Við getum klárlega mælt með samstarfi við Tripical og komum til með að nýta okkur þjónustu þeirra aftur -Egilsstaðarskóli

26.11.2024

Við í Egilsstaðaskóla vorum búin að vera að vinna í undirbúningi að utanlandsferð í rúmt ár þegar aðilinn sem við vorum búin að vera í samskiptum gat ekki staðið við gefin loforð. Við fórum aftur á stað í að finna ferðaskrifstofu sem gat orðið við óskum okkar um að skipuleggja beint flug frá Egilsstöðum í skólaheimsókn erlendis. Tripical voru boðin og búin að aðstoða okkur og allt samstarf við þau upp á 10.
Þegar var búið að staðfesta áfangastað með beinu flugi frá Egilsstöðum hófumst við handa við að skipuleggja dagskrá fyrir hópinn. Við vorum með ákveðnar hugmyndir um hvað við vildum fá út úr ferðinni og það var sett upp dagskrá sem var allt það sem við óskuðum og ríflega það. Allt skipulag og utanumhald var til fyrirmyndar, frábært hótel og staðsetning fyirr hópinn til að nýta þessa daga sem við höfðum til hins ítrasta.
Við getum klárlega mælt með samstarfi við Tripical og komum til með að nýta okkur þjónustu þeirra aftur.