Búlgaría: ódýrasta land Evrópu

26.03.2017

Sparaðu í Búlgaríu!

Vissir þú að Búlgaría er einn ódýrasti áfangastaður í Evrópu, og í heiminum? Við hjá Tripical erum svo sannarlega meðvituð um það allavega. Það er ein af ástæðunum fyrir því að Búlgaría er einn af okkar helstu áfangastöðum.

Það maður ferðast skiptir miklu máli að spá í hversu miklu maður ætlar að eyða meðan maður er í fríinu, ekki bara hvað það kostar að koma sér þangað. Við Íslendingar heyrum ferðamenn oft bölva verðlaginu hér heim og virðast þau oft ekki vera undir það búin. Í Búlgaríu þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Ylströndin Sunny Beach, við Svartahafið, er einn vinsælasti sumaráfangastaður í Evrópu. Við elskum að vera þar og viljum kynna þetta fyrir Íslendingum. Þess vegna erum við með sérstaka kynningarferð dagana 31. maí – 10.júní. Bókaðu þig með hér!

Við ákváðum að taka saman nokkur verðdæmi svo við Íslendingar getum betur áttað okkur á þessu:

  • Kaffibolli: 119kr
  • Flaska af búlgörskum bjór: 90kr
  • Flaska af gosi: 121kr
  • Vínglas: 200kr
  • 1.5 líters flaska af vatni: 54kr
  • Sólarvörn: 540kr
  • Fréttablað á ensku: 301kr
  • Tveggja rétta hádegismatur fyrir tvo: 922kr
  • Þriggja rétta máltíð ásamt flösku af víni fyrir tvo: 3.011kr