Tripical aðstoðaði okkur hjá Félagi löglærðra fulltrúa sýslumanna við að skipuleggja einstaklega vel heppnaða fræðsluferð til Varsjá. Það var sönn ánægja að vinna með starfsmönnum Tripical, sem tóku vel í allar ábendingar og settu upp frábæra dagsskrásíðu fyrir okkur. Það mjög hjálplegt að geta deilt ferðaáætlun með dagskrá í vefumhverfi. Það auðveldaði skipulag okkar í stjórninni verulega.
Það sem einkenndi aðkomu Tripical var einstakt viðmót og liðleiki við að taka á móti uppástungum okkar. Öll aðkoma þeirra var upp á tíu og stóðust allir þættir sem þau skipulögðu fullkomlega, hótelið var vel undirbúið að taka á móti okkur og allar rútur voru mættar vel tímanlega.
