. Það má því finna stærstu skýjakljúfa Rússlands í Yekaterinburg.

Miðjuborgir Evrópusku-Rússlands

Nizhny Novgorod

Staðsett 400 km austur af Moskvu með íbúafjölda kringum 1,3 miljónir manna er Novgorod vinsælasta staðsetning fyrir ferðamenn sem vilja ferðast og skoða árnar þar um kring, en borgin er staðsett á skurðpunktum nokkurra stórra áa í Rússlandi. Borgin er mikilvæg efnahags-, samgöngu-, vísinda-, mennta- og menningarmiðstöð í Rússlandi. Í sögulegum hluta borgarinnar er fjöldi leikhúsa, safna og kirkja.

Kazan

Kazan er staðsett austan við Novgorod og er þekkt fyrir að vera mikil íþróttaborg. Um 1,2 miljónir manna búa í borginni. Kazan hefur vaxið í vinsældum á síðustu árum og ferðamannastraumurinn þar aukist til muna, oftar en ekki vegna íþróttamenningarinnar sem þar ríkir.

Saransk

Saransk er minnsta borgin sem við bjóðum upp á hvað varðar íbúafjölda en hann er um 300.000 manns. Hún er staðsett suðaustur af Moskvu eða tiltölulega beint fyrir neðan Nizhny Novgorod. Borgin dregur nafn sitt af Saranka ánni, eins og svo margar aðrar borgir í Rússlandi.

Samara

Borgin er með stærri borgum Rússlands með um 1,2 miljónir íbúa. Samara er áar / hafnarborg en sér jafnframt um mikið af millilendingarflugum í Rússlandi sem gerir borgina að sterkri samgönguborg. Kaldir vetur og heit sumur einkenna borgina.