Einstaklega vel heppnuð árshátíðarferð Olíudreifingar til Munchen

30.10.2024

Einstaklega vel heppnuð árshátíðarferð Olíudreifingar til Munchen

 

Við höfum farið nokkrar árshátíðarferðir og þegar við fórum að skoða hvað var í boði sáum við hugmynd hjá Tripical að Október-fest hátíð í Munchen. Okkur leyst strax mjög vel á hugmyndina, eitthvað allt öðru vísi en við höfum gert áður.  Það er margt sem flækir málin í undirbúningi svona ferðar hjá okkur en starfsmenn Tripical tækluðu þetta allt mjög vel. Að hafa góðan og hressan fararstjóra eins og Jóhönnu með í för er ómissandi og leysti hún úr því sem upp kom á fljótlegan og góðan hátt.
Veislan sjálf var á frábærum stað, sem hæfði þemanu algjörlega og hópurinn skemmti sér konunglega.

Við mælum heilshugar með Tripical til að skipuleggja starfsmannaferðir, það kunna þau upp á tíu.
Takk fyrir okkur.