Fjölbreytt og öðruvísi skemmtun í gleðibombunni Berlín

02.02.2023

Berlín í Þýskalandi

Það er ekki erfitt að finna einstaka og áhugaverða hluti í Berlín. Fjöldinn þar af sérkennilegum veitingahúsum, börum og áningastöðum er einmitt það sem gerir hana eina skemmtilegustu borg Evrópu (og þótt víðar sé leitað). Berlínarbúar virðast í mörgu bara hugsa öðruvísi en aðrir. Stundum er eins og þeir leitist við að koma auga á það fagra í hinu hráa og ljóta. Eitt er víst: þau kunna að búa til einstaka upplifun og stemmingu í umhverfi sem öðrum dytti ekki í hug. Komdu út með Tripical í vor og upplifðu fjölbreytta og öðruvísi skemmtun í gleðibombunni Berlín!

Skoðaðu hópferð til Berlín hérna.

Matur og drykkur

Einstakur matur í einstaklega hráu umhverfi

La Soupe Populaire er til húsa í fyrrum brugghúsi frá 19. öld, og býður upp á einstaka matarupplifun, innan um hráan múrstein, óvarin rör og stál. Hér ræður ríkjum hinn verðlaunaði Berlínarkokkur Tim Raue, sem sameinar á einstakan hátt list og matargerð með óhefðbundnum réttum byggðum á hefðbundnum þýskum heimilismat. Ef einhverjir hafa fengið nóg af hráleikanum að málsverði loknum má benda á Le Croco Bleu barinn í næsta nágrenni. Þar eru skínandi innréttingarnar eins og klipptar út úr ævintýri, sykursætar og heillandi, og kokteilarnir himneskir.

Þvottahús með nýjan tilgang

Lavanderia Vecchia er fallegur og heillandi ítalskur veitingastaður inni í fyrrum þvottahúsi sem heldur mikið af innréttingum sínum og sjarma. Það er ekki í boði að koma með óhreina þvottinn sinn með sér, en hér er vel hægt að sitja í góðu yfirlæti og njóta dásamlegra veiga á stað sem kemur verulega á óvart.

Ýttu hér til að skoða fleiri hópferðir sem eru í boði hjá Tripical!

,,Opna að aftan!“

Café Pförtner er staðsett í Wedding hverfinu, á lóð þar sem áður stóð verksmiðja sem framleiddi og sá um farartæki fyrir almenningssamgöngur í Berlín. Mjög skemmtilegur staður þar sem meðal annars má setjast í gamlan strætisvagn sem breytt hefur verið í stílhreina og sjarmerandi setustofu. Fjölskylduvænt andrúmsloft og seiðandi suðrænir réttir  á sanngjörnu verði.

Gamalt apótek

ORA er ótrúlega heillandi vínbar og veitingahús staðsettur í gömlu apóteki (Oranien Apotheke). Fallegar 19. aldar viðarinnréttingar og hillur fá að njóta sín, ásamt gömlum lyfjakrukkum og öðrum aukahlutum frá fyrri starfsemi. Þetta er afar flottur staður þar sem áhersla er lögð á öll smáatriði til að gera upplifunina sem áhrifaríkasta. Auk þess er mikill metnaður í mat og drykk, þarna má panta sér smárétti með góðum drykk eða stærri máltíðir.

Í húsi slátrarans

Eins og áður var sagt, er vinsælt í Berlín að taka hráan ljótleika og snúa honum í eitthvað allt annað. Dim Sum staðurinn Yumcha Heroes er gott dæmi um þetta. Hann er staðsettur í gamalli kjötverslun slátrara og nýtir sér flísar á veggjum og gólfi auk ýmissa fylgihluta gömlu verslunarinnar sem skreytingu í stílhreinum og töff innréttingum. Nú er hins vegar ekki boðið upp á nýslátrað, heldur ljúffenga Dim Sum rétti.

Kaffi á krana

Kranhaus Café er sannarlega sérstakt kaffihús, staðsett milli iðnaðarbyggingar í Spree, í múrssteinsbyggingu með stórum byggingarkrana á þakinu.Falið meðal iðnaðarbygginga á Spree er sannarlega einstakt kaffihús í Berlín. Umhverfið fyrir utan er andstæða þess sem mætir manni þegar inn er komið. Innréttingin er björt og aðlaðandi, og huggulegt að sitja í aafslöppuðu andrúmslofti og gæða sér á ótrúlega góðu kaffi og nýbökuðu góðgæti.

Tadsjikísk testofa

Tehúsið var upphaflega gjöf Tadsjekistan til Austur-Þjóðverja og átti að vera vitnisburður um vináttu Tadsjekistan, Austur-Þýskalands og Sovétríkjanna. Útskornar súlur og handofin vegg- og gólfteppi voru fyrst hluti af sýningu sem fram fór í Leipzig árið 1974, en tveimur árum síðar var þessu ásamt öðrum innréttingum komið fyrir og gerð testofa, sem var vinsæl í Austur-Þýskalandi. Hér blandast saman gott te, sögur af stemmingunni fyrir hrun austur-blokkarinnar, ásamt öðrum ævintýrum. Fólk þarf að fara úr skóm og situr við lág borð. Þetta er mjög vinsæll staður og því best að panta borð.

Uppáhald heimamanna

Eschenbräu er oft nefndur sem uppáhalds bar heimamanna og falinn gimsteinn í borginni. Hann er staðsettur í rólegum hluta Mitte hverfisins og býður upp á mjög góðan sérbruggaðan bjór með sérkennilegum nöfnum eins og Amber Rocket og Wedding Crossover. Þá er líka í boði mikið úrval af sérréttum til að njóta með drykkjum. Á bak við staðinn er risastór húsgarður þar sem gott er að sitja á góðviðrisdögum.

 

Sitthvað fleira skemmtilegt

David Hasselhoff safnið

Það er ekki stórt, aðeins um 2 fermetrar, en er helgað mikilli stórstjörnu og staðsett í horni á The Circus Hostel. Þann 31. desember 1989 hélt Hasselhoff tónleika á rústum múrsins og söng meðal annars hið epíska lag sitt ,,Looking for freedom.“ Um þetta má fræðast á safninu en einnig um hreyfinguna sem var sett á laggirnar til að fá það í gegn að Hasselhoff fengi götu í Berlín nefnda eftir sér. Þess má geta að David Hasselhoff á það til að mæta sjálfur í heimsókn á safnið.

Skrýmslaveröld

Í Mitte hverfinu er að finna falinn súrrealískan neðanjarðarheim sem ber nafnið Monsterkabinett. Þar má finna alls kyns vélmennaskrýmsli ásamt mögnuðum tölvustýrðum lista- og hljóðskúlpturum. Ef þú ert til í eitthvað öðruvísi og pínku kreisý er þetta staður til að heimsækja. Inngangurinn  er í húsagarði Haus Schwarzenberg, þar er hringstigi sem leiðir þig á áfangastað.

Gakktu skýjum ofar

Fyrir þá sem hlæja að lofthræðslu má mæla með himnagöngunni í Marzahn. Þetta er ókeypis útsýnispallur staðsettur ofan á 70 metra háhýsi og býður upp á stórkostlegt útsýni yfir miðbæ Berlínar og Brandenborgarhliðsins.

Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í hópferðum!