Þér er boðið í partý!

24.02.2017

Þegar við settumst niður fyrir nokkrum vikum og byrjuðum að brjóta heilann um það hvernig væri skemmtilegt að kynna ævintýramiðlunina okkar þá kom bara eitt til greina: að vera samkvæm sjálfum okkur.

Við hjá Tripical erum ævintýragjörn, uppátækjasöm og við elskum að ferðast. Við viljum nálgast íslenska ferðaþjónustu á alveg nýjan hátt og hjálpa fólki að láta alla sína villtustu ferðadrauma rætast. Á tímum hnattvæðingar verður heimurinn sífellt minni og minni og það verður stöðugt einfaldara að ferðast. Stundum snýst þetta bara um að kýla á hlutina, hoppa upp í vél og halda á vit ævintýranna.

Þetta er það sem okkur langar að gera. En það er ekki nóg að tala, það þarf líka að framkvæma. Þess vegna ákváðum við að sýna hvað það er lítið mál að skoða allan heiminn, ef þú bara lætur vaða! Nú styttist óðum í að heimshornaflakkararnir Snorri og Sveinn klári reisuna sína og komi aftur heim til Íslands. Einnig höfum við unnið hörðum höndum undanfarna mánuði að því að útbúa glæsilega nýja skrifstofu, hanna splunkunýtt útlit (takk Brandenburg) og vinna nýja vefsíðu (takk TM Software)

Þessu öllu ber að fagna! Þess vegna langar okkur að bjóða vinum og velunnurum á opið hús hjá okkur í dag, föstudaginn 24. febrúar, í nýjum höfuðstöðvum Tripical í Borgartúni 8. Þar verður dúndrandi múltí–kúltí stemming og boðið upp á alþjóðlegt matarsmakk, ferska kokteila og meira að segja sérstakan tequila–bar. Svo er aldrei að vita nema við fáum óvænta gesti!

Okkur langar líka að gefa heppnum gesti gjafabréf hjá Tripical upp á 50.000 krónur, sem hægt er að nota upp í ferð að eigin vali. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að kíkja til okkar og smella einni mynd á Instagram undir myllumerkinu #GetTripical.

Húsið opnar kl. 17:00 og fjörið heldur áfram fram eftir kvöldi. Allir velkomnir!

Hlökkum til að sjá ykkur,
Starfsfólk Tripical