Nýtt ár með nýjum ævintýrum – ferðastu með Tripical 2023!

04.01.2023

Gleðilegt nýtt ár! Við hjá Tripical tökum glöð og reif á móti árinu 2023, klöppum því hressilega á bakið og bjóðum hjartanlega velkomið. Þetta verður gott ár, og við hlökkum til að takast á við þau skemmtilegu verkefni sem bíða okkar, ferðalögin ykkar! Þau eru margvísleg, fjölbreytt og skemmtileg, áfangastaðirnir áhugaverðir, heillandi og fallegir. Þetta er nýtt ár með nýjum ævintýrum. Ferðastu með Tripical 2023.

Skíðaferð

Í lok þessa mánaðar, frá 27. janúar – 3. febrúar er komið að okkar árlegu skíðaveislu í fjöllum Andorra. Þar eru brekkur hlaðnar vel þjöppuðum kristalhvítum snjó. Veðrið og aðstæður allar eru fullkomnar fyrir skíðaglaða Íslendinga að þyrla hvítu púðrinu í allar áttir. Við hvetjum þau ykkar sem eruð farin að iða í iljunum og þráið fátt heitar en að stíga á skíðin ykkar eða bretti, að tryggja ykkur sæti í þessa frábæru ferð. Skíðafrí er besta fríið! Skíðaferðir Tripical eru bestu skíðaferðirnar!

Borgarferðir

Í vor erum við með ferðir til hinna ýmsu borga í Evrópu, þar sem við miðum dagsetningar meðal annars við rauða frídaga í maí mánuði, 1. maí sem í ár ber upp á mánudegi, og hvítasunnuhelgina í lok mánaðarins. Nú er tilvalið að skella sér út í evrópska vorhlýju og gleyma sér í stórborg sem þú hefur ekki skoðað áður, eða heimsækja jafnvel á nýjan leik einhverja af uppáhalds stöðunum þínum, fara á uppáhalds veitingastaðinn þinn, safnið eða kránna. Áfangastaðirnir eru ólíkir og fjölbreyttir og borgirnar bjóða hver og ein upp á sín einstöku sérkenni, þekkt minnismerki og óþekkt skringilegheit. Við bendum á fyrri pósta hér í blogginu okkar, þar sem við höfum verið að setja smásjána á ýmislegt skrýtið og skemmtilegt að skoða og gera, og við munum á næstu vikum halda því áfram. Við hvetjum þig til að skoða framboðið á borgarferðum okkar hér.

Útskriftarferðir

Vorið er líka tími fyrir okkar sívinsælu útskriftarferðir. Við bjóðum stúdentum að fagna í heimabæ okkar á Krít, Hersonissos, og erum fullviss um að þar verður, rétt eins og undanfarin ár, mikil gleði og glaumur allsráðandi, ásamt öllu mögulegu öðru sem skapar hina fullkomnu útskriftarferð.

Auk þess erum við líka með ferðir sem henta vel háskólanemum sem og öðrum sem fagna vilja fengnum sigrum og áföngum. sem fagna vilja sínum fjölbreyttu áföngum. Þar erum við með vel valda paradís við Adríahafið, sem er tilvalin til að gleyma sér og njóta lífsins lystisemda.

Eyjasigling

Frá apríl og fram í október bjóðum við hópum (10 eða fleiri) upp á sannkallaða glæsisiglingu um eyjar og strendur Króatíu. Fararskjótinn er lúxussnekkja með öllum hugsanlegum þægindum. Umhverfið er stórbrotið og sjórinn tær og girnilegur til sunds. Við heimsækjum einstaklega sjarmerandi eyjar, borðum góðan mat, drekkum góð vín, þessi ferð til alveg upp á tíu!

Hjólaferð

Við hjá Tripical elskum Króatíu og viljum að sem flestir komi þangað. Við höfum, ásamt miklum reynsluboltum í hjólreiðasportinu, búið til dásamlega hjólaferð um Króatíu og nágrannaríkið Slóveníu. Ferðin hentar fólki á mismunandi styrkleikastigi og er yndisleg blanda af hreyfingu, stórbrotinni náttúru, ljúfengum mat og áhugaverðum og skemmtilegum menningarheimi. Við mælum hikstalaust með þessari!

Árshátíðarferðir – Fræðsluferðir – Hópferðin þín

Síðast en langt frá því síst bendum við á hið kraftmikla reynsluteymi Tripical, að leita til með árshátíðarferðir, og allar annars konar hóp- og fyrirtækjaferðir. Hvort sem um er að ræða eintóma gleði, blöndu af skemmtun, fræðslu og bissness, þá skipuleggjum við ferðina þína eftir þínum óskum og búum til einstaka upplifun. Við viljum endilega heyra í þér. Við eigum alltaf til gott kaffi, og svörum tölvupóstinum um hæl ef þú sérð þér ekki fært að mæta til okkar.  Hvernig væri að hafa nýársheitið þetta árið að leyfa okkur hjá Tripical að láta draumana þína rætast?