Frábær, skemmtileg og fræðandi ferð – Leikskólinn Brekkubær

27.11.2023

Frábær, skemmtileg og fræðandi ferð

Frábær, skemmtileg og fræðandi ferð. Áslaug og Sólveig voru frábærir  og einstakir fararstjórar sem sýndu okkur mikinn áhuga og voru bara eins og einar af okkur.  Ferðin var vel skipulögð. Áslaug sá um allt fyrir okkur og ef okkur vantaði einhverjar upplýsingar t.d með hugmynd að veitingastað var hún ekki lengi að koma með hugmyndir, var algjörlega boðin og búin að aðstoða okkur í einu og öllu og mjög fróð um Helsinki og allt þar í kring. Ferðin stóðst allar okkar væntingar.