Frá fyrsta fundi með Áslaugu fararstjóra fundum við strax að við hefðum valið rétta ferðaskrifstofu.
Við í leikskólanum Hvammi í Hafnarfirði fórum í hópferð til Helsinki á vegum Tripical. Frá fyrsta fundi með Áslaugu fararstjóra fundum við strax að við hefðum valið rétta ferðaskrifstofu. Við höfðum ákveðnar hugmyndir og áherslur um námsferðina, sem Áslaug tók vel í. Bætti við sínum hugmyndum og úr varð ferð, þar sem allir fengu að njóta sín. Áslaug hjálpaði til við allt og hún gerði sitt allra besta við að redda hlutunum. Við munum klárlega nýta okkur þessa frábæru þjónustu aftur.
Valgerður Björnsdóttir, deildarstjóri