Flugáætlanir:
3.-7. september 2025
10.-14. september 2025
17.-21. september 2025
22.-26. október 2025
23.-27. október 2025
Gdansk í Póllandi er forn og fögur, og af mörgum talin fallegasta hafnarborg Evrópu. Í gegnum tíðina hefur þar ýmislegt gengið á, og tíminn á köflum leikið hana grátt. En ekkert bítur á Gdansk, hún stendur í dag sem kröftug og lífleg nútímaborg, um leið og hún er merkilegur minnisvarði aldagamallar sögu Póllands og Evrópu. Gdansk er einn vinsælasti áfangastastaður ferðafólks í Póllandi, enda tilvalin fyrir almenna afslöppun, skemmtilega afþreyingu og nútímaþægindi, auk þess sem þau söguþyrstu og fróðleiksfúsu fá sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð.
Á 10. öld var Gdansk slavnesk byggð og kölluð Danzig (og það nafn bar hún allt fram á 20. öld). Staðsetning hennar þótti afar góð fyrir verslun og viðskipti við Eystrasaltið og á því óx hún bæði í ummáli og fólksfjölda. Í kringum árið 1300 hertók þýska riddarareglan (Teutonic Order) bæinn og drap um leið marga af íbúum hans. Þessi rómversk-kaþólska regla bjó yfir vægðarlausum krisniboðaher og byggði á mjög íhaldssamri trúarlegri stjórnunarstefnu. Borgin varð hluti af Hansabandalaginu, hún hélt áfram að vaxa og stækka og eftir óeiningu innan riddarareglunnar varð hún aftur partur af Póllandi, um árið 1446. Næstu aldir einkenndust af óöld, þar sem Pólland, Prússland og Þýskaland börðust um þessa mikilvægu verslunarborg.
Þann 1. september árið 1939 réðust Þjóðverjar inn í Pólland, og hófu árásir á hafnarsvæðið í Gdansk. Átökin er þekkt sem orustan við Westerplatte, og með henni hófst seinni heimsstyrjöldin. Borgin varð eðlilega fyrir miklum áhrifum af þeirri árás og stríðinu í heild. Í stríðslok var hún nánast rústir einar, og hernumin af hinum rússneska rauða her. Hafist var handa við mikla endurbyggingu, og smám saman reis Gdansk aftur upp úr öskunni. Undir stjórn kommúnista voru þar starfræktar stórar skipasmíðastöðvar, og það var slík starfsemi sem startaði verkalýðsbaráttu Solidarność með forkólfinn Lech Wałęsa í fararbroddi, en hún vakti athygli um heimsbyggðina alla.
Við endalok kommúnismans opnaði Gdansk faðm sinn fyrir umheiminn, og síðustu áratugi hefur fjöldi gesta aukist jafnt og þétt. Hún er ennþá ein af mikilvægustu hafnarborgum Eystrasaltsins, en engu minna mikilvæg sem áningastaður ferðafólks.
Eins og áður sagði er Gdansk í dag full af lífi og gleði. Þar eru glæsilegar gamlar byggingar og söfn sem gefa sögu hennar góð skil, en þar er einnig mikið af frábærum veitingasstöðum, börum og skemmtistöðum ásamt ýmissi annarri frábærri afþreyingu fyrir gesti hennar. Gdansk er því hin ákjósanlegasta fyrir fræðsluferðir af öllum stærðum og gerðum, og sönn ánægja að bjóða upp á þennan spennandi áfangastað.
Hið nútímalega Novotel Gdańsk Centrum hótel í miðborg hafnarborgarinnar Gdańsk er aðeins 200 metrum frá gamla bænum. Í boði eru rúmgóð og loftkæld herbergi og ókeypis WiFi hvarvetna.
Öll nútímalegu herbergin á Novotel eru með kapalsjónvarp, minibar og skrifborð. Það er líka sérbaðherbergi í þeim öllum.
Starfsfólkið er til taks allan sólarhringinn. Við upplýsingaborð ferðaþjónustu fá gestir aðstoð við að skipuleggja dvölina í Gdańsk sem og upplýsingar um þá afþreyingu sem borgin býður upp á.
Novotel Gdańsk Centrum er með líkamsræktaraðstöðu. Gestir geta einnig leigt hjól eða slakað á í rúmgóða garðinum eða á veröndinni.
Hótelið býður upp á bar, veitingastað undir berum himni og NOVO SQUARE-setustofubar þar sem hægt er að smakka á alþjóðlegum réttum. Morgunverður er borinn fram á morgnana.
Aðallestarstöðin í Gdańsk er 1,5 km frá hótelinu og bílastæði eru einnig í boði. Það er verslunarmiðstöð í 1,5 km fjarlægð og flugvöllurinn í Gdańsk er 14 km frá hótelinu.
Hótelið fær 8.4 í einkunn á booking.com og 9.5 í einkunn fyrir staðsetningu
Mercure Gdańsk Stare Miasto er hæsta byggingin í Gdańsk og er staðsett aðeins 400 metrum frá hinum fallega gamla bæ í Gdańsk og 200 metrum frá Madison Shopping Gallery með yfir 100 verslunum.
Þetta reyklausa hótel býður upp á loftkæld og glæsileg herbergi með ókeypis WiFi, minibar og flatskjá. Öll herbergin á Mercure Gdańsk Stare Miasto bjóða upp á fallegt útsýni yfir gamla bæinn og sögulega skipasmíðastöð. Í hverju herbergi er aðstaða til að framleiða te og kaffi.
Boðið er upp á fjölbreyttan morgunverð á hlaðborði á hverjum morgni og er hægt að fá hann á herbergið sé þess óskað. Veitingastaðurinn Winestone er sérhæfður í borðréttum á steinplötum og víni sem getur fylgt réttinum eða verið keypt sem minjagripur. Einnig er nútímalegur bar í anddyri. Á hverri hæð er afgreiðslukassi með fríu drykkjarvatni.
Gestir geta stundað líkamsrækt í vel útbúinni líkamsræktarstöð og með aðstoð starfsfólks geta gestir pantað nudd og fegrunarmeðferðir í Diamond Clinic í næsta húsi. Vinalegt starfsfólk hótelsins er til taks 24 klukkustundir sólarhringsins og getur séð um þvotta og straujárn.
Í Mercure Gdańsk Stare Miasto eru 10 ráðstefnusalir af mismunandi stærð. Einnig er boðið upp á einkabílastæði.
Það eru um 1,3 km að svokölluðum Gamla bæ, Artus-höll, Nepture-lind, Crane yfir Motława-fljót og Maríukirkju. Fimm mínútna göngutúr leiðir þig að aðaljárnbrautarstöðinni í Gdańsk. Alþjóðaflugvöllurinn í Gdańsk er í 15 km fjarlægð og hægt er að panta flugtaksþjónustu gegn gjaldi.
Hótelið fær 8.6 í einkunn á booking.com og 9.4 í einkunn fyrir staðsetningu.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Flestir Íslendingar þekkja eitthvað til Póllands, en við hjá Tripical viljum þar bæta um betur og hvetjum fólk til að ferðast og skoða þetta fallega land, ásamt því að kynna sér magnaða sögu þess. Pólland er sjötta fjölmennasta ríki Evrópu og með landamæri að Þýskalandi, Tékklandi, Litháen og Rússlandi. Landið á strönd að Eystrasalti, þar sem árnar Odra og Visla renna í sjó.
Árið 1795 var Póllandi skipt á milli Prússlands, Rússlands og Austurríkis. Það fékk sjálfstæði að nýju sem lýðveldi árið 1918, en í september 1939 var landið hernumið af Þjóðverjum og Sovétmönnum í aðdraganda seinni heimsstyrjaldar, þar sem yfir sex milljónir Pólverja féllu í valinn. Eftir stríð lenti Pólland á áhrifasvæði Sovétríkjanna og Alþýðulýðveldið Pólland var stofnað. Landamæri þess voru þá töluvert frábrugðin frá því fyrir stríð, fyrrum pólsk svæði í austri tilheyrðu nú Sovétríkjunum og í staðinn fékk Pólland stór landssvæði frá hinu fallna Þýskalandi. Stjórn kommúnista ríkti allt þar til henni var bolað frá árið 1989 og þriðja pólska lýðveldið stofnað.
Á norðurhluta landsins, við Eystasaltið, tengjast þrjár pólskar borgir, og eru oft nefndar Þríborgin (e. Tricity). Þetta eru Sopot, Gdynia, og Gdansk sem er þeirra stærst og þekktust. Gdansk er fjórða stærsta borg landsins og staðsett við upptök árinnar Motlawa, sem rennur meðfram litríkum hafnarhúsum bæjarins. Saga Gdansk er afar merkileg, en 1. september árið 1939 hófst orrustan við Westerplatte milli Póllands og Þýskalands í upphafi seinni heimstyraldarinnar. Pólland varð einnig fyrir miklum áhrifum frá Kalda stríðinu svokallaða. Einræðishyggja kommúnista varð til þess að í skipasmíðastöðvum þríborgarinnar kviknaði hin svonefnda Solidarity hreyfing, en hún átti sinn þátt í falli kommúnismans í Austurblokkinni, falli Berlínarmúrsins og endaloka Sóvétríkjanna.
Afar öflugt menningar- og listalíf er að finna í Gdansk, en götur borgarinnar bjóða upp á fjölbreytta markaði, listasýningar og aðra skemmtilega viðburði stóran hluta sumarsins.
Sopot er vinsæll áfangastaður, ekki síst fyrir strendur sínar, en bærinn er staðsettur sunnan við Eystrasaltið, milli Gdynia og Gdansk og með íbúafjölda í kringum 40.000. Þar er mikið úrval af ýmis konar heilsulindum sem bjóða upp á fjölbreyttar spa meðferðir og dekur. Lengsta trébryggja í Evrópu er í Sopot, en hún nær um 515 metra út á haf. Borgin er einnig þekkt fyrir alþjóðlega söngvakeppni sína, Sopot International Song Festial, sem er einn stærsti söngviðburður Evrópu á eftir Júróvisjon.
Um aldir var Gdynia lítið þorp við Eystrasaltið, þar sem lögð var stund bæði á landbúnað og sjávarútveg. Í byrjun 20. aldar tók ferðamannastraumur þangað að aukast til muna, og íbúafjöldi jókst í kjölfarið. Þegar Pólland öðlaðist sjálfstæði 1918 var ákvörðun tekin um að byggja þar höfn og í dag hefur Gdynia þróast úr litlum sjávarbæ í mikilvæga hafnarborg, með heimsborgar yfirbragði og nútímalegum arkitektúr. Þessi þróun stöðvaðist þó í seinni heimstyröldinni, þegar hafnarsvæði og skipasmíðastöð urðu fyrir sprengingu og eyðulögðust. Í stríðslok hófst endurbygging á ný. Í dag er Gdynia vinsæll áfangastaður skemmtiferðaskipa og lúxussnekkja. Borgin hýsir auk þess stærstu kvimyndahátíð landsins, Gdynia Film Festival.
Höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta þéttbýli landsins. Varsjá stendur við ánna Vistula í mið-austur Póllandi, í um 260 km fjarlægð frá Eystrasaltinu. Þar búa um 1,75 milljónir, sem gerir hana að níundu fjölmennustu borg Evrópusambandsins. Varsjá er líflegur staður og hefur gegnt mikilvægu hlutverki sem menningar-, stjórnmála- og efnahagsmiðstöð í Evrópu, auk þess sem hún hefur stimplað sig inn sem menningarhöfuðborg Austur-Evrópu, með öflugu listalífi, spennandi klúbbasenu og hágæða veitingastöðum.
Vegna sögu sinnar hefur Varsjá verið nefnd Fönixarborgin, en í gegnum aldirnar hefur hún gengið í gegnum mikil átök, stríðsdeilur og innrásir. Eftir síðari heimsstyrjöldina fór borgin í gagngerar endurbætur og uppbyggingu en stríðið jafnaði um 85% hennar við jörðu. Gamli miðbæjarkjarninn er afar glæsilegur og býr yfir mikilli sögu, en hann var listaður á heimsminjaskrá UNESCO árið 1980. Aðrir merkir staðir eru t.a.m. Kastalatorgið (Plac Zamkowy), dómkirkjan (St. John’s Archcathedral), markaðstorgið (Old Town Market Square – Rynek Starego Miasta), sem og aðrar litríkar hallir og kirkjur.
Næststærsta og jafnframt elsta borg Póllands. Kraká stendur einnig við árbakka Vistula, en saga borgarinnar nær aftur til sjöundu aldar. Hún var höfuðborg landsins til ársins 1589, þegar Varsjá tók við því kefli. Kraká gegnir mikilvægu efnahagslegu hlutverki fyrir Pólland og slavnesku nágrannalöndin. Íbúafjöldi er um 760.000, en u.þ.b. 8 milljónir búa í 100km radíus við borgina. Þá hefur Kraká endurheimt stöðu sína sem akademískur miðpunktur landsins, eftir stofnun nýrra háskóla og menningarmiðstöðva.
Eftir innrásina í Pólland í upphafi seinni heimstyraldarinnar varð Kraká gerð að höfuðborg þýsku nasistastjórnarinnar. Gyðingar sem þar bjuggu voru neyddir inn á svæði afgirt steinveggjum, þaðan sem þeir voru fluttir í nálægar úrýmingabúðir, þeirra þekktust er Auschwitz. Gamli bærinn í Kraká er friðlýstur af UNESCO. Borgin er oft nefnd sem ein sú fallegasta í Evrópu, og situr víða á toppi lista yfir áhugaverðustu áfangastaði í heiminum. Byggingastíll endurreisnarinnar í bland við gotneskan barokk arkitektúr gerir Kraká afar sérstaka, en ólíkt Varsjá varð borgin ekki fyrir teljandi skemmdum í stríðinu. Árið 2000 var Kraká valin menningarhöfuðborg Evrópu.
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.
Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!